Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 36

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Qupperneq 36
Bjarni og Sævar Knattspyrnuliðið Brann 1986. Sævar og Bjarni hlið við hlið í öftustu röð. Hver þekkir svo ekki Tony Knapp í miðröð? fólkið hér eigi skilið að liðið fari að ná verulegum árangri". Bæði Bjarni og Sævar gefa að sjálf- sögðu kost á sér í þá landsleiki sem leiknir verða á árinu en hvernig ætli þeim lítist á riðilinn í Evrópukeppni landsliða? Sem kunnugt er telst okkar riðill sá erfiðasti í keppninni. Mótherjar okkar eru Frakkland, Noregur, Sovét- ríkin og Austur-Þýskaland. „Ég veit ekki hvað skal segja um möguleika okkar gegn þessum þjóð- um“,segir Sævar Jónsson. „Það veltur á því sem nýi landsliðsþjálfarinn Sig- fried Held gerir. Eftir stutt kynni af honum í Bahrain í vetur líst mér vel á hann sem þjálfara. Hann er rólegur og yfirvegaður og er það töluverð breyt- ing frá því sem áður var. Held hefur mikla reynslu sem leikmaður en árang- ur hans sem þjálfari hefur víst ekki ver- ið sem skyldi. Hæfni hans á því sviði á því eftir að koma í ljós. Held kemur til með að láta landsliðið leika töluvert aðra taktík en Knapp ef tekið er mið af leikjunum í Bahrain. Þar lékum við með tvo varnarmenn sem „dekka“ stíft og „sweeper" fyrir aftan. Bakverðirnir áttu síðan að vera mjög sókndjarfir“. VERÐUM AÐ KOMAST AF BOTNINUM „Við vorum svo nálægt því að kom- ast alla leið síðast“, bætti Bjarni við. „Það þýðir ekkert annað en að hugsa stórt — við verðum að koma okkur burt af botninum. Allt þarf að hjálpast að til þess að árangur náist — þjálfari, leikmenn, stjórnarmenn og stuðnings- menn“. Sævar tók undir þessi orð og bætti við að sér fyndist að nota ætti 11 bestu leikmenn landsins í hverri stöðu í leikj- unum. Hvort sem um væri að ræða at- vinnumenn eða áhugamenn. „Við verð- ur ætíð að nota sterkustu liðsheildina í landsleikjum. Hvað gera Danir? — Þeir ná árangri". Annars var að heyra á þeim Sævari og Bjarna að landsliðsmálin hefðu nú ekki ætíð verið í Iagi hvað varðar skótau og búninga. Þeir sögðu að þeim þætti svekkjandi að sjá norska landsliðsmenn mæta á æfingu hjá Brann eftir landsleiki með fulla tösku af allskonar búningum og skóm sem umboðið hefði fengið þeim í hendur — ókeypis. Þeir félagar sögðust ekki muna eftir að hafa fengið fótboltaskó hjá Iandsliðinu í áraraðir. „Það þarf vissan „standard" til að komast í lands- liðið og því finnst okkur að leikmenn eiga að fá að njóta þess“. Hér hjá Brann erum við á samningi hjá Patrick og getum við hreinlega gengið inn hjá þeim hvenær sem er og fengið það sem við viljum — ekkert mál“. Þetta eru kannski orð í tíma töluð því ef eitthvað hefur verið í ólestri eru það búninga- og skómál landsliðsins. Kannski erum við með svona lélegan samning hjá Adidas? — Af hverju ekki að bjóða þetta út því það eru jú til fleiri umboð á íslandi sem myndu örugglega gera betur en Adidas. Von- andi horfir þetta þó til batnaðar — því öll svona mál þurfa að vera í lagi hjá liði sem hefur einhvern metnað. ÍSLENDINGAR HAFA HUGARFARIÐ OG DUGNAÐINN Nú var farið að draga fyrir sólu í Bergen — maturinn að verða til hjá eiginkonum Brannaranna, þeim Ástu og Gurrý og því komið að lokaspurn- ingunum. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.