Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 41

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 41
 X v — — > tAkn 7 Hlanp .— y X- Knattrak X' maðurinn því 40 metra, hálfa vegalengdina með knött og hálfa án knattar. (sjá mynd). í þessari æfingu verður að gæta þess að þeir leik- menn sem æfa saman séu álíka fljótir. Ef svo er leggur annar þeirra af stað þegar hinn kemur í mark. Þá verða hlaupatími og hvíldartími álíka langir. 4. æfing Hlaupið og rekið knöttinn eftir 30—90 aðferðinni umhverfis körfuknattleiksvöllinn í 10—15 mínútur. Breytið til með því að senda knöttinn milli leik- manna á hlaupunum. T.d. 70 sek. hratt hlaup 20 sek. rólegt skokk og sendingar. 5. æfing 3 á móti 3 yfir allan völlinn. Reynið körfuskot eða haldið knettinum á takmörkuðu svæði sem lengst og teljið fjölda sendinga. Leikið í 3—4 mínútur og hvílt í 2—3 mínútur. Endurtakið 3—5 sinnum. 6. æfing (langþjálfun) Leikið 5 á móti 5 yfir allan völlinn. Leikið 40—60 mín. og sleppið ónauðsynlegum hléum (vítaskot o.þ.h.). Reynið að halda keppnishraða. Böm og unglingar geta ekki starfað lengi loftfirrt og þola illa mjólkursýrumyndun. Því á ekki að hefja markvissa sérþjálfun fyrr en unglingarnir eru orðnir kynþroska og þegar þeir hafa náð góðu valdi á íþróttinni. Þjálfun sérþols krefst hámarks áreynslu. Þess vegna skiptir góð upphitun miklu máli. Annars er hætt við meiðslum. Ef þjálfa á bæði sérþol og grunnþol í sama æfingatíma, á að þjálfa grunnþolið fyrst (loftháð orkumyndun). Aðferð sem hentar körfuknattleiksmönnum vel er sem hér segir: Full áreynsla í 30—40 sek. og síðan hvílt í 60 eða mesta lagi 90 sek. Þetta er endurtekið þar til leikmenn geta ekki haldið „tempóinu“ lengur (4—8 sinnum). Til þess að ganga úr skugga um að leikmenn leggi sig fram og jafnframt til kvatningar þá er hentugt að taka tímann á æfingunum og skrá hann niður. Varnarhreyfingar og sóknarhreyfingar ætti að æfa jöfnum höndum, því nauðsynlegt er að reynt sé á sömu vöðva í keppni og við æfingar. Getan til að þola þá mjólkursýrumyndun sem verður við þessar æfingar miðast við þá vöðva sem notaðir eru. Ætíð skal hafa það hugfast að nauðsynlegt er að leikmenn reyni á sig til hins ýtrasta til að ná réttum árangri. Einnig þarf hvíldartíminn að vera talsvert lengri en áreynslutíminn. Hér á eftir er lýst nokkrum æfingum til að þjálfa þennan eiginleika. Notið hugmyndaflugið og finnið upp fleiri hliðstæðar æfingar. 7. æfing „Sliding" frá annarri hliðarlínu körfuknattleiks- vallar til hinnar eins hratt og kraftarnir leyfa. Leik- menn verða að vera í réttri varnarstöðu allan tím- ann. Sé þeim skipt í þriggja manna hópa verður hlutfallið milli álags og hvíldar rétt. XXX XXX XXX 8. æfing Hlaupið er inni í miðjuhringnum eða vítakast- hringnum eins og sýnt er á næstu mynd. Leikmenn 41

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.