Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 23

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Síða 23
áður lék Kevin Keegan sennilega mjög sterkan leik þegar hann fór til Southampton. Samningur hans við félagið rennur út eftir tvö ár, og þá verður hann á laus- um kili. Getur gert samning við hvaða félag sem er, án þess að Southampton geti gert kröfur um hlutdeild í þeim peningum sem þá verður um að tefla. Afbrýðisemi hjá Forest En þótt samkomulagið sé gott yfirkjötkötlunum í Southampton er viða annað uppi á teningnum. Margir leikmenn fá góðar tekjur, svo sem eins og Peter Shilton og Trevor Francis, sem hafa um 15.000 krónur í vikulaun hjá Notthingham Forest eru ekki sigurbónusa og auglýsingatekjur. Þær eru mismunandi hjá leik- mönnum en Peter Shilton dregur ekki fjöður yfir það að hann hafi um 800.000 krónur á ári í heild- arlaun. „Það er líka sanngjarnt að markverðir og bakverðir hafi meira kaup og betri kjör en aðrir leikmenn,“ hefur Shilton sagt. En víst er að félagar Shiltons í Notthingham Forest eru ekki sáttir við þennan launamismun. Larry Lloyd, Kenny Burns, John McGovern og Ian Bowyer fá tæplega meira en 5000 krónur í vikulaun. Enginn þessara leik- manna var verulega hátt skrifað- ur er Brian Clough fékk þá til Notthingham Forest, og þeir voru svo þakklátir honum að þeir sættu sig við fremur lág vikulaun. Og í hvert skipti sem félagið þurfti að endurnýja samninga við þá minnti Clough þá rækilega á að hann og félagið hefði hjálpað þeim mikið — gefið þeim nýrri og betri tækifærði og aðstöðu. En þegar Notthingham Forest hafði unnið Evrópubikarinn í knattspyrnu öðru sinni ákváðu nokkrir leikmenn félagsins að reyna að knýja fram launahækk- un. Meðal þeirra var Gary Birtles sem fjórum árum áður hafði leikið sem hálfatvinnuhmaður í Long Eaton United og fengið 60 krónur fyrir hvern leik. Birtles fannst sem hann stæði ekki leng- ur í sérstakri þakkarskuld við Clough og heimtaði launahækk- un. Hvað hann hafði í laun, og hvað hann fór framá var leynd- armál, en þó var vitað að hann hafði minni laun en Svisslend- ingurinn Raimondo Ponte, sem félagið greiddi 6000 krónur í vikulaun. Clough brást þegar þannig við að hann setti Birtles á sölulista. „Hann þarf ekki að halda að hann sé eitthvað,“ sagði Clough, og það á sömu stundu og hann sagði að félagið vildi fá 16 milljónir króna fyrir Birtles. Sú upphæð aftraði Manchester United þó ekki frá kaupum. Gary Birtles fékk 5% í sinn hlut, eða um 800.000 krónur, en Notthing- ham Forest fékk hins vegar um 15 milljónir króna fyrir leikmann sem það hafði keypt fyrir um 60.000 krónur. Góð fjárfesting það. Fyrir nokkra leikmenn er at- vinnuknattspyrnan fjárhagslegur dans á rósum, en alls ekki fyrir aðra. Mikill meirihluti leik- manna, hvar sem er í heiminum, hefur ekki hærri tekjur en það, að það hlýtur að vera spurning sem ungir menn verða að velta ræki- lega fyrir sér, hvort það borgi sig í raun og veru að fórna bestu árum ævi sinnar í þessa atvinnu -— í þennan leik. Fáir leikmenn í Englandi hafa hagnast eins á félagaskiptum og Clive Allen, sem seldur var fyir stórar upp- hæðir tvívegis á skömmum tíma — gegn vilja sínum. 23

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.