Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 42
Mexíkó ’86
VESTUR-ÞÝSKALAND
Þegar talað er um stöðugleika í heimsmeistarakeppni eru fáar þjóðir
sem komast með tærnar þar sem V-Þjóðverjar hafa hælana. Árangur
þeirra síðan 1954 hefur vægast sagt verið frábær. Síðan þá hafa þeir
tvisvar sinnum orðið heimsmeistarar — 1954 og 1974. Tvisvar í 2.sæti
— 1966 og 1982. Síðan í 3. sæti 1970 og því 4. 1958. Það er engin til-
viljun að V-Þjóðverjar hafa náð þessum árangri því margar kynslóðir
frábærra leikmanna hafa leikið með liðinu. Nægir þar að nefna síðustu
kynslóð — Franz Beckenbauer, Gerd Muller, Paul Breitner og Wolf-
gang Overath. Þjálfari liðsins Franz Beckenbauer sem tók við af Jupp
Derwall fyrir tveimur árum er aðeins íjórði þjálfari landsliðsins frá
seinni heimsstyrjöldinni. Miklar hræringar hafa verið á liðinu að undan-
förnu því Beckenbauer hefur reynst erfitt að finna rétta liðið. Nokkrir
af máttarstólpum liðsins verða líklega Toni Schumacher, Hans-Peter
Briegel, Karl Heinz Förster og Rummenigge. Sérvitringurinn Berd
Schuster gefur ekki kost á sér frekar en fyrri daginn og verður því erfitt
að finna réttan leikstjórnanda. En árangur hefur ætíð verið skylda í
V-Þýskalandi og því má búast við miklu af liðinu.
MEXÍKÓ
í annað sinn er úrslitakeppnin haldin í Mexíkó þar sem knattspyrnan
er þjóðaríþrótt. Um 140.000 knattspyrnumenn eru í Mexíkó og er
þetta í 9.sinn sem Mexíkó leikur í úrslitakeppninni. Undirbúningur
landsliðsins fyrir heimsmeistarakeppnina hófst 25.janúar 1983 og hafa
77 leikmenn verið notaðir síðan þá. Allir eru þeir atvinnumenn og lék
landsliðið samtals 59 leiki síðan undirbúningur hófst. Meðal annars bar
liðið sigur úr býtum gegn V-Þýskalandi, Englandi, Ungverjalandi og
gerði jafntefli við Ítalíu, Argentínu og Uruguay. Samtals vannst sigur í
26 leikjum, 17 sinnum varð jafntefli og tapaði liðið 7 leikjum. Markatal-
an var 76:42.
Meðal leikreyndustu manna liðsins eru Tomas Boy, Fernando Quir-
ate, Hugo Sanchez og Mario Trejo. Almenningur í Mexíkó hefur mikla
trú á liðinu og úrslit liðins síðustu 3 árin gefa til kynna að liðið hefur
öðlast þann stöðugleika sem gæti fleytt því langt í Mexíkó. Þjálfari liðs-
ins er Júgóslavinn Velibor Milutinovic.
SKOTLAND
Skotland þurfti að fara lengstu leið allra liða sem komust til Mexíkó.
Liðið hafnaði í 2.sæti í Evrópuriðlinum og þurfti því að leika við Ástrali
um aukasæti í Mexíkó. Alex Ferguson tók við framkvæmdastjórastöðu
liðsins við fráfall Jock Stein eftir leik gegn Wales. Skotar unnu landslið
Ástralíu 2:0 í Glasgow og gerðu síðan jafntefli við þá á útivelli — þökk
sé Jim Leighton markverði sem varði víti frá Teiti Þórðarsyni sællar
minningar í fyrrasumar. Landslið Skota er skipað frábærum leikmönn-
um og nægir þar að nefna nöfn eins og Kenny Dalglish,Graeme Soun-
ess og Gordon Strachan. Þrátt fyrir mikla hæfileika hefur landsliðið
valdið vonbrigðum í heimsmeistarakeppninni að undanförnu. Liðið
komst ekki í 2.umferð 1974,1978 og 1982 þegar liðið féll úr keppni á
óhagstæðri markatölu. Alex Ferguson hefur fengið mikla gagnrýni fyrir
það að velja hvorki Alan Hansen og Steve Archibald í hópinn sem leik-
ur í Mexíkó. Báðir eru þeir frábærir leikmenn með mikla reynslu.
42