Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 20

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 20
íslandsmótið 1986 VÍÐIRGARÐI — ANNAÐ ÆVINTÝRI? ÍBV - ERFITT SUMAR? Líklega verður róðurinn erfiður fyrir Víðismenn í sumar — en hann átti reyndar líka að vera það í fyrra. Liðið sýndi þá ótrúlegan karakter og bjargaði sér frá falli í síðasta leik. Keflvíkingarnir þrír sem léku með liðinu í fyrra hafa yfirgefið Garðinn og gera hann líkast til frægan á öðrum vígstöðvum. Víðir hefur þó fengið góðan liðsstyrk í Siglfirðingnum Mark Duf- field og Helga Bentssyni. Báðir tveir rómaðir baráttu- jaxlar. Kjartan Másson gerir sér líklega ekki vonir um sig- ur í l.deild heldur hlýtur markmiðið hjá honum að vera að halda sætinu í deildinni. Það að 1000 manna byggð skuli eiga lið í l.deild er út af fyrir sig mikið afrek en sú staðreynd sýnir að hægt er að ná árangri með samstilltu átaki. Fyrir 4 árum lék liðið í 3.deild en Víðismenn hafa líkast til ekki áhuga á að leika þar aftur eftir að hafa kynnst hvernig það er að leika „al- vöru“ fótbolta. Strákarnir í Garðinum unnu stríðið í fyrra — en frekari barátta er framundan sem gæti reynst þeim erfið. ÞJÁLFARI: Kjartan Másson NÝIR LEIKMENN: Mark Duffield (KS) Helgi Bents- son (ÍBK) Þór Þorkelsson (Reyni) FARNIR SÍÐAN 1985: Rúnar Georgsson (ÍBK) Einar Ásbjörn Ólafsson (ÍBK) Gísli Eyjólfsson (erlendis) Sævar Júlíusson (UMFN) Vestmannaeyingar eru á ný komnir í l.deild eftir stutta dvöl á neðri vígstöðvum. Margir reynslumiklir jaxlar hafa lagt skóna á hilluna og Tómas Pálsson er kominn til Selfoss. Liðið er því ungt og ómótað og gæti átt erfitt sumar fyrir höndum. Þeirra akkur er þó heimavöllurinn sem hefur reynst utanaðkomandi lið- um erfiður í gegnum tíðina. Pólverjinn Gregorsz Bieletovicz er þjálfari liðsins og vænta Eyjamenn mikils af honum. Hlynur Stefánsson sóknarmaðurinn snjalli er farinn til Noregs en Karl Sveinsson leikur með Eyjamönnum að nýju eftir dvöl erlendis. Aðstaða til knattspyrnuiðkana er mjög góð í Vest- mannaeyjum því þar eru þrír góðir knattspyrnuvellir og nýtt íþróttahús. Áhugi fólks er einnig mikill og er vonandi ekki langt að bíða þar til ÍBV verður topplið að nýju. Aðeins einu sinni hefur liðið orðið íslandsmeistari — árið 1979. Markmið þjálfara og leikmanna hlýtur þó að vera að halda sér í deildinni. ÞJÁLFARI: Gregorsz Bieletovics. NÝIR LEIKMENN: Lúðvík Bergvinsson (ÍA) Karl Sveinsson (var erlendis) FARNIR SÍÐAN 1985: Hlynur Stefánsson (Noregi) Tómas Pálsson (Selfossi) 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.