Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 12
inu með mikilli eftirvæntingu, í
þetta skipti undir það búinn að
taka gildan unninn sigur, hvern-
ig sem til hans var unnið.
En mundi nú enn verða bak-
slag á gleðina — eða mundu
menn nú fá að sjá þá tegund
keppni, sem þá dreymdi um?
Lovelock hafði sjálfur tveimur
mánuðum áður skrifað um ,,þá
miklu ánægju, sem það afrek
veldur, sem unnið er auðveld-
lega og fallega, vegna þess að
það er unnið með fullkomnum
stíl“. I hvað margri keppni
hafði hann náð þessum full-
komna stíl? Hversu mörg
keppnin hafði verið ,,fullkomin“,
í einu orði sagt? Míluhlaup ald-
arinnar*) hafði ekki verið al-
gjörlega fullkomið. Keppinautar
hans höfðu ekki hlaupið af
fyllstu getu sinni, og hans eig-
in geta var ekki fullreynd. Þeg-
ar hann setti brezka metið í
míluhlaupi árið 1932, hafði að-
eins verið um hlaup að ræða,
ekki keppni. Margri harðri og
erfiðri keppni hafði hann lokið
þreyttari, en hann hafði viljað
verða, margan sigurinn unnið á
léttum spretti án nokkurrar ógn-
unar keppinautanna. Heims-
metshlaupið gegn Bonthron ár-
ið 1933 hafði komizt næst því
að veita honum fullkomna
ánægju — og samt hafði hann
séð eftir því eftir á, að ekki var
hægt á ferðinni á þriðja hring.
Kannski hefðu tilfinningar hans
til þess hlaups orðið aðrar, ef
þá hefði verið keppt um olymp-
íusigur? Hann hafði hlaupið
nokkur stórhlaup, en ekkert
*) Míluhlaup aldarinnar, eins og
bandarísku blöðin nefndu það, fór
fram í Princeton I Bandaríkjunum í
júní 1935. Þá sigraði Lovelock alla
beztu míluhlauparana bandarísku, þ.
á.m. Glen Cunningham, sem átti
heimsmetið 4:06,7 mín., sett 1934.
þeirra hafði algjörlega verið
fullkomið.
Mundi þá þessi dagur bera í
skauti sér algjörlega fullkomið
afrek? Að minnsta kosti vonað-
ist hann til að geta hlaupið af
ferskri ákefð. Hann ætlaði ekki
í þetta skipti að bíða rólegur
eftir hinum, þar til endasprett-
urinn hæfist á beinu brautinni,
og vinna svo nauman sigur eða
bíða óverulegan ósigur. Hann
ætlaði að taka sjálfur forystu,
leggja spil sín á borðið, eins og
þau lögðu sig, og taka fulla á-
hættu, að einhver hinna hefði
nú betri hendi. Alla vega skyldi
þurfa eitthvað mikið til að sigra
í þessu hlaupi. I Los Angeles
hafði teygzt úr hópnum eins og
í langhlaupi — tveir menn
höfðu óáreyttir hlaupið 20
metrum á undan hópnum hálfa
leiðina. En síðan hafði gullöld
míluhlaupanna náð hápunkti
sínum. Fimm af fyrstu sjö í Los
Angeles voru hér enn á ferð —
og nú miklu betri hlauparar. 1
þetta sinn mundu þeir hlaupa
í þéttum flokki, sem hungraði
í.....
Ef nú þetta tækifæri, þessi
keppni, virtist örva til stórfeng-
legra afreka, þá var þjálfunar-
ástand hans sjálfs svo sannar-
lega undir þau búið. Langhlaup-
in heima í Englandi, 1200 m
æfingahlaupið, sem hafði verið
svo létt, síðustu sprettirnir á
æfingabrautinni. Vogin sýndi
nákvæmlega rétta keppnis-
þyngd. Hann hafði nýtt alla
bitra reynslu sína frá fyrri ár-
um — unnið að því að þreyta
sig vel, áður en hann hélt frá
Englandi, forðazt erfiða þjálf-
un á skipinu, synt eftir hlaupa-
æfingar, en ekki fyrir þær. Hon-
um hafði tekizt, eftir öll þessi
ár, að ná þeirri fullkomnu skref-
lengd, sem gaf beztan árangur
miðað við orkueyðslu, gaf fljót-
asta hraðaaukningu og mesta
afslöppun. Nú var hann snögg-
ur í hreyfingum eins og kvika-
silfur, og hann vissi, að hvað
það snerti, yrði hann aldrei
betri. Ekkert hafði gerzt öðru
vísi, en hann óskaði, allt hafði
þróazt fullkomlega á réttan
hátt. Ef til vill var allt of full-
komlega rétt, og nú hryndi allt,
sem upp hafði verið byggt, rétt
eins og hann vaknaði af draumi.
Gat sá, sem fullkomnunar
krafðist, nokkum tíma orðið
ánægður? En hafði hann ekki
sjálfur skrifað, að það væri mjó
og óljós lína, sem skildi milli
snillingsins og sérvitringsins ?
Vissi hann ekki, að það var
nauðsynlegt að bera þessa til-
finningu í brjósti og að einkenni
líkamans væru nú einnig þau
réttu ? Þessi hræðslukennd,
hjartslátturinn, andardráttur-
inn öri, sviti og magakrampi.
Hann var reiðubúinn, fullhlað-
inn. Allt, sem mögulegt var,
var nú þegar gert — keppnin
ein var eftir, og þar varð hann
að einbeita athygli sinni að
hverju smáatriði, sem gerðist,
fylgjast með, hvar keppinaut-
arnir héldu sig, hver hraðinn
væri í hlaupinu, gæta þess að
halda fullri afslöppun og réttu
hlaupalagi, þótt hraðinn yrði
mikill, halda hugsun sinni kryst-
altærri.
Hinir hlauparamir ellefu
höfðu verið sóttir af þýzku
hlaupstjórunum og höfðu geng-
ið um þveran völlinn í fylgd
þeirra. En hann hafði ekki vilj-
að fara strax. Hann hafði þeg-
ar mýkt upp og kærði sig ekki
um að bíða þama úti og láta
sér verða kalt. Hann var ekki
fús til samvinnu við Þjóðverj-
168