Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 59

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Side 59
Smith lýkur lofsorði á Barböru, konu Hughes, ,,hún er miklu betri mann- eskja en Enlyn, “ skrifar hann íbók sinni. sitt af hverju, en hann er sjálfs- elskasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Sannast sagna var hann eini leikmaður Liverpool- liðsins sem mér var hálf illa við, og kynntist ég þó um 150 leik- mönnum meðan ég var hjá fé- laginu. — Þegar litið er á Hughes sem knattspyrnumann verður ekki annað sagt en að allt sé í lagi. Hughes var stundum kallaður „villti hesturinn" vegna þess hve mikil yfirferð hans var á vellinum og vegna þess hve áhorfendum virtist hann vinna vel. Það verður ekki af honum skafið að hann var góður knattspyrnumaður. Ég kynntist foreldrum hans og eig- inkonu hans. Það voru góðar manneskjur en Hughes var sjálf- ur þannig að stundum langaði mig til þess að þjarma að honum. Okkur kom illa saman allt frá því fyrsta. Þegar hann kom til Liverpool fórum við í æfingaferð til Vestur-Þýskalands og þar lenti okkur saman strax fyrsta morg- uninn. Ég, og nokkrir aðrir leik- menn höfðum farið út að skemmta okkur um kvöldið, og vorum bæði svangir og þyrstir er við komum niður til þess að fá okkur morgunverð. Við pöntuð- um okkur appelsínusafa, mjólk, egg og beikon og sátum og biðum eftir matnum þegar Emlyn Hughes og Davey Wilsön komu og settust nálægt dyrunum. Síðan kom þjónninn með matinn okk- ar. Emlyn reis þá snöggt á fætur, ýtti þjóninum til hliðar og tók matarbakkann. Chris Lawler sem sat með mér við borðið hnippti í mig og sagði við mig: „Sástu þetta, Emlyn gómaði morgun- verðinn okkar.“ Hvort sem það var nú kurteisi af mér eða ekki þá fauk í mig og ég stóð snarlega upp, skálmaði að borðinu hjá Emlyn og spurði: „Varst þú búinn að panta þetta?“ Hann svaraði neitandi. „Nei, þetta er nefnilega morgunverð- urinn okkar,“ sagði ég. Þá ýtti hann til mín bakkanum, yppti öxlum og sagði: „Jæja, hirtu þetta þá.“ Ég gerði það enda hafði ég þá ekki kynnst matarvenjum Emlyn Hughes. Þær voru þannig að strax og búið var að bera á borð fyrir hann, hóf hann eldsnöggt að tína það úr matnum sem honum leist best á, og það hafði hann líka gert að þessu sinni. Ég fokreiddist þegar ég sá þetta, gekk aftur að borðinu hans og sagði: „Ef þú gerir þetta nokkru sinni aftur, þá hegg ég af þér fingurna.“ Og eftir þetta reyndi ég jafnan að sitja sem lengst frá honum, þegar matur var á borð borinn. Margir héldu að óvinátta okk- ar stafaði af því að Emlyn Hugh- es var brátt gerður að fyrirliða hjá Liverpool, en það hafði ég verið áður. Svo var þó alls ekki. Ég var í raun og veru feginn því að losna við fyrirliðastöðuna, þar sem henni fylgdi allskonar ónæði, svo sem viðtöl við fréttamenn og þess háttar. Ég hafði verið fyrirliði þegar Liverpool vann deildar- keppnina og UEFA-bikarinn í fyrsta sinni, og eftir öll lætin sem urðu í kringum okkur þá, hafði ég samband við forystumenn fé- lagsins og óskaði eftir því að verða leystur frá fyrirliðastarfinu. Það stóð reyndar öðrum nær að fá það en Hughes, en hann hreinlega talaði sig inn á gafl hjá framkvæmdastjóranum — kunni að leggja beitu sína á rétta staði. Það sem ég fyrirgef Hughes þó aldrei var framkoma hans í sam- 59

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.