Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 22

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 22
ingaskóla lýkur og hafa því enga starfsmenntun, né heldur hafa þeir aðgang að lífeyrissjóðum. Ferill þeirra sem atvinnumenn stendur sjaldnast lengur en 10—15 árog þá tekuróvissan við. Það er því sannarlega engin ástæða til að öfunda leikmennina í ensku knattspyrnunni, að minnsta kosti ekki svona 90% þeirra. Sterkur leikur hjá Keegan En hvað skeður þegar leik- menn koma inn í lið og þurfa car að leika með öðrum sem hafa langtum minni laun? Það er auð- vitað mismunandi. Enginn leik- maður Southamptonliðsins öf- undaði Kevin Keegan þótt hann fengi meiri laun á viku en þeir á mánuði. Þvert á móti fannst þeim mikið til koma að hann skyldi fást til félagsins, ekki aðeins vegna þess að hann þykir skemmtilegur náungi, heldur líka vegna þess að koma hans opnaþi ýmsa fjárhagslega möguleika fyrir aðra leikmenn liðsins. Eftir að Keegan kom til Southampton var t.d. sigurbónusinn hækkaður verulega og kom það auðvitað öllum leikmönnunum jafnt til góða. Þegar Keegan kom til South- ampton stakk hann upp á því við hina nýju félaga sína þar, að leikmennirnir stofnuðu sameig- inlegan sjóð. í sjóð þennan áttu að renna greiðslur sem leik- mennirnir ákváðu að krefjast fyrir viðtöl sem þeir veittu blöð- um og öðrum fjölmiðlum. Þessar greiðslur voru mismunandi eftir því hvaða fjölmiðill átti í hlut. Keegan stakk svo upp á því að þessum sjóði yrði skipt jafnt á milli leikmanna að keppnistíma- bili loknu. Sagði, að sér þætti það líklegt að viðtölin yrðu vel yfir 100 á keppnistímabilinu og tekj- urnar gætu því orðið um fjórð- ungur milljónar. Félögum Keegans í South- ampton fannst þetta vel boðið. Þeir vissu, jafnvel og Keegan sjálfur, til hvers yrði leitað með viðtöl, — auðvitað Keegan sjálfs. Með þessu fannst leikmönnun- um Keegan sýna mikinn dreng- skap þar sem honum var í lófa lagið hirða þessar greiðslur að verulegu leyti handa sjálfum sér. Kevin Keegan er annars í sér- flokki í ensku knattspyrnunni hvað launum viðkemur. Hann hefur um 54.000 krónur í viku- laun, eða upphæð sem er um þrjár milljónir króna á ári. Það er um einni milljón minna en hann hafði meðan hann lék með Hamburgar SV, en samt sem Fyrir fjórum árum fékk Gary Birtles um 60 krónur fyrir hvern leik sem hann lék. Nú eru laun hans íþað minnsta hundraðföld. 22

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.