Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 29
geti orðið valdur andlegrar þreytu. Þegar um vafatilfelli er að ræða við úrtöku, ætti því að skýra nákvæm- lega frá þeim og gera grein fyrir, hvað lagt er til grundvallar vali •— iþróttamenn eiga með öðrum orðum að finna, að þeir séu hlutgengir meðlimir íþróttasamtakanna og að þeir séu hlutlaust dæmdir og sann- gjamlega. Þetta er aðeins nokkur hluti þeirra orsaka, sem kunna að liggja að baki andlegu þreytunni. Þessar orsakir geta, við sér hagstæð skilyrði, auk- izt, unz þær vaxa íþróttamannin- um yfir höfuð og gerast ólæknandi. Oft er jafn erfitt að greina þessar orsakir og að finna nál í heystakk, en samt má ekki gefast upp. Eigi maður trúnað íþróttamannsins, get- ur málið verið tiltölulega auðleyst, en þegar um engan trúnað er að ræða, getur það reynzt óendanlega erfitt. UNDIRBtJNIN GUR FYRIR KEPPNI Fyrir keppni verður íþróttamaður- inn að undirbúa sig vandlega. Það á ekki aðeins við um æfingar, heldur jafnframt um tímann næst á undan íþróttamóti. Varðandi ferðina á mótsstað er það að athuga, að við höfum fengið þá reynslu, að íþróttamenn þurfi að koma á mótsstað svo snemma, að þeir fái sofið tvær nætur fyrir keppni á þeim ókunna stað. Eftir oft og tíðum órólegan svefn fyrstu nóttina, er farið og litið á völl og brautir og mýkt upp. Það hefur svo komið í ljós, að íþróttamenn sofa betur aðra nóttina en þá fyrstu á nýjum stað. Annan og þriðja daginn eftir komu sína á keppnisstað ná þeir beztum árangri. Að fljúga til keppnisstaðar dag- inn fyrir mót er mjög óheppilegt. Þá er skömminni til skárra að keppa, strax og maður kemur á staðinn. En það er heldur ekki gott. Það dregur nefnilega úr afli manna að vera I flugvél í mikilli hæð. Á löngum lestarferðum ber að nýta hverja viðkomu. Léttur gangur og leikfimi á brautarstöðinni eykur mýkt vöðvabyggingarinnar og vinnur gegn þeim stirðleika, sem kyrrseta í vagninum hefur alltaf í för með sér. Iþróttamaður á aldrei að keppa á nýjum skóm, heldur nota þá, sem hann hefur æft á það mikið, að þeir hafi lagað sig eftir fætinum. Það er einnig nauðsynlegt, að hann athugi, hvað langa gadda bezt sé að nota, en það er komið undir þvi, hve braut- in er hörð. Það kemur oft fyrir, að strákar hlaupi á of löngum göddum. Það er slæmt, því að löngu gaddarnir valda því, að teygjan á lærvöðvun- um verður of mikil. Gaddarnir eiga að vera þunnir og hvassir. Þeir eiga að ganga auðveldlega í brautina, og það á að vera jafn létt að draga þá upp eftir spyrnuna. Það kom eitt sinn fyrir, að 800 m hlaupari, sem unnið hafði sér rétt til þátttöku í lands- keppni, skrifaði sambandinu og kvartaði undan skóleysi sínu. Ég tók með mér skóna og ætlaði að gefa honum þá eftir hlaupið, en þar sem hann hafði enga skó með sér, fékk hann að hlaupa á nýju skónum. Hann var sleginn út á síðustu 20 metrunum, en sá hluti hlaupsins var þó venjulega hans sterka hlið. Hann NORBERTO RAFFO heitir framvörður Racing Buenos Aires. Hann vann sér það til ágætis nýlega að skora þrívegis (fremja hattbragð) á 4 mínútum og 20 sekúndum, og hefur því verið haldið fram, að um heimsmet sé að ræða, enda líklegt. NORSKIR MEISTARAR í stökkum án atrennu urðu í vetur: Hástökk: Magnar Myklebust, 1,68 m. Inger Abrahamsen, 1,33 m. Langstökk: Thor Anders Wiersdalen, 3,46 m. Thorild Seeman Petersen, 2,67 m. ENSKA KNATTSPYRNUSAM- BANDIÐ hefur hafnað þremur tilboðum sjónvarpsfélaga í útsendingu leikja, þar á meðal tilboði BBC að upphæð ca. 80 milljónir króna fyrir 35 fimmtudagsleiki og 30 laugardagsleiki. leit á mig spyrjandi. Ég sagði honum, að lærin á honum hefðu orðið dofin í upphlaupinu. „Já, þau voru þung eins og blý“, svaraði hann. Hefði hann hlaupið á sínum gömlu, slitnu skóm, hefði hann sennilega unnið, því að undir nýju skónum voru lengri gaddar, en hann var vanur, og þeir kröfðust því meiri vöðva- vinnu, Góð regla er: því lengri vega- lengd, þeim mun styttri gaddar. Hlauparar ættu að hafa tásokka úr skinni á fótum, en stökkvarar og kastarar ættu heldur að velja þunna ullarsokka. Gætið þess, að þeir séu alltaf hreinir. Þetta síðasta á enn frekar við um keppnisfötin og utanyfirgallann. Það eru alltof margar syndir drýgðar, hvað þetta snertir. Keppnisbuxurnar eru líka oft of stuttar, og jafnvel rifið upp í hliðarnar til að hindra ekki vöðvastarfið. Þetta er ímyndun. Mótsstjórnir eiga að gæta þess vel að líta eftir, að buxur séu þannig, að við sleppum við að heyra frá á- horfendapöllunum: ,,Nei, þetta er nú ekki hægt, þetta er ósæmilegur klæðnaður". Utanyfirgallinn á að vera hreinn. Þá heldur hann betur hitanum að líkamanum. Óhreinar yfirhafnir er reglulega óhollt að nota. Það kemur stundum fyrir, að íþróttamenn fá upphlaup og bólur. „Það er eitthvað vitlaust í blóðinu", segja þeir, sem halda sig hafa vit á hlutunum. En yfirleitt er ekkert annað að, en að utanyfirgallinn hefur verið óhreinn, hefur ekki fengið þvott í eitt ár eða svo. Keppnisdaginn á maður að borða um það bil 3% klukkustund fyrir keppni. Hvað maður á að borða, verður maður sjálfur að vera búinn að finna út. Þess vegna getur maður séð, að piltarnir í landsliðinu borða aldrei allir sama mat. Sumir láta sér nægja eggjaköku, aðrir fisk, kastarar fá sér steik o.s.frv. Lang- hlauparar hafa sumir vanið sig á að borða um það bil 6 klukkustundum fyrir hlaup, en jafnframt að fá sér bolla af tei, ristað brauð og hunang 314 stundu fyrir. 1 miklum hita er gott að drekka glas af hunangsvatni með örlitlu salti í. (Framh.) 185

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.