Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 18
Brúðkaup Robertos og Andreinu. Um fyrstu kynnin segir hann: „Ég reyndi að blikka hana en hún virtist ekki taka eftir mér." íslenskar sumarnætur eru of bjartar fyrir mig! Baggio lék fjóra leiki með ungl- ingalandsliði Ítalíu og síðan var hann valinn í landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri. „Ég fékk þó aldrei að leika með því liði, því ég var alltaf á varamanna- bekknum," segir hann og heldur áfram að rifja upp: „Síðan spilaði ég með Ólympíulandsliðinu og kom einmitt með því til íslands. Knattspyrnunni fylgja mikil ferða- lög sem eru alltaf of stutt til að hægt séað kynnast landi og þjóð af einhverju viti. Heimsóknin til ís- lands er mér hins vegar minnis- stæð. Mér þótti þetta athyglisvert land og ég gæti vel hugsað mér að koma þangað aftur, en það þyrfti að vera að vetrarlagi! íslenskar sumarnætur eru alltof bjartar fyrir mig. Ég man, þegar við vorum á hótelinu og það var alveg sama þó við drægjum þykk gluggatjöld fyrir alla glugga, alltaf var bjart inni. Þetta er að vísu heillandi fyrirbæri, en ég held ég gæti aldrei vanist því að sofa í svona mikilli birtu." Roberto Baggio er mikill keppn- ismaður. Þegar hann er spurður hvað honum þyki mikilvægast f knattspyrnuleik svarar hann að bragði: „Að vinna!" — Nú varst þú mjög afgerandi leikmaður, bæði hjá Fiorentina og með ítalska landsliðinu í HM. Hvað finnst þér um sjálfan þig sem leiðtoga á vellinum? „Ég lít alls ekki á mig sem leið- toga. Það þarf 11 menn í hvoru liði til að leikurinn geti gengið upp og ef allir gera sitt besta og stuðla eftir mætti að samspili og sigri, er það miklu heillavænlegra en að hafa einhvern leiðtoga á vellinum." Brasilíski boltinn er skemmtilegur. Það er svo mikil gleði í honum — Hvað skyldi knattspyrnan vera í augum Robertos Baggio? „Fyrst og fremst leikur," segir EG GÆTI VEL HUGSAÐ MÉR AÐ KOMA AFTUR TIL ÍSLANDS hann glaðlega og minnir helst á smápatta sem hefur fengið það sem hann bað um. „Ef mér finnst ekki nógu gaman á æfingu, er ég kyrr á æfingavellinum í klukku- tíma eftir að æfingu líkur og félag- ar mínir eru farnir og þá æfi ég mig í grundvallartækniatriðum. Mér finnst brasilíski boltinn til dæmis skemmtilegur. Það er svo mikil gleði í honum, svo mikill leikur, svo mikil sýning! Fótboltinn verð- ur að vera skemmtilegur bæði fyrir þá sem leika og áhorfendur." — Platini lagði einmitt skóna á hilluna þegar hann var 32 ára því hann sagðist ekki lengur hafa gaman af því að leika. „Já, hver og einn túlkar knattspyrnuna fyrirsig, enégheldað það sé sammerkt með okkur öllum að okkur þykir þetta fyrst og fremst skemmtilegt. Ég vil vera heiðarleg- ur gagnvart sjálfum mér og tilfinningum mínum. Það getur stundum verið erfitt í þessum heimi, því í tengslum við knatt- spyrnuna verður maður oft var við töluverða tvöfeldni hjá fólki. Fólk kemur ekki allt fram við mann af heiðarleika heldur setur sig oft í einhverjar óviðeig- andi og tilgangslaus- ar stellingar þegar það talar við mann. Slíkt fer mikið í taug- arnar á mér." Roberto hristir höf- uðið þegar hann segir þetta og síðu krulluðu hárlokkarnir sveiflast til og frá. — Hverjir finnst þér vera helstu gallar þínir annars vegar á vellin- um og hins vegar í einkalífinu? „I báðum tilfellum skiptir höfuð- ið mestu máli!" segir hann og skellir uppúr. Þegar hann hefur náð eðlilegum andardrætti eftir langt hláturskast heldur hann áfram: „Ég er verstur í að skalla, ég hef svo linan haus! Nei, ég er að grínast! En þetta er bara spurning um æfingu og ég hef undanfarið gert mikið af skallaæfingum fyrir utan hefðbundnu æfingarnar með liðinu. Ég verð ekki ánægður fyrr en ég skora verulega fallegt mark með skalla. Það er alveg víst. Hvað varðar einkalífið er ég náttúrlega fram úr hófi þrjóskur maðurog það er vegna þess að ég hef svo þykkt höfuðleður! Það er kostur í boltan- um en ókostur í einkalífinu að vera þrjóskur. Ég hlusta gjarnan á ráð- leggingar annarra og leyfi þeim að halda að ég taki mark á þeim, en að lokum geri ég nákvæmlega það sem mér sýnist." — Nú fékkst þú mörg tilboð 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.