Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 50

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 50
ÞJALFUNARMALIN ERU OG FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR BÚA EINNIG VIÐ MIKINN FJÁRSKORT SEM ER FJÖTUR UM FÓT „Ég byrjaði sem aðstoð- armaður við þjálfun krakka árið 1972. Næsta ári sleppti ég úr en hélt síðan áfram við þjálfun og hóf að þjálfa fullorðna árið 1975 og hef gert það síðan.“ Það er Stefán Jóhanns- son einn ötulasti frjáls- íþrótta þjálfari landsins sem þetta mælir. Hann á ekki langt að sækja frjálsíþrótta bakeríuna því faðir hans er enginn annar en Jóhann Jóhannsson. Hann hefur starfað að málefnum frjálsra íþrótta í um 52 ár sem er einsdæmi hér á landi. En í þessu viðtali sem hér fer á eftir verður rætt við Stefán Jó- hannsson um frjásíþróttadeild Ármanns, nemendur hans og frjálsaríþróttir yfirleitt. Stefán hefur orðið: „Félagar í frjálsíþróttadeild Ármanns eru um 65 talsins og ég þjálfa alla þá er leggja stund á frjálsaríþróttir hjá félaginu. Þetta er mikið verk og sennilegt að í þetta fari um 30 klst. á viku hverri og lengri tími á sumrin. Aðstaðan sem íþrótta- fólkið býr við er þokkaleg og skánaði mikið er nýja brautin í Laugardalnum var tekin í notk- un.“ Nú verður það að segjast eins og er að mörgum finnst að upp- gangur frjálsraíþrótta hafi ekki verið ör upp á síðkastið. Hveiju er hér um að kenna? „Þjálfaraleysið er sá hlutur eða vandamál sem aðallega heftir uppgang fijálsraíþrótta í landinu í dag. Við eigum góða þjálfara Stefán Jóhannsson, þjálfarí Ármenninga hefur náð mjög góðum árangri með ,,sitt fólk“. Þarna er hann að sþjalla við eina af afrekskonum fétagsins, Sigurþorgu Guðmundsdóttur. 50

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.