Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 35

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Síða 35
Bjarni og Sævar „Það hvarflaði að mér í fyrstu en í núna tel ég svo ekki vera. Hér er hálf- atvinnumennska og þar af leiðandi miklu meira um að vera. Mjög vel er staðið að öllum málum og mörg fyrir- tæki sem styrkja liðið. Hvað knatt- spyrnulegan mun varðar þá er mun betra leikskipulag hjá Brann miðað við Val. Þó er ég ekki að segja að hér séu betri leikmenn. Undirbúningur hér er allt annar og öðruvísi og er keppnis- tímabilið heima að mínu mati allt of stutt. Hvað sjálfan mig varðar þarf ég u.þ.b. 15 æfingaleiki fyrir keppnistíma- bilið til að komast í góða þjálfun. Það kom mér reglulega á óvart hvað hægt er að gera hér úti og hversu áhuginn er gífurlegur". Undirbúningstímabilið hjá Brann hófst 6.janúar en deildarkeppnin byrj- aði í lok apríl. Keyrsla var gífurlega stíf á þessu tímabili — æft 5 sinnum í viku auk leiks. Sjaldan var spilað á æfingum hjá Tony heldur voru langhlaupin í fyr- irrúmi. „Ég held að við séum búnir að hlaupa fyrir alla ævina“,sagði Sævar og virtist fegin að vera byrjaður að sjá bolta. „Æfingarnar hjá Tony er ekta enskar - í erfiðara lagi og lítill bolti“. Bjarni tók undir þessi orð en bætti við:„Þetta var mun erfiðara í fyrra hjá mér því núna eru færri séræfmgar. Mér fínnst nauðsynlegt að vera á séræfíng- um a.m.k. 15-20 mínútur á hverjum degi. Það er upp á snerpuna að gera“. -Telurðu þig vera betri markmann í dag en þú varst heima fyrir 2 árum? „Ég er ekki í nokkrum vafa um það. Stöðugleiki frá einum leik til annars er meiri en áður og hef ég mun meira sjálfstraust. Ég gat ekki bætt við mig á Skaganum en hér hefur mér tekist að gera það“. — Bjarni, þú hefur samanburð á Brann í ár miðað við í fyrra. í hverju felst munurinn? „Nú er allt mun markvissara. Byrjað var strax á fyrsta degi að byggja upp og stefnt að ákveðnu markmiði. í fyrra var allt stefnulaust". VAR NEIKVÆÐUR í BYRJUN — Hvernig var Tony Knapp tekið? Sævar: „Tony er umdeildur og held ég að hann vilji vera það. Hann er voðalega sérstakur". Bjarni: „Það ríkti mikil eftirvænting þegar hann kom. Stjórnin, Qölmiðlar og fólkið var Sævar Jónsson. spennt. Ég veit ekki annað en að allir séu ánægðir með hann. Þó koma ávallt upp atvik á æfingum þar sem leikmenn eru ekki sammála honum. Erfiðast er þegar ræða þarf við hann um eitthvað því hann stendur alltaf fast á sínum skoðunum". — Hefur álit ykkar á honum breyst frá því þið þekktuð hann eingöngu sem landsliðsþjálfara? Sævar: „Ég get ekki neitað því. Sál- fræðilega hliðin fyrir leiki er þó alltaf hin sama. Hann stappar stálinu í menn þremur tímum fyrir leik og menn ná að einbeita sér að fullu. í byrjun fannst mér hann mjög neikvæður í garð leik- manna — fann aldrei neitt jákvætt hjá neinum. Þá hlið hans þekkti ég ekki áður“. Bjarni: „Ég er sáttur við vinnubrögð hans hvað þjálfunina varð- ar en hann er stundum of öfgakenndur í gagnrýni á leikmenn. Við fáum að heyra það ef við stöndum okkur ekki vel“. — Er knattspyrna í Noregi frá- brugðin íslenskri að einhverju leyti — er lögð áhersla á önnur atriði miðað við heima? Sævar: „Skipulag á hlutunum er hér mun betra en á íslandi — en líklega er það eðlilegt þar sem menn fá borgað fyrir að leika. Annars var frábært skipu- lag á hlutunum hjá Val á gullaldarárun- um fyrir og um 1978. Valsliðið 1978 hefði getað leikið í hvaða deild í Evrópu sem er og staðið sig með sóma. Heima kom alltaf upp árgangar sem verða ósigrandi. Valur hefur átt svona árganga svo og Akranes. Fram er að koma upp með lið sem gæti gert góða hluti“. Bjarni: „Skagaliðið var mjög „rútín- erað“ á sínum tíma. Liðið 1983 þegar Siggi Jóns. lék með hefði getað leikið í l.deildinni hér í Noregi og „brillerað". Bestu liðið heima í dag stæðu sig vel hér í l.deild. Ég er ekki í nokkrum vafa um það“. ÝMIS FRÍÐINDI Allir knattspyrnumenn ýmist vinna með sparkinu eða eru í námi. Þeir fá greitt fyrir að leika knattspyrnu — mismunandi mikið eftir samningum. Ýmis fríðindi eru fyrir flesta svo sem frí íbúð, bíll og góð vinna. Auglýsingar á bílum gefa líka dágóðan skilding. Leik- menn fá síðan greitt vinnutap þurfi þeir að vera fjarverandi vegna æfinga eða leikja. Æfingar eru hjá Brann klukkan fjögur á daginn og gefur það leikmönnum ákveðinn frítíma. Mjög hagstætt er að taka bankalán í Noregi og reynist leikmönnum auðvelt að fá slíkar fyrirgreiðslur. Norskir leikmenn ganga kaupum og sölum í Noregi fyrir 100 - 200.000 íslenkar krónur en sú upphæð hækkar ef höndlað er með leikmenn út fyrir landsteinanna“. Tony Knapp notar að sögn strák- anna sömu leikaðferð og hann notaði með íslenska landsliðið 4-4-2. Æfing- arnar eru svipaðar - taktík, föst leik- atriði s.s. horn og fríspörk. Hann bygg- ir þetta upp á einföldum og ákveðnum reglum. FÓLKIÐ Á SKILIÐ ÁRANGUR — Hvert er takmarkið hjá Brann í framtíðinni? Bjarni: „í fyrsta lagi að komast upp í l.deild í vetur. Næsta keppnistímabil ætlar liðið að „stabíla“ sig í deildinni og á þriðja ári ætlar liðið að reyna að komast á kortið hvað varðar Evrópu- keppni. Sannast sagna finnst mér að 35

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.