Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 17

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 17
íslandsmótið 1986 Keflvíkingar báru sigur úr býtum í Litlu bikar- keppninni og gefur það tilefni til bjartsýni. Liðið hef- ur ávallt verið þekkt íýrir mikla baráttu og hópurinn samanstendur af góðum leikmönnum. ÍBK kom á óvart í fýrrasumar og hafnaði í 5.sæti í deildinni þrátt fýrir hrakspár. Reyndar hefur liðið orðið fýrir blóð- töku en maður kemur í manns stað. Ragnar Mar- geirsson leikur í Belgíu, Sigurjón fór í Val og Helgi Bentsson í Víði. í staðinn hafa Einar Ásbjörn Ólafs- son og Rúnar Georgsson snúið til baka úr Garðinum — auk þess sem fleiri leikmenn hafa gengið til liðs við félagið. Hólmbert Friðjónsson er meðal reyndustu þjálfara landsins og ef ég þekki hann rétt heimtar hann ár- angur — sem hann líklega fær. Þorsteinn Bjarnason ver mark ÍBK sem fýrr og er það félag ríkt sem hefur slíkan markvörð innanborðs. Margir ungir og efnileg- ir knattspyrnumenn eru í herbúðum Keflvíkinga og nægir þar að nefna Gunnar Oddsson, Frey Sverrisson og Kjartan Einarsson. Auk þess þykir ekki fýsilegt að sækja ÍBK suður með sjó því heimavöllur liðsins þyk- ir flestum hálfgerð ljónagryfja. En Keflvíkingar verða í efri hluta deildarinnar. ÞJÁLFARI: Hólmbert Friðjónsson NÝIR LEIKMENN: Einar Ásbjörn Ólafsson (Víði) Rúnar Georgsson (Víði) Guðmundur Sighvatsson (UMFN) Gísli Grétarsson (UMFN) Skúli Rósantsson (UMFN) Jón Sveinsson (Val Rf) Björn Ingólfsson (UMFN) FARNIR SÍÐAN 1985: Ragnar Margeirsson (Water- schei Belgíu) Helgi Bentsson (Víði) Sigurjón Krist- jánsson (Val) FH-ingar hafa aldrei hafnað í efri hluta l.deildar þegar upp er staðið því þeirra besti árangur er ö.sæti 1975. Liðinu hefur enn ekki tekist að komast í hóp hinna bestu á landinu og verður ólíklega breyting þar á. Þó getur FH unnið hvaða lið sem er á góðum degi en það sem hefur vantað í Ieik liðsins undanfarin ár er stöðugleiki. Það er ekki nóg að spila einn góðan leik og síðan fjóra slæma. Ingi Björn Albertsson þjálf- ari og aðalmarkaskorari liðsins segir markmiðið vera að hreiðra vel um sig í l.deild og er það nokkuð raunhæft. Varnarmaðurinn sterki Dýri Guðmundsson hefur lagt skóna til hliðar, Janus fór til Sviss og Jón Erling til Noregs. Þrátt fýrir það er enginn barlómur í Hafnfirðingum því þeir hafa endurheimt Pálma Jóns- son frá Svíþjóð og Ólafur Jóhannesson þjálfari Skallagríms í fyrra leikur með FH. FH-liðið er léttleik- andi og verður ekki tekið út með svífandi sældinni að leggja þá að velli. ÞJÁLFARI: Ingi Björn Albertsson NÝIR LEIKMENN: Ólafur Jóhannesson (Skallagrími) Pálmi Jónsson (Vasalund) Örn Ragnarsson (Tinda- stól) Ólafur Hafsteinsson (Fram) Gunnar Straumland (Völsungi) FARNIR SÍÐAN 1985: Jón Erling Ragnarsson (Vík- ingur Noregi) Janus Guðlaugsson (Lugano Sviss) Dýri Guðmundsson (hættur) 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.