Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 21

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 21
sölulista. Ritari félagsins, Peter Robinson, sagði hins vegar að félagið ætlaði sér aðeins að selja nokkra unga leikmenn, sem það gæti verið án. „Bestu leikmenn okkar verða ekki til sölu, — alla vega ekki til að byrja með,“ sagði hann. En það voru ekki margir sem vildu kaupa, og þótt Liver- pool vildi gjarnan fækka þeim sem voru á launum hjá félaginu, tókst það ekki betur en svo að nú eru þar 35 launaðir knattspyrnu- menn í stað 37 á síðasta keppnis- tímabili. Þessir leikmenn fá a.m.k. um 12 milljónir króna í laun á ári. „Við getum að sjálfsögðu ekki haft svo marga leikmenn á Andy Gray — nú leikmaður með Úlfunum og einn af gullfuglunum í ensku knattspyrnunni. launaskrá í framtíðinni,“ sagði Robinson. „Sá dagur nálgast að félögin verða ekki með nema 16—18 leikmenn á launum og þá á ég við 1. deildar félögin. Ástandið á einnig eftir að versna verulega og þá mest hjá félögun- um sem eru í 3. og 4. deild. Innan nokkurra ára verður atvinnu- mennskan búin að vera þar. Ég spái því að félögin muni eitt af öðru taka upp hálfatvinnu- mennsku. Sum þeirra hafa þegar tekið fyrstu skrefin í þá átt.“ Tommy Docherty sagði einnig að fyrir nokkrum árum hefðu flest félögin í 1. og 2. deild verið með 24 leikmenn á launaskrá og greitt hverjum og einum um 4000 krónur í vikulaun. Nú væri yfir- leitt komið svo að leikmenn fengju helmingi meira, eða um 8000 krónur, og það gæti ekki þýtt nema eitt: Félögin væru nauðbeygð til þess að fækka þeim sem fengju laun um helm- ing. Everton, sem er „yfirstéttarfé- lagið“ í borg Bítlanna, kom jafn- vel enn verr fjárhagslega frá síð- asta ári en FC Liverpool. Áhorf- endum á leiki Everton á heima- velli fækkaði að meðaltali um 7.500 á leik, en hins vegar hefur útkoman hjá félaginu verið held- ur skárri í vetur. Sem dæmi um lélega aðsókn að Goodison Park í fyrra má nefna að þegar Everton lék þar við Leicester í deildar- keppninni komu aðeins 23.337 áhorfendur — færri en verið hafa á leik þar í 41 ár. Gífurlega mismunandi laun En meðan áhorfendum fer fækkandi og fjárhagsafkoma fé- laganna versnar, krefjast leik- mennirnir alltaf meiri og meiri launa. Þegar bæði Gary Birtles og John Robertson vildu fara frá Nottingham Forest var það fyrst og fremst vegna þess að þeir voru óánægðir með laun sín. En laun enskra knattspyrnumanna eru gífurlega mismunandi. í 1. deild- inni eru vikulaunin frá 4200 krónum í 7200, og þurfa knatt- spyrnumennirnir yfirleitt að Gordon McQueen. Einn af tekju- hærri leikmönnunum í Englandi. greiða um helming þeirrar upp- hæðar í skatta. Leikmenn í 2. deild fá frá 2400 til 4800 krónur í vikulaun, greiðslur í 3. deildinni eru frá 1800 til3000krónurogí4. deildinni frá 1200 til 2400 krónur. Þetta þýðir að þeir leikmenn í 4. deildar liði sem hafa best laun fá um 10.000 krónur á mánuði og svo auðvitað svokallaðar bónus- greiðslur fyrir sigra að auki, en í Énglandi er ekki um miklar upp- hæðir að tefla í því sambandi. Þeir leikmenn sem hafa hæstu launin í 1. deildinni geta haft um 30.000 krónur á mánuði, auk sig- urlauna. Þetta virðast óneitan- lega allgóð laun, og langtum hærri en er hjá öllum almenningi í Bretlandi. En það verður að taka það með í reikninginn að um 99% enskra knattspyrnumanna hefja feril sinn stráx og ungl- 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.