Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 24

Íþróttablaðið - 01.05.1967, Blaðsíða 24
Islandsmeistarar Glímufélagsins Ármanns í 4. flokki ásamt þjálfara sínum, Snorra Þorleifssyni. Þetta er í fyrsta sinn, að lið frá Vestfjörðum tekur þátt I Islands- móti og er ánægjulegt að sjá loks lið frá þessum landshluta. Bundu ís- firzku stúlkurnar enda á sigurgöngu Snæfells í þessum flokki og verð- skulduðu þær fyllilega sigurinn. Þetta 16. Islandsmót í körfuknatt- leik var það umfangsmesta frá upp- hafi og tók 29 leikkvöld. Utanbæjar- lið settu mjög ánægjulegan svip á mótið, og aldrei hafa jafnmörg lið (14) utan af landi keppt á Islands- móti. Bendir þetta eindregið til efl- ingar körfuknattleiksins úti á lands- byggðinni. Ekki markaði mót þetta nein þáttaskil í sögu körfuknattleiksins á Islandi, en eigi að síður verða Is- landsmótin aðalmót körfuknattleiks- fólks um land allt og fæst þar góður samanburður á liðum, sem að stað- aldri æfa og keppa við ólíkar að- stæður. Bogi Þorsteinsson, formaður KKl, sleit mótinu og afhenti sigurvegur- um verðlaunagripi þá, er um var keppt. Sagðist hann vonast til að sjá fleiri ný lið á næsta Islandsmóti. Væru þau ávallt velkomin í kepp- endahóp þann, er fyrir væri, í drengi- legum og hollum knattleik. G. G. Islandsmeistarar KR i 2. flokki, frá vinstri: Ólafur Stephensen, Árni T. Ragnarsson, örn Jóhannsson, John Fenger, Kjartan Steinbach, Lúðvík Svavarsson, Gunnar Snæland. Á myndina vantar Ágúst Svavarsson og Brynjólf Markússon, en þeir eru báðir á hópmyndinni af 1. fl. og M. fl. á bls. 179. Otgefandi: Iþróttasamband íslands. Ritstjóri: Þórður Sigurðsson. Utgáfuráð I.S.I.: Þorsteinn Einarsson, form., Jens Guðbjömsson, Sigurgeir Guðmannsson, Hermann Guðmundsson. Afgreiðsla: Skrifstofa ISl, Iþróttamiðstöðinni í Laugardal. Sími 30955. Áskriftargjald 1967 kr. 200,00. Gjalddagi 1. mal. Prentun: Steindórsprent h.f. 180

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.