Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 35
Texti og myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson
ásamt Árna Árnasyni þáver-
andi formanni klúbbsins og
fleira fólki. Það var svo hann
sem stakk upp á því að ég byði
mig fram sem formaður
klúbbsins, og ég gerði það.
Ekki þurfti ég að standa í
harðri kosningabaráttu, þar
sem ég var eini frambjóðand-
inn. Gefur það auðvitað til
kynna að starfið sé ekki eftir-
sóknarvert en mér hefur
reynst það mjög þroskandi
þótt erfitt sé það á köflum.
— Hefur klúbbfélögum
fjölgað?
— Já, þeim hefur fjölgað
nauðsynlegt að eiga rallbíl til
þess að vera í klúbbnum.
Margskonar störf eru alltáf í
kringum akstursíþróttirnar og
félagsskapurinn sjálfur er ekki
svo lítils virði.
— Er klúbburinn styrktur
fjárhagslega að einhverju
leyti?
— Klúbburinn hefur
hvorki fengið styrk frá hinu
opinbera eða fyrirtækjum, en
auðvitað vonumst við eftir að
fá einhverja slíka styrki í
framtíðinni. Rallmótunum
höldum við uppi með þátt-
tökugjöldum og auglýsingum.
líða stundir er ég viss um að
stórfyrirtæki sjá sér hag í að
kaupa auglýsingar á bílum í
slíkri keppni.
— Nú hef ég heyrt að t.d.
olíufélögin hér á landi séu
með samning sín á milli um að
auglýsa ekki vörur sínar á bíl-
um, en víðast erlendis ber
mikið á því að slík félög aug-
lýsa og jafnvel gera út rallbíla?
— Þetta er rétt og ég hef
reynt þetta sjálfur. Ég ætlaði
fyrir nokkru að reyna að selja
auglýsingu á bíl sem ég hugð-
ist aka í keppni og hafði þá
samband við olíufélögin. Þar
kross keppni — og á heimili sínu með unnustu sinni, Maríönnu Friðjónsdóttur.
I lílni 1 «1 n
i: " tlll
nokkuð, — fólk er farið að
þekkja kúbbinn betur en áður.
Hann nýtur velvildar fjöl-
miðlanna og það hefur mikið
að segja. Hins vegar eru auð-
vitað margir sem hafa áhuga á
akstursíþróttum en eru ekki í
klúbbnum. Ég hef t.d. orðið
var við að skólafólki finnst of
dýrt að vera í klúbbnum, en
það er alrangt. Það er ekki
Við höfum ekki fengið
„sponsor“ á alþjóðlega rallið
sem halda á í sumar, en það
býður upp á mikla möguleika
fyrir auglýsendur. Keppnin
mun væntanlega vekja mikla
athygli hér heima og líka er-
lendis. Einhvem veginn finnst
mér sem auglýsendur séu hálf
ragir, en þetta mun væntan-
lega breytast og þegar fram
var mér sagt að í gildi væri
samningur milli olíufélaganna
um að auglýsa ekki, til þess að
spara hjá sér kostnað. Þetta
væru hvort eð er vörur
sem allir þyrftu að kaupa, og
ef eitt félagið færi að auglýsa
vissa tegund af olíu þyrfti
annað einnig að auglýsa sína
vöru. Þetta finnst mér og
mörgum öðrum einkennileg
35