Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 17

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 17
íslandsmótið 1986 Keflvíkingar báru sigur úr býtum í Litlu bikar- keppninni og gefur það tilefni til bjartsýni. Liðið hef- ur ávallt verið þekkt íýrir mikla baráttu og hópurinn samanstendur af góðum leikmönnum. ÍBK kom á óvart í fýrrasumar og hafnaði í 5.sæti í deildinni þrátt fýrir hrakspár. Reyndar hefur liðið orðið fýrir blóð- töku en maður kemur í manns stað. Ragnar Mar- geirsson leikur í Belgíu, Sigurjón fór í Val og Helgi Bentsson í Víði. í staðinn hafa Einar Ásbjörn Ólafs- son og Rúnar Georgsson snúið til baka úr Garðinum — auk þess sem fleiri leikmenn hafa gengið til liðs við félagið. Hólmbert Friðjónsson er meðal reyndustu þjálfara landsins og ef ég þekki hann rétt heimtar hann ár- angur — sem hann líklega fær. Þorsteinn Bjarnason ver mark ÍBK sem fýrr og er það félag ríkt sem hefur slíkan markvörð innanborðs. Margir ungir og efnileg- ir knattspyrnumenn eru í herbúðum Keflvíkinga og nægir þar að nefna Gunnar Oddsson, Frey Sverrisson og Kjartan Einarsson. Auk þess þykir ekki fýsilegt að sækja ÍBK suður með sjó því heimavöllur liðsins þyk- ir flestum hálfgerð ljónagryfja. En Keflvíkingar verða í efri hluta deildarinnar. ÞJÁLFARI: Hólmbert Friðjónsson NÝIR LEIKMENN: Einar Ásbjörn Ólafsson (Víði) Rúnar Georgsson (Víði) Guðmundur Sighvatsson (UMFN) Gísli Grétarsson (UMFN) Skúli Rósantsson (UMFN) Jón Sveinsson (Val Rf) Björn Ingólfsson (UMFN) FARNIR SÍÐAN 1985: Ragnar Margeirsson (Water- schei Belgíu) Helgi Bentsson (Víði) Sigurjón Krist- jánsson (Val) FH-ingar hafa aldrei hafnað í efri hluta l.deildar þegar upp er staðið því þeirra besti árangur er ö.sæti 1975. Liðinu hefur enn ekki tekist að komast í hóp hinna bestu á landinu og verður ólíklega breyting þar á. Þó getur FH unnið hvaða lið sem er á góðum degi en það sem hefur vantað í Ieik liðsins undanfarin ár er stöðugleiki. Það er ekki nóg að spila einn góðan leik og síðan fjóra slæma. Ingi Björn Albertsson þjálf- ari og aðalmarkaskorari liðsins segir markmiðið vera að hreiðra vel um sig í l.deild og er það nokkuð raunhæft. Varnarmaðurinn sterki Dýri Guðmundsson hefur lagt skóna til hliðar, Janus fór til Sviss og Jón Erling til Noregs. Þrátt fýrir það er enginn barlómur í Hafnfirðingum því þeir hafa endurheimt Pálma Jóns- son frá Svíþjóð og Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms í fyrra leikur með FH. FH-liðið er léttleik- andi og verður ekki tekið út með svífandi sældinni að leggja þá að velli. ÞJÁLFARI: Ingi Björn Albertsson NÝIR LEIKMENN: Ólafur Jóhannesson (Skallagrími) Pálmi Jónsson (Vasalund) Örn Ragnarsson (Tinda- stól) Ólafur Hafsteinsson (Fram) Gunnar Straumland (Völsungi) FARNIR SÍÐAN 1985: Jón Erling Ragnarsson (Vík- ingur Noregi) Janus Guðlaugsson (Lugano Sviss) Dýri Guðmundsson (hættur) 17

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.