Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 5
Fram varð íslandsmeistari
í karlaflokki
Valur varð islandsmeistari
í kvennaflokki
Handknattleiksmeistaramót íslands 1967
Keppni HMl 1967 hófst nokkru fyr-
ir áramót í 1. deild karla, en snemma
í janúar í öðrum flokkum, og stóð
keppni yfir allt til 21. apríl, en þá
fór fram aukaleikur um sigurinn í
1. deild karla.
I þeim leik sigraði Pram FH með
16 mörkum gegn 12 og voru Fram-
arar vel að sigri komnir í þeim leik,
þótt sjálfsagt megi deila um það til
eilífðarnóns, hvort bezta liðið hafi
borið sigur úr bítum í 1. deildinni.
En hvað sem um það er, þá voru
þessi 2 efstu lið svo hnifjöfn undir
lok mótsins, að þau léku seinni leik
sinn, sem jafnframt var síðasti leikur
mótsins samkvæmt leikskrá, jafn-
teflisleik 15:15, og markamunurinn í
aukaleiknum varð 2—3 mörkum
meiri en efni stóðu til, því síðustu
2 mínútur þess leiks náði örvænt-
ingin tökum á liði FH, þeir tefldu
of djarft til að reyna að forðast
ósigurinn, sem óhjákvæmilegur var
orðinn.
Lið Fram er skipað mörgum
þaulvönum leikmönnum, sem reynd-
ar voru sumir hverjir ekki komnir
i æfingu framan af móti, enda eygðu
Framarar víst litla sigurvon eftir
fyrri umferð, en þá var Fram 4
stigum lægra en FH, hafði tapað
bæði fyrir FH og Val. Eftir því
sem leið á mótið, harðnaði liðið svo
með hverri raun, vann alla sína leiki,
nema jafnteflisleikinn við FH, og
átti svo lokasigurinn því að þakka,
að þeir náðu með skynsamlegum
leik að halda hraðanum niðri í úr
slitaleiknum við FH. Þeir gleymdu
ekki þeim gullvægu sannindum, að
andstæðingarnir skora ekki, á með-
an þeir eru sjálfir með knöttinn. Ef
til vill ekki eins glæsileg leikaðferð,
en árangursrík til sigurs. Enginn
skilji þó orð mín svo, að mér hafi
dulizt afburða sterkur varnarleikur
Fram eða prýðileg markvarzla
Þorsteins Björnssonar, sem átti stór-
an þátt í sigrinum, heldur vil ég
undirstrika það álit mitt, að stór-
skytturnar, sem eru margar í Fram-
liðinu, hafi grætt mest á því að sitja
á strák sínum og skjóta ekki um of
í tvísýnu, þegar í úrslitaleikina var
komið. Ingólfur Óskarsson, sem var
fyrirliði liðsins, og Gunnlaugur
Hjálmarsson voru aðalskipuleggjarar
liðsins í leik, enda báðir þaulreyndir
handknattleiksmenn, en það má
reyndar einnig segja um Sigurð Ein-
arsson og Guðjón Jónsson.
Fram varð nú Islandsmeistari í
innanhússhandknattleik meistara-
flokks karla í 5. sinn, það sigraði
1950 og þrjú ár í röð 1962—1964.
Hafa aðeins 2 félög orðið oftar
meistarar í þessari grein, Valur 8
sinnum og FH 7 sinnum, en Ármann
hefur reyndar hlotið meistaratitilinn
jafn oft og Fram. Hafa því þessi 4
félög hlotið Islandsmeistaratitilinn 25
sinnum af 28 skiptum, sem um hann
hefur verið keppt.
FH-liðið mátti bíta í súrt í þetta
sinn. Það lið var af flestum talið
öruggt um sigur fyrirfram, því talið
var réttilega, að það hefði æft dyggi-
lega undir þátttöku sína í Evrópu-
bikarkeppni meistaraliða, enda skip-
að þrautreyndum leikmönnum ein-
göngu. Þá voru menn ekki síður
vissir um sigur þeirra, eftir að fyrri
umferð mótsins var lokið og þeir
höfðu unnið alla sína leiki og náð
markahlutfalli 1,6 eða að meðaltali
24:15 í leik. Síðan kom glæsilegur
sigur þeirra yfir Honved hér heima,
sem styrkti enn betur þá trú, að Is-
Fyrirliði Fram, Ingólfur Óskarsson, tekur við Islandsbikarnum úr hendi
formanns HSl, Ásbjörns Sigurjónssonar. (Ljósm. Sjónvarp).
161