Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 46

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 46
vinna að viðgangi og útbreiðslu íþróttarinnar og koma fram er- lendis fyrir íslensku judohreyf- inguna. Þetta hefur reynst erfitt starf af mörgum ástæðum. Hér var t.d. engin „tradisjón“ til að byggja á, við höfum orðið að byggja upp fræðslu í þessari vandasömu íþrótt frá grunni, og þar er margt enn óunnið. Skortur á þjálfurum hefur alla tíð háð íþróttinni, þrátt fyrir ýmsa ágæta erlenda þjálfara sem hafa verið hér öðru hverju. Það er örðugt að byrja judoæfingar á nýjum stöðum, bæði vegna skorts á þjálfurum og eins vegna þess að stofnkostnaður er mjög hár; við þurfum æfingadýnur sem eru mjög dýrar. Þetta er ekkert áhlaupaverk eins og fjármálum íþróttahreyf- ingarinnar er háttað hér. Tekju- möguleikar íþróttagreinar okkar eru svo til engir og ríkisstyrkir eins og dropi í hafið miðað við þann kostnað sem við þurfum að standa straum af. Mikið starf er unnið af JSÍ við að skipuleggja og framkvæma mót af öllu tagi, sjá um keppni íslenskra judomanna erlendis, sjá um gráðanir judo- iðkenda o.s.frv. JSÍ er aðili að Alþjóðasam- bandinu og Judosambandi Evrópu, enda er það íþróttinni lífsnauðsyn, en þetta er dýrt fyrir litið og fátækt samband. Ég var rétt í þessu að skrifa enn eitt bréfið til Evrópusambandsins og lýsa yfir óánægju með fjármála- pólitík þess. Aðildargjöldin að þessum samböndum eru inn- heimt í einu lagi og árgjöldin eru nokkurn veginn jafnhá þeim styrk sem við höfum fengið frá ríkinu í gegnum ÍSÍ. Þá er allt hitt eftir: rekstur sambandsins og þátttaka í mótum heima og erlendis. í þessum alþjóðasam- tökum ræður slík stórveldastefna að öll aðildarríki verða að borga jafnhátt gjald. Þessi smáu sam- bönd eins og okkar og nokkur önnur, sem telja ekki nema nokkur hundruð manns, verða að borga jafnmikið og stóru auðugu samböndin eins og t.d. í Frakk- landi, sem hefur yfir hálfa milljón þátttakenda, og í Vestur-Þýskalandi, að maður tali nú ekki um ríkisreknu sambönd- in í Austur-Evrópu. Þetta finnst okkur ekki sanngjarnt, en hitt er alveg ljóst að erlend samskipti eru forsenda fyrir viðgangi íþrótt- arinnar hér á landi. JSÍ hefur frá upphafi lagt áherslu á að senda okkar besta fólk til keppni er- lendis og að fá hingað til okkar góða erlenda íþróttamenn.“ Á sama tíma og margar hinna stærri íþróttagreina virðast nær- ast á stórfé þá berjast mörg hinna smærri sérsambanda og félaga í bökkunum fjárhagslega og er þeim ákaflega þröngur stakkur sniðinn í þessum efnum af hálfu ríkisvaldsins. J.S.Í. er eit þessara litlu sambanda og þar sem fjár- hagsmál þess bar á góma hér Handunnir skartgripir til fermingargjafa

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.