Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 25

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 25
áhverri í röð og hvíli í einn, og svona gengur þetta koll af kolli. Hver æfing stendur yfir í um það bil þrjá klukkutíma og ég lyfti tæplega 18 tonnum á hverri æfingu í hinum ýmsu greinum. Ég æfi eftir pró- grammi frá þeim Skúla Ósk- arssyni og Jóni Páli Sigmars- syni. Þeir hafa reynst mér ákaflega vel í þessu og allir eru reyndar tilbúnir til að hjálpa mér ef á þarf að halda.“ Tók met af syni sínum Þú átt nokkuð mörg Akur- eyrarmet ekki satt? — Jú, það má eflaust segja það. Ég hef sett fimm Akur- eyrarmet og á íslandsmótinu æfingu síðasta skeði nokkuð skemmtilegt atvik. Þá setti ég nýtt met í réttstöðulyftu, er ég lyfti 230 kg en eldra metið átti Halldór sonur minn. Síðan þá hef ég bætt þetta met í 245 kg.“ Finnst þér það sjálfum ekki skrítið að þú skulir vera að þessu? — Jú, það má kannski segja að þetta sé svolítið skrítið. Ég hef orðið var við að fólki hér finnst þetta eftirtekt- arvert. Það sögðu margir við mig eftir að ég byrjaði í þessu að ég myndi drepa mig á þessu. En hvað hefur átt sér stað? Ég er nú mun betur á mig kominn bæði andlega og Jóhann Hjálmarsson við æfingar og störf. Árangur hans er dæmi þess hve langt er unnt að ná ef áhuginn er fyrir hendi, jafnvel þótt menn séu komnir af því skeiði, sem flestir telja hið æskiiega. líkamlega og það er eingöngu lyftingunum að þakka.“ Þrjóskur að eðlisfari Hvað með framtíðina Jóhann? — Þaðerekkertannaðsem kemst að hjá mér en að halda áfram að æfa svo lengi sem heilsan leyfir. Ég er alveg harðákveðinn í að halda áfram stífum æfingum og bæta fyrri árangur minn. Ég er sennilega að eðlisfari það þrjóskur að ég vil ekki viður- kenna annað en að ég eigi eftir að bæta mig. Ef heilsan verður Framhald á bls. 76. 25

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.