Íþróttablaðið - 01.04.1981, Qupperneq 48
Þó eru á því undantekningar.
UMFÍ setti judókeppni á dagskrá
landsmótanna strax eftir að
judósambandið var stofnað svo
að ekki stóð á undirtektum þar.
Því miður eru enn sem komið er
fá félög innan UMFÍ sem iðka
judó, en við vonum að þeim fjölgi
núna þegar judó er komið í
stigakeppni landsmótanna.“
Það fer óneitanlega ekki á milli
mála að judo er meðal fámennari
greina sem hér eru stundaðar og
þar sem víða annars staðar virð-
ast margir kallaðir en fáir út-
valdir.
„Það er sama sagan í öllum
löndum að það er lágt hlutfall
þeirra sem byrja að iðka judo sem
heldur því áfram til frambúðar.
Ég hef oft rætt þetta við erlenda
forystumenn og þar ber allt að
sama brunni. Unglingar sem
hefja judoiðkanir, komast fljótt
að raun um að þetta er vandasöm
íþrótt og krefst langrar ástund-
unar til þess að ná góðri kunnáttu
og verulegri leikni. En þeim mun
betur launar hún iðkendum sín-
um þegar þeir virkilega sýna vilja
og þolinmæði. En það eru ekki
margir unglingar sem hafa slíka
þolinmæði. Það er líka mikil
samkeppni um unglingana; það
eru til greinar sem eru miklu
auðveldari og gera ekki eins
miklar kröfur til einstaklingsins.
Það er skiljanlegt að unglingarnir
flykkist frekar í þær; það gerist
alls staðar. Það er svo á hinn
bóginn eðlilegt að fáir teljist út-
valdir til stórafreka. Þó má ekki
gleyma því að judómenn hafa
verið meðal mestu afreksmanna í
íslenskum íþróttum alla tíð síðan
JSÍ var stofnað. Hins vegar er
judó alls ekki eingöngu afreks-
íþrótt. Judo geta menn stundað á
öllum aldri og á öllum stigum,
allt frá trimmstiginu upp á
keppnisstig. Ég hef trú á því að
judóíþróttin eigi eftir að eflast og
útbreiðast hér á landi. Það verður
sjálfsagt ekki mjög ör þróun,
enda er það ekki aðalatriðið. Ég
er sannfærður um að judoið
sækir á jafnt og þétt ef okkur
tekst að treysta grundvöllinn, þ.e.
góða þjálfun og öflugt unglinga-
starf.“
Það hlýtur að vera ákaflega
gleðilegt og hvetjandi fyrir for-
svarsmenn lítilla sambanda er
íþróttamenn þeirra komast í
fremstu röð á erlendum vettvangi
og ná árangri sem talist getur á
heimsmælikvarða. En vera má að
slái á ánægjuna ef litið er á þá
aðstöðu sem íþróttamönnum
okkar er ætlað að búa við, og þær
kröfur sem til þeirra eru gerðar
eru hafðar í huga.
„Ég er auðvitað stoltur yfir
ágætum árangri okkar fólks
erlendis og þetta kemur öllum
þáttum starfsins hjá okkur til
góða. Þessi árangur sýnir hversu
frábærir hæfileikar búa í íslend-
ingum til þess að ná valdi á
íþróttinni. Ef við berum þetta
saman við keppendur annarra
þjóða á fjölþjóðlegum mótum,
kemur í ljós að allir þeir sem hafa
náð eins langt eða lengra en okk-
ar fólk hafa margfalt betri að-
stæður til iðkunar og keppni og
eru flestir atvinnumenn að mestu
eða öllu leyti. Með tilliti til þessa
er það blátt áfram ævintýralegt
hvað við höfum eignast mikið af
afreksfólki í þessari íþróttagrein.
Skýringin á því er margþætt:
miklir hæfileikar, áhugi, þraut-
segja og metnaður.
í Evrópu búa áreiðanlega engir
judómenn við erfiðari aðstæður
en okkar judófólk. Samt getur
það náð þessum árangri, og þess
vegna svíður manni sárt að ekki
skuli fást meiri styrkur til þess-
arar starfsemi eins og til annarrar
menningarstarfsemi í landinu.
Þegar okkar íþróttafólki vegnar
vel í fjölþjóðlegri keppni, eru allir
glaðir og stoltir, öll þjóðin fær
hlutdeild í afrekunum og stjórn-
völd skreyta sig með þeim. En
þegar kemur að því að veita
raunhæfan stuðning, þá kemur
annað hljóð í strokkinn."
Það fer senn að líða að lokum
þessa samtals við Eystein Þor-
valdsson og að endingu viljum
við biðja hann um að segja okkur
hverjar framtíðaráætlanir hann
hefur gagnvart bæði hinum hug-
lægu og hlutlægu áhugamálum
og störfum.
„Ég á þá ósk til handa judó-
íþróttinni að við getum eflt hana
verulega hér innanlands. Við
höfum mikið rætt um það í
Judósambandinu hvaða ráðum
við getum beitt til þess, og átak í
þeirri viðleitni eru þjálfaranám-
skeiðin á þessu ári. Varðandi er-
lend samskipti er það ekkert
launungarmál að þeim er stórlega
Framhald á bls. 73.
IBUDARHUS
DAGHEIMILI SUMARHUS
Verksmiðjuframleidd hús úr timbri
Reynsla sem þu getur byggt
26550
stokkahuSf srsss:
48