Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 71

Íþróttablaðið - 01.10.1989, Side 71
Frá vinstri Hannes Þ. Sigurðsson formaður fræðslu- nefndar ÍSÍ, prófessor A. Morgan Olsen kennari og Karl Guðmundsson fræðslustjóri ÍSÍ. Þátttakendur á fræðslunámskeiði ÍSÍ ásamt kennurum sínum, Anton Bjarnasyni, Olgu Lísu Garðarsdóttur og Karli Guðmundssyni fræðslustjóra ÍSÍ. Nemendur í íþróttakennaraskólan- um á Laugarvatni munu hjálpa til við átakið og er ætlunin að þeir verði fræðslufulltrúar á Suðurlandi í vetur. Astæða er til að óska HSK-fólki velfar- naðar í átaki þessu sem vonandi verður til þess að fleiri af sambands- aðilum ÍSÍ taki til hendinni varðandi almenningsíþróttir. Frá kynningarfundi HSK á átaki í ai- menningsíþróttum. Frá vinstri Ast- björg Gunnarsdóttir formaður trimmnefndar ÍSÍ, Valgerður Auð- unsdóttir formaður frjálsíþrótta- nefndar HSK, Guðmundur Einar- sson framkvæmdastjóri HSK og Björn Jónsson hinn ötuli formaður HSK. ÍÞRÓTTIR OG KONOR Að undanförnu hefur fram- kvæmdastjórn ISI rætt nokkuð á fundum sínum um stöðu kvenna inn- an íþróttahreyfingarinnar út frá ýms- um sjónarhornum. I framhaldi af því boðaði framkvæmdastjórnin til fund- ar með fulltrúum sérsambanda ÍSÍ 26. september sl. A fundinum var rætt um stöðu kvenna innan íþrótta- hreyfingarinnar og horfur í næstu framtíð. Elsa Þorkelsdóttir fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs var gest- ur fundarins og flutti hún fróðlegt er- indi. Að mörgu leyti var þessi fundur afar fróðlegur og var hann gott inn- legg í umræðuna. Á næstunni mun framkvæmdastjórn ISI standa fyrir fundi norrænu kvennanefndanna. Lovísa Einarsdóttir, úr framkvæmda stjórn ÍSÍ, í ræðustóli á fundinum. ÍSÍ skipar nefndir til að sjá um nýjar íþróttagreinar * Framkvæmdastjórn ÍSÍ skipaði nýlega í þríþrautarnefnd ÍSÍ (Triat- hlon). f nefndina voru skipaðir þeir Cees van de Ven, Sigurður Bjarklind, Steinþór Ólafsson, Karl Halldórsson og Stefán Friðgeirsson. * Framkvæmdastjórn leitar nú að góðu fólki til að skipa í veggtennis- nefnd ÍSÍ og skylminganefnd ÍSÍ. í I ÍSÍ STYRKIR HALLDÓR Framkvæmdastjórn ÍSI samþykkti á fundi sínum 17. ágúst sl. að styrkja Halldór Halldórsson, fýrsta íslenska hjarta- og lungnaþegann, með flugmiða til að hann geti tekið þátt í Hereford hlaupinu svokallaða, sem er hlaup fýrir hjarta- og lungnaþega. Halldór hefur sýnt fádæma hugrekki og íþróttaanda í veikindum sínum og vildi framkvæmdastjómin sýna Hall- dóri virðingu sína á þennan hátt. ÍSÍ vinnur að samningi við Austur-Þýskaland. Framkvæmdastjórn fSÍ vinnur nú að samstarfssamningi við íþrótta- samband Þýska alþýðulýðveldisins að ósk Þjóðverjanna. Árið 1986 var undirritaður samningur við íþróttaráð Frá undirritun samstarfssamn- inga á íþróttasvið- inu við Sovétríkin árið 1986. 71

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.