Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 9

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 9
stofna eigin ferðaþjónustu þrátt fyrir þá staðreynd að áætlaðurferðakostn- aður hreyfingarinnar allrar hefði verið á bilinu 300 til 400 milljónir króna á árinu 1986, þ.e. árið áður en könnun nefndarinnar hófst. Þess ber að geta að innifalið í þessum upp- hæðum er allur kostnaður, þ.e. gisti- ogbílakostnaður einnig. Heildarflug- kostnaður hreyfingarinnarásl. ári var nálægt 120 milljónum króna innan- lands og 330 milljónir króna til út- landa! Niðurstaða þingsins á Egilsstöðum var sú að umboð ferðamálanefndar var framlengt og var Guðmundur Kr. Jónsson, sem einnig var kjörinn á þinginu til setu í framkvæmdastjórn ÍSÍ, skipaður formaður. Ákveðið var að nefndin héldi áfram könnun sinni og átti hún að skila niðurstöðum til framkvæmdastjórnar ÍSÍ. í tillögunni, sem þingið samþykkti, stendur að nefndin skuli „vinna áfram að undir- búningi stofnunar „sérhæfðrar ferða- þjónustu íþróttahreyfingarinnar". Miðað sé við að slík ferðaþjónusta verði umboðsaðili annarra ferða- þjónustuaðila." Nefndin hóf þegar störf og lagði síðan til við framkvæmdastjórn ÍSÍ að stofnuð yrði ferðaþjónusta með að- setur í íþróttamiðstöðinni í Laugardal til reynslu í eitt ár. Tilgangur þess að miða við eins árs reynslutíma var að kanna hvort sér- og héraðssambönd- in myndu notfæra sér aukna þjónustu ÍSÍ og ekki síst, í beinu áframhaldi af því, að sjá hvort grundvöllur væri fyrir því að stíga skrefið til fulls og í stað þess að vera umboðsaðili ferða- þjónustufyrirtækja að stofna til ferða- skrifstofu íþróttamanna. SÖLULAUN AF FLUGFARSEÐLUM Ferðakostnaðu r íþróttah reyfi ngar- innarerótrúlega hátt hlutfall af heild- arútgjöldum hennar og þess vegna er eðlilegt að menn íhugi hvort hreyf- ingin, sem er fjárfrek eðlis starfsem- innar vegna, gæti ef til vill veitt fjár- streyminu aftur inn í hreyfinguna, til dæmis ef til ferðaþjónustu væri stofn- að með útgáfu farseðla. Umboðsiaun seljenda farseðla í innanlandsflugi eru 7% af farseðlaverði og 9% af far- seðlum til útlanda. Þannig eru um- boðslaun af100 milljónum ífarseðla- sölu einhvers staðar á bilinu 7 til 9 milljónir svo einfalt dæmi sé tekið. Rekstur ferðaþjónustu eða ferða- skrifstofu með öílum réttindum og skyldum er kostnaðarsamur en með tilliti til þeirrarskrifstofuaðstöðu, sem fyrir hendi er í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, væri íþróttahreyfingin trú- lega betur í stakk búin til að halda „Framkvæmdanefnd ÍSÍ hefur sýnt áhuga- og getuleysi," segir Guð- mundur Kr. Jónsson, fyrrum formað- ur Héraðsambandsins Skarphéðins. kostnaði niðri heldur en einkaaðilar sem þyrftu að leigja eða kaupa hús- næði undirslíkan rekstur. Umsvifal- mennra ferðaskrifstofa, sem eru í samkeppni á íslenska markaðnum, eru slík að sérhæfðs starfsfólks og skrifstofufólks er þörf. Ferðamála- nefndin sá fyrir sér þann möguleika að ef ÍSÍ stofnaði ferðaskrifstofu væri nægjanlegt að ráða í eitt eða eitt og hálft stöðugildi og nýta jafnframt alla þá aðstöðu, sem fyrir hendi er, og halda þannig kostnaði niðri. „VANTAR NEISTANN í FRAMKVÆMDA- STJÓRN ÍSÍ" Guðmundur Kr. Jónsson, fyrrum formaður Héraðssambandsins Skarphéðins, var skipaður formaður seinni ferðamálanefndarinnará þingi íþróttasambandsins á Egilsstöðum í lok ársins 1988. Hann var jafnframt kosinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ á þinginu og var þannig tengiliður nefndarinnar og framkvæmdastjórn- ar. íþróttablaðið leitaði álits Guð- mundar á ferðamálum ISI. „Tildrög þess að égtók sæti í ferða- málanefndinni upphaflega voru þau að ég hef sérstakan áhuga á ferða- málum íþróttahreyfingarinnar," segir Guðmundur. „Ég var um nokkurt skeið formaður HSK og það brann á okkur í héraðssamböndunum hvernig best væri að komast á milli staða í keppnir og æfingabúðir. Við rákum okkur margoft á það að þegar stóð til að fara í keppnis- eða æfinga- ferðir innanlands eða utan var lítið sem ekkert fyrirliggjandi af upplýs- ingum innan íþróttahreyfingarinnar um hvert bæri að stefna og um hag- kvæma ferðatilhögun yfirleitt. Eini möguleikinn var sá að reyna að nálg- ast slíkar upplýsingar hjá ferðaskrif- stofunum. Upplýsingarnar og ráðin, sem þar fengust og farið var eftir, reyndust oft ekki eins haldgóð og vonir stóðu til. Þegar svo hóparnir komu aftur heim úr æfinga- og keppnisferðum, reynslunni ríkari, kom í Ijós að það vantar aðila innan hreyfingarinnar til að safna og halda saman upplýsingum sem gætu kom- ið öðrum að gagni síðar meir." Aðspurður segir Guðmundur að félagar hans í öðrum héraðssam- böndum hafi svipaða sögu að segja, þ.e. að erfitt sé fyrir þá að afla nauð- synlegra upplýsinga þegar ferðir íþróttahópa eru skipulagðar. „Nefnd- armenn ferðuðust um landið á eigin vegum árið 1987 til að kanna skoð- anir héraðssambandsmanna og segja verðureinsogerað reynsla þeirra var mjög á einn veg. Margir þeirra töluðu um hve erfitt væri að afla upplýsinga um ferðamöguleika, ekki síður inn- anlands en utan, og hvernig samnýta mætti farartæki í báðar áttir. Það ber allt að sama brunni; okkur vantar miðpunktinn og hann ætti að vera innan hreyfingarinnar," segir Guð- mundur. Hverjar voru helstu niðurstöðurog tillögur ferðamálanefndarinnar? Guðmundur segir að nefndin hafi komist að þeirri niðurstöðu að vand- lega athuguðu máli að það væri heppilegast fyrir íþróttahreyfinguna að setja á laggirnar ferðaþjónustu til eins árs með aðsetur í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. „Framtíðarsýn 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.