Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 50

Íþróttablaðið - 01.06.1986, Side 50
Gagnrýni íþróttablaðið leitaði til Guðna Kjart- anssonar þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu skipað leikmönnum 21 árs og yngri og bað hann að segja álit sitt á nokkrum framtíðarleikmönnum landsins. Eftirfarandi leikmenn hafa allir leikið nokkra A-landsleiki. ANDRIMARTEINSSON VÍKINGI „Mjög leikinn og útsjónarsamur leik- maður - auk þess góður skotmaður. Vantar sjálfsaga til að verða toppleik- maður. Hann verður að gera sér grein fyrir því að oftast þarf að fórna miklu til að ná toppárangri í knattspyrnu". GUÐNI BERGSVAL „Sterkur og útsjónarsamur leikmaður sem les leikinn vel og er rólegur undir pressu. Þyrfti e.t.v. að auka snerpu á fyrstu metrunum. Getur lagt sig betur fram við æfingar. Til þess að Guðni verði toppleikmaður þarf hann að hafa meiri sjálfsaga innan vallar og sérstak- lega utan vallar“. HALLDÓR ÁSKELSSON ÞÓR „Teknískur framherji sem vinnur vel fyrir liðið í vörn og sókn. Ég tel að hann þurfi að tímasetja hlaup sín inn í vítateiginn. Góður framherji þarf að vera eigingjarn þar af leiðandi þarf Halldór að auka sjálfstraustið svo hann þori að minnsta kosti að taka víti!“. ÓLAFUR ÞÓRÐARSON ÍA „Duglegur og metnaðarfullur leikmað- ur sem sættir sig aldrei við tap. Rétti- lega telur hann sig aldrei vera minni mann en mótherjarnir þótt málbandið segi annað. Þyrfti að æfa sig í að reyna að breyta hraða leiks þegar við á. Einn- ig verður hann að laga skapið svo það komi ekki niður á leik hans. Mætti æfa tækni og mýkt“. LOFTUR ÓLAFSSON KR „Hann hefur gott keppnisskap sem smitar vel út frá sér. Hann er sterkur varnarskallamaður og tekur vel tilsögn og leggur sig fram til að verða betri - eins og hinir gera reyndar líka. Vantar meiri tækni og snerpu. Missir of auð- veldlegajafnvægi þegar mótherji leikur með knöttinn að honum. Hann þarf að þjálfa sig í að reyna að vera búinn að taka ákvörðun áður en hann fær knött- inn. Vantar skallatækni upp við mark andstæðinganna". 50

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.