Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 13
Guðmundur
er Manchester United. Við Gummi
Steins. erum eldheitir aðdáendur, en
það er stundum erfitt. í vetur sprakk
Man. Utd. á limminu, ekki ósvipað okk-
ur Frömurum í fyrra, og félagamir eru
ósparir á hæðnisorðin; segja Man. Utd.
aðdáendur alltaf vera með lélegar ásak-
anir, ef það sé ekki flugslys, þá meiðsli
eða eitthvað annað!
Framararnir og Leedsararnir Rabbi,
Pétur og Lelli (Rafn Rafnsson, Pétur
Ormslev og Sverrir Einarsson: innsk.
blm.) segja að Leeds Utd. verði meistari
á undan Man. Utd. Ég vona að svo
verði ekki, því þá verða félagarnir gjör-
samlega óþolandi. Leeds þarf líka fyrst
að komast upp í 1. deild!“
LANDSLIÐSMÁL
O.FL.
Úr því að það er farið að styttast í
þann húmor sem aldrei er langt undan
þegar Gummi Torfa er annars vegar,
biðjum við hann um stutta sögu af
einhverju eftirminnilegu, innan vallar
eða utan.
„Það er alltaf að gerast e-ð skemmti-
legt, þó maður muni svo ekki eftir
neinu þegar á þarf að halda. Jæja. Við
fórum vorferð til Húsavíkur í fyrra og
lékum þar tvo leiki. Á flugvellinum,
þegar halda skyldi heimleiðis, gekk
knattspyrnuheimspekingurinn Eyjólf-
ur „011i“ Bergþórsson brúnaþungur í
kringum vélina, en Olli er með ein-
dæmum flughræddur. Þegar hann
gengur framhjá leikmannahópnum
segir Steinn Guðjónsson í gríni: Það er
ég viss um að vélin ferst! „Olli hafði
engar vöflur á, reddaði sér fari til Akur-
eyrar og tók svo rútuna þaðan í bæinn
á mánudegi!"
Guðmundur Torfason er að hefja sitt
8. tímabil sem leikmaður í m.fl., en er
samt aðeins 24 ára að aldri. Hann átti
að baki 177 leiki fyrir Fram þegar
keppnistímabilið hófst og þrjá A-lands-
leiki. Alltof fáa miðað við getu og
frammistöðu undanfarin ár segja marg-
ir, og finnst sem leikmenn sem leika
hér heima sitji ekki við sama borð og
atvinnumennirnir, sem sumir hveijir
komast ekki í aðallið sinna félaga.
Hvað hefur Guðmundur sjálfur um
þetta að segja?
„Ég vil sem minnst tjá mig um lands-
liðsmálin. Ef ég stend mig vel með
mínu félagi er ég ánægður. Það er svo
annarra að dæma um það hvort ég sé
nógu góður fyrir landsliðið, þó auðvit-
að hafi maður metnað til að leika með
landsliðinu. Það hlýtur að vera stefna
allra knattspyrnumanna. Ég kynntist
nýja landsliðsþjálfaranum, Sigi Held,
lítillega í Arabíuferðinni og leist mjög
vel á hann. Æfingarnar voru góðar, að-
hald og leikskipulag gott, svo ég veit
að hann fylgist vel með þeim mönnum
sem leika hér heima og metur rétt
hverjir þeirra eiga heima í landsliði."
„SJÁLFSGAGNRÝNI
ER NAUÐSYNLEG“
Og svo er það þessi gamla góða,
Gummi: Eitthvað að lokum?
„Já, tvennt. í fyrsta lagi finnst mér
miður hversu fast er spilað í leikjum
hér á landi og oft gróft. Knattspyrn-
unni hefur farið mikið fram á síðustu
árum. Frá því að ég byrjaði hefur
margt breyst. Hraðinn í leiknum er
miklu meiri, leikmenn hafa minni tíma
til að ákveða sig og framkvæma. Þetta
er jákvætt, hins vegar er harkan
óþarflega mikil. Það er sparkað aftan í
menn í algjöru tilgangsleysi, þegar
engin von er til að ná boltanum. Ég
verð sótillur þegar ég hugsa um þá
villimennsku sem maður sér stundum
eða verður fyrir. Sem dæmi get ég
nefnt úrslitaleikinn í Reykjavíkurmót-
inu milli Fram og KR, þar sem leikur-
inn þróaðist út í tóma vitleysu og áttu
menn úr báðum liðum sök þar á. En
dómarar verða líka að taka harðar á
svona hlutum, veita tiltal við fyrsta
GRÓFA brot, síðan gult spjald ef við-
komandi lætur sér ekki segjast
O.S.FRV.
Hitt atriðið er SJÁLFSGAGNRÝNI.
Menn verða að leita orsakanna fyrir
slæmu gengi fyrst hjá sjálfum sér. Mik-
ilvægt er að hugsa fyrst um eigin
frammistöðu, ekki benda á næsta
mann sem sökudólg. Um leið og menn
ástunda sjálfsgagnrýni verða menn að
þola gagnrýni frá öðrum, því allir geta
bætt sig, óendanlega."
Spaklega mælt af stormsenternum
Guðmundi Torfasyni, enda maðurinn
skýr, vinnur í tölvudeild Flugleiða, á
rekstrarsviði. Aðrar persónulegar upp-
lýsingar um manninn eru þær að hann
á tveggja ára dóttur, Hönnu Guðnýju, í
Vestmannaeyjum, og er í sambúð með
Erlu Björk Guðjónsdóttur. íþrótta-
blaðið þakkar Guðmundi Torfasyni fyr-
ir spjallið og óskar honum og félögum
hans góðs gengis í baráttu sumarsins.
HÓLMBERT FRIÐJÓNSSON:
„Guðmundur Torfason er einn
sterkasti skallamaður landsins. Hann
er grimmur og hefur föst skot, og þá er
hann sterkur andlega, uppörvandi í
hóp. Eini stórvægilegi gallinn sem
hann hefur er að hann er þungur í
snúningum. Á síðasta ári tók Gummi
Torfa einna mestu framförum allra
leikmanan Fram, og vann oft fyrir þá
leiki, sem næst upp á eigin spýtur. Ég
vil bara óska þess, að hann haldi áfram
á sömu braut, þá gæti hann hugsan-
lega komist í atvinnumennsku. Hann
gæti yel spjarað sig þar ef hann yrði
heppinn með lið. Hugarfar Gumma er
rétt og svo er hann mörgum kostum
búinn sem knattspyrnumaður."
ÁSGEIR ELÍASSON:
„Gummi er fljótur og lipur, sérstak-
lega miðað við stærð. Hann er sterkur
skallamaður og ólatur, vinnur vel. Eini
mínusinn, ef hægt er að tala um slíkt,
er að hann á að skora jafnvel enn meira
en hann gerir.
í fyrra átti Gummi heima í íslenska
landsliðinu. Þar er mikið byggt upp úr
löngum sendingum, og við eigum eng-
an betri í að taka á móti þeim. Ef hann
heldur áfram að bæta sig hlýtur hann
að eiga möguleika í landsliðið."
13