Íþróttablaðið - 01.04.1981, Blaðsíða 45
eilífur augnakarl
formaður Júdósambandsins tekinn tali
f—““““■
„Ég hef verið sólginn í að lesa
bækur frá því ég man eftir mér.
Eftir að ég komst í framhalds-
skóla fékk ég líka mikla ást á
málfræði, enda er hún lykill að
skilningi og notkun málsins.
Bókmenntaáhuginn rótfestist í
mér. Atómskáldin voru að koma
fram þegar ég var í gagnfræða-
skóla og menntaskóla, og þá
” hafði ég líka fengið miklar mætur
á ljóðum Steins Steinars og
Snorra Hjartarsonar. Ég fékk það
á tilfinninguna að þarna væri
eitthvað mikilvægt að gerast í
bókmenntum aldarinnarog þetta
varð að sannfæringu með
árunum. Þetta efni sótti á mig
meira en margt annað, en annars
hef ég fylgst með bókmenntum af
áhuga alla tíð auk þess sem það
er líka starf mitt að kenna bók-
menntir, svo að þetta er mér
náttúrlega ákaflega nákomið allt
saman.“
Já, vissulega er í mörg horn að
líta en hvernig skyldi svo ganga
að samræma svo mörg og ólík
störf og áhugamál?
„Það gengur ágætlega hvað
áhugann varðar, en tíminn er
aldrei nægur, kannski vegna þess
að ég hef alltaf orðið að kenna
mjög mikið. En ég hef alla tíð
stundað , íþróttir reglulega frá
fyrstu unglingsárum og hef gert
það af skyldu við heilsuna auk
ánægjunnar. Og það er ástæðan
fyrir því að ég hef dregist út í
félagsstörf í íþróttahreyfingunni
þó að ég hafi reynt að komast hjá
því af því að mér finnst ég ekki
hafa tíma til þess. Þegar Judo-
sambandið var stofnað var lagt
hart að mér að taka þar við for-
ystu, en ég neitaði því algjörlega,
en ég var samt kosinn formaður
að mér forspurðum. Ég get ekki
neitað því að mér gramdist þetta,
en þegar svo var komið, fannst
mér ég ekki getað yfirgefið strák-
ana í judoinu sem vildu endilega
treysta mér fyrir þessu. Ég skal
játa að ég hef margsinnis ætlað
að hætta, ekki samt með neinum
stóryrtum yfirlýsingum, en þó ég
sé enn í þessu, vil ég ekki verða
þar eilífur augnakarl. Nýir menn
verða að fara að taka við. Ég vil
hins vegar taka það fram að ég
hef haft mikla ánægju af því að
starfa með judomönnum og
reyna að vinna að þeirra félags-
málum. Það er satt að segja mjög
erfiður róður að byggja upp nýja
íþróttagrein hér á landi af engum
efnum. Það sem hefur ýtt undir
mann, er hinn góði árangur
judomannanna sjálfra sem er
hreint ævintýralegur á þessum
átta árum síðan Judosambandið
var stofnað."
Fyrst við erum farnir að ræða
Judósambandið þá væri ekki úr
vegi að fá Eystein til þess að segja
okkur eitthvað nánar frá því,
starfssviði þess og ytri aðstæðum.
„Meginviðfangsefnið er að
45