Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 61

Íþróttablaðið - 01.04.1981, Page 61
Guðmundur Þ. Harðarson skrifar í íþróttablaðið Hinn kunni sundþjálf- ari Guðmundur Þ. Harðarson sem um langt árabil hafði verið þjálfari Sundfélagsins Ægis og íslenska landsliðsins, er nú fluttur til Danmerkur, þar sem hann starfar sem sundþjálfari. Hefur Guð- mundur vakið verðskuld- aða athygli þarlendis, og gífurlegar framfarir hafa orðið hjá sundfólki fé- lagsins sem hann starfar hjá síðan hann tók þar við stjómartaumum. Það hefur orðið að ráði að Guðmundur skrifaði af og til þætti um sund fyrir íþróttablaðið, og mun Guðmundur í greinum sínum bæði fjalla um sundþjálfun og afreksfólk í sundi. Rica Reinisch — hin nýja stór- stjarna sundíþróttarinnar. Nýja stjarnan á sundhimninum Á hverju ári skjótast ný nöfn upp á heimsmetaskrána í sundi. Eitt þeirra nafna sem bættust við skrána á s.l. ári var nafn Ricu Reinisch. Rica er 15 ára skólastúlka frá Dresden í Austur-Þýskalandi. Hún tók mjög stórstígum fram- förum á s.l. ári, sem varð til þess að hún komst í fremstu röð sundfólks á Olymþíuleikunum í Moskvu. Þar náði Rica því marki að setja þrjú heimsmet og jafna eitt. Metaregnið hófst hjá Ricu þegar hún synti baksundssprett- inn í 4X 100 metra fjórboðsundi, en þá jafnaði hún heimsmet löndu sinnar Ulricke Richter á þeirri vegalengd, en það met hafði Richter sett á Olympíuleik- 61

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.