Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 20

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 20
ÍSLANDSGLÍMAN frh. af bls. 173 Um kl. 9 er kvöldkaffi og að pvt loknu svo tekið til við kvöld- vöku, sem stendur venjúlega fram yfir kl. 11. Kerlingarfjöll (Mynd 5) eru við suðvesturjaðar Hofsjökuls, 80 km. akstur frá Gullfossi og eitthvað örlítið lengra frá Blönduósi. Flatarmál fjállanna er ekki mjög mikið, ca. 150 fer- kílómetrar. En fegurð þeirra og fjölbreytileiki eru mikil. Þar eru skriðjöklar, tshellar, hverir, heitar laugar, há fjöll og djúp- ar gjár sem samslungin eru hvert öðru og krydduð slíkri litadýrð, að orð fá ekki lýst. Af hœstu tindum sér til sjáv- ar bœði fyrir sunnan og norð- an landið. 1 austri sér Vatna- jökul og Dyngjufjöll, en í vestri Eirtksjökul og állt vestur á Strandir. ★ Iþróttakennararnir Eirikur Haráldsson og Váldimar Örn- ólfsson stofnuðu Sktðaskólann t Kerlingarfjöllum sumarið 1962, og hefur hann verið starf- rœktur á hverju sumri siðan. landsins, jafnt að bragðfimi sem kröftum. Vissulega verður ekki fram hjá því gengið, að hann er alltof æfingarlítill og blæs eins og smiðjubelgur eftir hverja lotu, en þetta gerði hann sér manna bezt ljóst sjálfur og sá því um, að glímur hans urðu allar stuttar. Hann lagði flesta á fyrsta bragði, þá, sem ekki bráðnuðu í gólfið, án þess hann fengi tækifæri til að leggja á þá bragð, og alla keppinauta sína 8 lagði hann. Lágu þeir á sex mismunandi brögðum, einn koðnaði, en einn lá á, að því er bezt varð séð, handafli einu sam- an. Ármann varð því glímukóng- ur Islands í 15. sinn, þar af óslitið í s.l. 14 ár, og hefur enginn íslendingur orðið oftar og óslitið meistari í einni og sömu íþróttagrein en það. Annar í glímunni varð Sveinn Guðmundsson, HSH, glímukappi Vestfirðingafjórðungs. Hann felldi alla, nema Ármann, sem hann glímdi við í fyrstu umferð. Voru glímur hans léttar og skemmtilegar og féllu áhorfend- um vel í geð. Þó þvældust þeir fyrir honum, Skarphéðinsmenn, en þeim var það báðum sameig- inlegt að skilja ekki anda nýju glímulaganna, og var hörmung að horfa á, hve þeir boluðust og lýttu með því glímu sína. Á þessi staða þó að vera þeim ó- þörf, því þeir eru báðir hörku- glímumenn og fimleikamenn og snjallir að koma fyrir sig hand- vörnum. Annar Sunnlendingurinn, Steindór Steindórsson, varð þriðji að vinningum, lagði fimm, en lá fyrir Ármanni, Sveini og Sigtryggi Sigurðssyni, KR, sem var venju fremur linur í þessari glímu, lá fyrir Má Sigurðssyni, HSK, og Ingva Guðmundssyni, UV, auk fyrstu mannanna tveggja, en Ingvi stóð sig með ágætum, sýndi duglega glímu og lagði fjóra. Að öðru leyti vísast til vinn- ingaskrár um sigra og byltur. Glíman sem heild fannst mér skemmtileg, og það fannst víst flestum, sem á horfðu, en einn galli var þarna á gjöf Njarðar auk húskuldans, sem áður er á minnzt. Þegar minnst vonum varði, birtust sjónvarpsmenn með myndavélar sínar og kast- ljós, sem beint var beint í augu helmings áhorfenda, sem síðan máttu grína á glímuna eins og undir sól að sjá. Verði ófögn- uður þessi fastur liður á glímu- mótum í framtíðinni, býð ég ekki túskilding í aðsóknina, sem glímumenn munu fá. 176

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.