Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 26

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 26
Miðbæjarbarnaskólans í jóla- fríinu og vikivakadans í Good- templarahúsinu, þegar líða tók á námskeiðið. Þeim, er litið hefði inn í fimleikasalinn og heyrt skipun Jóns Þorsteinssonar, mundi ekki hafa dottið annað í hug, en að hér væru óðalbornir Bakkabræður saman komnir. Svo mjög var hópurinn sundur- leitur. Þarna voru nokkrir menn, sem eitthvað höfðu iðkað fimleika, aðrir, sem varla höfðu séð fimleika, hvað þá heldur meir. En eitt var sameiginlegt, allir vildu vera með og gerðu sitt bezta. Og þess skal getið, að undir handleiðslu og stjórn Jóns Þorsteinssonar leið ekki langur tími, þar til taktur og viðbrögð voru orðin hin beztu. Þannig var það í hverri íþrótta- grein, að þroskinn varð með undrum mikill. Má þar marka nokkuð, að knattspyrnukapp- leik töpuðum við fyrir K.R., sem þá var fslandsmeistari með 7 mörkum gegn 1. Þegar líða tók á námskeiðs- tímann, hefði mátt með hægu móti stofna ágætan fimleika- flokk. Og hefði lengri tími gefizt, hefðu þarna upp risið ágætir íþróttamenn á hverju sviði íþrótta, enda átti það eft- ir að koma í ljós, að sumir þessara manna urðu meðal beztu íþróttamanna landsins, er stundir liðu fram, auk þess sem þeir hafa verið og eru enn ágætir menn innan íþrótta- hreyfingarinnar. Eins og áður segir, vorum við til húsa víðs vegar um bæ- inn. Til þess að bæta okkur þetta upp, vorum við svo fé- lagslyndir að koma saman til funda- og skemmtihalds í kaffi- stofum bæjarins. Kom þá í ljós, að meðal okkar voru mælsku- menn, hagyrðingar og efni í skáld. Hér voru og efni í óperu- söngvara og leikara, og hermi- krákur voru hér ágætar. Var á þessum samkomum tjaldað því, sem til var, og höfðum við mikla ánægju af þessum sam- fundum. Hagyrðingarnir pukr- uðust til að bera saman bækur sínar og voru grunaðir um græsku, sem þó var ástæðulaust. Hátíð þessi stóð í f jóra mánuði. Þá áttum við að vera færir um að fara út meðal lýðsins og kenna. Einnig að sýna getu okk- ar. Og þó tíminn væri ekki lengri, náðist undraverður ár- angur. Allir munu hafa kennt eitthvað, þegar heim kom í hér- að, og bárust fréttir af því á næstu árum, að nemendurnir kenndu og létu gott af sér leiða. Skilnaðarhóf var haldið. Þar var Guðmundur landlæknir Björnsson aðalræðumaðurinn. Lét hann mjög vel yfir árangr- inum og þeim framförum, sem menn höfðu tekið. Minnisstæð- astur er mér einn hluti ræðu hans, um pilt, sem honum hef- ur víst fundizt okkar grennst- ur. „Þegar ég sá hann meðal ykkar, sagði ég við sjálfan mig: „Þeir drepa strákinn," en þetta fór á annan veg. Pilturinn þrútnaði allur og tútnaði, og þetta sannar okkur, hvers í- þróttirnar eru megnugar. Þetta eru þær einar færar um að gera,“ sagði Guðmundur með stolti þess manns, sem þekkir íþróttirnar og gildi þeirra. Enginn okkar nemendanna var svo djarfur að standa upp og segja orð. En nú ætla ég að flytja inntak þeirrar ræðu, sem ég var kominn á fremsta hlunn með að flytja í þessu hófi, þó mig brysti kjark til að standa á fætur þá og flytja hana. „Ég þakka þeim, sem gefið hafa okkur tækifæri til að sækja þetta námskeið. Eg þakka kennurunum fyrir kennslu þeirra og leiðbeiningar. Og ég held, ég megi fullyrða, að við munum ekki setja það ljós, sem við tökum með okkur héðan, undir mæliker". Nú, þegar ég horfi yfir þessa liðnu 4 tugi ára, finn ég mig standa í mikilli þakkarskuld við stjórnir f.S.Í. og U.M.F.f. Við alla góðu kennarana, sem velflestir kenndu kauplaust sín- ar íþróttagreinar. Ég minnist vingjarnlegrar framkomu frá þessum dögum og fram til þessa dags. Þá er ég ekki í minni þakkarskuld við þessa félaga mína, sem æ síðan hafa sýnt mér vináttu og vinarhug. Svo kom skilnaðarstundin. Kom þá margt í ljós, sem dul- izt hafði. Einn lifði af skrínu- kosti allan tímann, annar að hálfu. Fæstir gátu af eigin rammleik komizt á þetta stutta námskeið. Einstaka maður fékk styrk frá ungmennafélagi sveitar sinnar eða bæjar, aðrir voru á vegum vina eða skyld- menna. Og nú eru þessir menn komnir út meðal lýðsins og hafa verið þar í ýmsum störfum og hvarvetna hinir nýtustu menn. Og því settist ég niður að rita þetta, að það verði að ein- hverju til að gjalda þá skuld, sem ég stend í við alla þessa aðila, því oft finnst mér, sem ég eigi mest að þakka, en hafi minnsta getu til að greiða. Sendi ég svo öllum kveðju guðs og mína. Gísli Sigurðsson. 182

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.