Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 28
Ríkharður Rikki heima í stofu með dætrunum Jóhönnu Maríu og Margréti Hildi. Ríkharður Hrafnkelsson er nú snúinn aftur heim í Hólminn eftir glæsilegan feril með Val og íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Ríkharður er framkvæmdastjóri trésmiðju í Stykkishólmi og býr hann þar með eig- inkonu sinni Karín Hafsteins og tveim dætrum, Margréti Hildi og Jóhönnu Maríu. Við heimsóttum Ríkharð í vetur sem leið og hann tók því vel að rifja upp ferilinn með lesendum íþrótta- blaðsins. Reyndar var Rikki á leið á aðalball ársins í Hólminum en við urð- um ásáttir um að tala bara hraðar til þess að hann yrði nú ekki af neinu. Það hefur vakið undrun margra hve margir snjallir körfuknattleiksmenn hafa komið frá Stykkishólmi á undan- förnum árum. Að sögn Ríkharðs er ein af ástæðunum vafalaust sú að íþrótta- húsið á staðnum hefur sniðið íþrótta- mönnum fremur þröngan stakk og t.a.m. hafi iðkun handknattleiks aldrei komið þar til greina. Hér fyrr á árum áttu Hólmarar marga mjög góða bad- mintonmenn en upp úr 1960 var það karfan sem tók öll völd. — Það eru auðvitað margar skýr- ingar á þessu en eitt sem hafði mikla þýðingu var áhugi margra íþrótta- kennara á staðnum að byggja upp harðsnúið lið keppnismanna, segir Ríkharður og þó hann kunni ekki að nefna frumherjana með nafni þá segist hann muna að í kringum 1969 þegar Jóhannes Eðvaldsson, hinn kunni knattspyrnumaður, var íþróttakennari í Stykkishólmi, þá hafi hann lyft sann- kölluðu Grettistaki. Á þessum árum kom fram mjög efnilegur körfuknatt- leikspiltur, Kristján Ágústsson en hann var þrem árum eldri en Ríkharður. Fer- ill hans var svipaður. Leið hans lá í Val og síðar varð hann líkt og Rikki, einn af máttarstólpum Valsliðsins og ís- lenska landsliðsins. Ríkharður minnist einnig arftaka Jóhannesar í íþrótta- kennarastöðunni, Magnúsar Valgeirs- sonar, en hann vann einnig mjög gott starf í þágu þessarar vaxandi íþrótta- greinar. „Ég beið lengi eftir fyrsta titlinum" Ríkharður Hrafnkelsson byrjaði að leika sér með körfubolta heima í Stykk- ishólmi þegar hann var sjö ára og tíu árum síðar var hann kominn í meist- araflokk Vals og landsliðið var skammt undan. — Ég hef verið 13 til 14 ára þegar Snæfell tók fyrst þátt í deildakeppn- inni, þá í þriðju deild. Þetta var riðla- keppni og liðið var í riðii með Patreks- firðingum og ísfirðingum. Ég var auð- vitað of ungur til þess að vera með en ég var þó byrjaður að leika árið sem ég hélt suður. Það var 1973 og ég var 16 ára. Ég fór þetta haust í aðfararnám í kennaraskólanum en þaðan tók ég síð- ar stúdentspróf. Það hefði verið gaman að vera kyrr því þetta haust tók Einar Sigfússon við þjálfun hjá Snæfelli en hann kom liðinu skömmu síðar upp í fyrstu deildina, sem þá var besta deild- in. En námið gekk fyrir og það að fara til Reykjavíkur var auðvitað það eina rétta, segir Ríkharður en hann byrjaði að leika þetta haust með þriðja flokki Vals og skömmu síðar var hann boðað- ur á æfingar hjá meistaraflokki. — Kannski var það tilviljun að ég fór í Val. Kannski ekki. Það voru nokkrir strákar úr Hólminum í Valslið- inu og það togaði sjáfsagt í mig. Það var líka góður andi í hópnum og þarna voru karlar eins og Þórir Magg, Torfi, Jóhannes og Kári Márísson, sem mað- ur leit upp til. Fyrsti meistaraflokksleikur Ríkharðs með Val var gegn KR í Reykjavíkur- 28

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.