Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 27

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 27
RÆTT VIÐ EINAR ÓLAFSSON ÞJÁLFARA: Einar Úlafsson með konu sinni og þremur sonum, sem allir hafa tekið íþróttaáhugann í arf, og þykja mjög efnilegir íþróttamenn. „Ég er á móti því „kaupi” sér ís- íandsmeistaratitil „Þú ætlar þó ekki að fara að taka viðtal við mig. Ég held bara að ég hafi frá litlu að segja, allavega ekki mikið af viti. En við getum þó reynt,“ sagði hinn landskunni körfuknattleiksþjálfari Einar Ólafsson er ég hringdi í hann einn eftirmiðdaginn ekki alls fyrir löngu. Að venju var Einar hógværðin uppmáluð og tregur var hann í fyrstu en gaf sig loks vegna ágangs. aðlið Einar er fyrir margra hluta sérstakur þjálfari. hann hefur oft verið nefndur faðir körfuknatt- leiksins á íslandi og ef einhverj- um mislíkar sú nafngift geta allir sætt sig við að hann sé faðir körfuknattleiksins í ÍR. Einar á að öðrum ólöstuðum langmestan heiðurinn af velgengni ÍR í gegnum árin og ekki er það of- sögum sagt að hann eigi þann heiður skuldlausan. Eljusemi Einars þolinmæði og þrautsegja hefur verið slík gegnum árin að unun hefur verið að fylgjast með honum í starfi og leik. Sérstak- lega hefur Einar haft gott lag á 27

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.