Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 29

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Page 29
Ríkharður Valsmenn Reykjavíkurmeistarar í körfuknattleik 1982 eftir leik við KR. Rík- harður Hrafnkelsson hampar sigurlaununum. mótinu haustið 1974 og þó Rikki setji sig í stellingar og reyni að rifja upp úrslitin, kemur allt fyrir ekki. Eina sem hann man, er að fjögur stig skildi í lok- in en hvort liðið fór með sigur af hólmi, er horfið eitthvað inn í undirmeðvit- undina. Þetta var líka vetur sem ekki er skráður stóru letri á spjöld Valssög- unnar enda sigldi liðið um miðja deild á þessu keppnistímabili. Að sögn Ríkharðs, létu titlarnir bíða eftir sér. Það var ekki fyrr en Tim Dwyer kom og tók við þjálfun liðsins 1978 að hjólin tóku að snúast og á þessum árum var grunnurinn lagður að stórveldi Vals í körfunni. Á seinna ári Dwyers með Valsliðið vann það þre- falt - Reykjavíkurmótið, íslandsmótið og bikarkeppnina. Reyndar höfðu Vals- menn unnið bikarkeppnina árið áður. Fyrstur Hólmara í landsliðið Þegar Ríkharður Hrafnkelsson gekk til liðs við Valsmenn, var aðeins einn Hólmari fastur maður í meistaraflokkn- um, þ.e. Lárus Hólm sem nú er formað- ur deildarinnar. Fljótlega eftir að Rikki hóf að æfa með Valsliðinu var hann valinn í unglingalandslið íslands, sem þá var að rísa úr öskustónni eftir margra ára unglingalandsleikjahlé. Ríkharður lék 17 sinnum með ungl- ingalandsliðinu en vorið 1976 var hann fyrst valinn í landslið íslands í karla- flokki. — Ég var valinn í landsliðshóp sem æfði fyrir forkeppni OL í Kanada og þá um vorið lék ég minn fyrsta landsleik, gegn Hollendingum hér heima. Ég var því fyrsti Hólmarinn til þess að komast í landsliðið en Kristján Ágústsson lék það svo eftir nokkru síðar. Það er auðvitað margs að minnast frá löngum ferli en alls lék „strákurinn frá Stykkishólmi" 69 A-landsleiki fyrir ísland. Er við ræddum við Ríkharð voru tveir aðrir leikmenn með sama leikjafjölda og aðeins tveir sem leikið höfðu fleiri leiki. Það eru gömlu brýn- in, Jón Sig. og Torfi Magnússon. Við spyrjum um eftirminnilegustu leikina. — Ef ég byrja á Val, þá eru það tveir leikir sem mér eru sérstaklega minnisstæðir. Annar var úrslitaleikur sem við spiluðum gegn KR í íslands- mótinu, fyrra árið sem Dwyer var með liðið. Þetta var aukaúrslitaleikur og við fylltum Laugardalshöllina - 3500 manns, sem er met á íslandi. Að vísu töpuðum við þessum leik með þrem stigum en stemmningin var geysileg. Þetta er leikur sem ég gleymi aldrei þótt það hefði auðvitað verið skemmti- legra að vera í sigurliði. Hinn leikurinn, er síðasti leikurinn sem ég spilaði með Val áður en ég fór aftur hingað vestur. Pétur Guðmundsson, gamli félaginn úr Val, lék þá með ÍR og þeir voru taldir nokkuð sigurstranglegir en þetta var úrslitaleikur í bikarnum. Dwyer iék þá með okkur að nýju og það blés ekki byrlega því hann fór út af með fimm villur um miðjan fyrri hálfleik og við vorum tíu stigum undir. Þá héldu allir að þetta væri bara formsatriði fyrir Pétur og ÍR-ingana en það var öðru nær. Okkur tókst að ná upp gífurlegri baráttu og við sigruðum með níu eða ellefu stiga mun, segir Ríkharður og bætir því við af mikilli hógværð að hann hafi átt mjög þokkalegan leik þó að þetta hafi verið „blómaleikur“ - 250. leikurinn með Val og jafnframt sá síð- asti. Landsleikirnir voru ekki jafn eftir- minnilegir og fyrrgreindir félagsleikir með Val og Ríkharður segir að fáir standi upp úr í „minningabankanum". Það séu helst sigurleikir gegn Finnum og Englendingum hér heima sem hann muni eftir í svipinn. „Þeir fyrstu voru bestir“ Á þeim árum sem Ríkharður Hraf- kelsson var á toppnum í körfuboltan- um, voru erlendir leikmenn og þjálfar- ar mjög áberandi hjá liðunum í fyrstu deild. Margir þessara manna voru mjög umdeildir og ekki að ósekju. Við spyrj- um Ríkharð hvaða þýðingu þessir menn hafi haft fyrir íslenskan körfu- knattleik. — Þessir menn, sérstaklega þeir sem fyrstir komu hingað til lands, gerðu stóra hluti fyrir körfuboltann. Kannski ekki þessir fyrstu tveir sem komu til KR og Ármanns en þeir sem komu næst á eftir voru mjög góðir. Þá var vandað mjög til vals á mönnum og þeir voru flestir mjög góðir þjálfarar. Menn eins og Andy Piazza hjá KR, Rick Hoeckenor sem var hjá okkur, Dirk Dunbar hjá ÍS og síðar Ted Bee sem var hjá Njarðvíkingum. Þetta voru allt mjög færir þjálfarar þó þeir væru ekki neinir „showbuissness-karlar" eða Hollywood-menn. Seinna fór þetta allt úr böndunum og það var farið að ráða menn í gegnum síma. Auðvitað voru margir þeirra mjög góðir leikmenn og til fyrirmyndar utan vallar sem innan en aðrir komu óorði á íþróttina, segir Ríkharður en hann telur að erlendu leikmennirnir hafi gert mjög mikið í því að laða fólk að leikjum og eins hafi 29

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.