Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 19

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 19
er um að ræða ávísanir sem ganga á milli. En auðvitað er það þó alltaf svo að sum félög kaupa leikmenn fyrir meiri peninga en þau selja og öfugt. Og á undan- fömum árum hefur þróunin óneitanlega verið sú að mörg félög hafa ætlað sér um of í leik- mannakaupum, og lent í miklum fjárhagskröggum. Það fer nefni- lega ekki alltaf saman að tefla fram frægum leikmönnum, og fá marga áhorfendur á leiki sína, þótt oft sé nokkur fylgni milli þessara þátta, og frægir leikmenn „trekkja“ oft vel fyrst eftir að þeir skipta um félög, og má nefna komu Kevin Keegans til South- ampton sem dæmi um slíkt. Liverpool rekið með tapi Fjárhagsafkoma ensku knatt- spymufélaganna er auðvitað töluvert mismunandi, en það er talandi dæmi um erfiðleikana að meira að segja Liverpool var rekið með tapi í fyrra — var liðið þó framúrskarandi, vann ensku deildarkeppnina og lék þrjá undanúrslitaleiki við Arsenal í bikarkeppninni, sem allir færðu félaginu miklar tekjur. En þrátt fyrir velgengni félagsins á knatt- spymuvellinum fækkaði áhorf- endum að heimaleikjum þess á Anfield Road að meðaltali um 2000 á leik. Enginn þarf þó að halda að áhugi Liverpool-búa sé minni en áður. Síður en svo. Áhangendur liðsins höfðu ein- faldlega ekki efni á því að sækja alla leiki félagsins. Nærri 20% allra verkamanna í Liverpool eru atvinnulausir um þessar mundir, og það er einmitt úr röðum verkamanna sem flestir áhang- endur Liverpool-liðsins eru. Fyrir síðasta keppnistímabil var Liverpool í fyrsta sinn í sögu félagsins með marga leikmenn á Kevin Reeves — fékk gott í sinn hlut þegar hann fór til Manchester City.

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.