Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 53

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 53
gott form og raun varð á. í körfubolt- anum hafði þetta meira verið leikur en þarna var maður settur beint í lyft- ingar og stífar þrekæfingar. Maður breytti algjörlega um umhverfi. A þessum tíma þjálfaði sovéskur þjálf- ari, Boris Abkashev, meðal annars yngri flokkana hjá Val. Hann hafði gríðarlegáhrifáokkur, innleiddi nýj- ar hugmyndirog skilaði góðu starfi til félagsins. Ég hafði byrjað að spila fyrir utan og ætlaði mér aldrei að verða annað en útiskytta, enda taldist ég stór eftir aldri. Boris setti mig hins vegar út í horn og ég varð öskuvond- ur. Fannst þetta lítilsvirðing. Ég gæti trúað því að hann hafi séð fyrir vöxt manna, áttað sig á því að maður myndi ekki stækka neitt meira. Hann hrærði gjörsamlega upp öllu liðinu: Júlíus Jónasson lék þá í horninu en var færður í útistöðu, Jakob Sigurðs- son lék fyrir utan eins og ég en var færður í hornið, Geir Sveinsson var líka skytta en var settur á línuna o.s.frv." VAR ALDREI NEIN STJARNA í YNGRI FLOKKUNUM — Nú hefur þér gengið ágætlega síðustu árin en átt alveg sérstaklega gott tímabil í vetur. Er eitthvað sér- stakt sem veldur því að leikmenn springa allt í einu út, taka stór stökk á stuttum tíma? Er það eitthvað sem gerist íæfingaferlinu eða er þetta sál- rænt spursmál? „Ætli ég geti ekki helst svarað því svo að þetta sé sambland af því að vera í góðu formi og með vaxandi reynslu, maður fer smám saman að lesa leikinn betur. Mér finnst ég hafa verið í jafnri og stöðugri framför alveg frá því ég byrjaði í handboltan- um. Þannig lítur þetta út frá mínum sjónarhóli. Það bætist alltaf við eitt og eitt atriði, kannski án þess að mað- ur taki eftir því. Síðan finnst manni „Það fer yfirleitt í taugarnar á mér þegar menn slá slöku við." maðuralltíeinu spila rosalega vel og fer þá að leita að ástæðum en oftast finnast engin svör. Kannski er það bara reynslan sem er mikilvægust." — Þetta er þá kannski meira and- legt en líkamlegt? „Já, ég held það. Ég hef alltaf haft metnað til þess að halda mér í góðu formi líkamlega og ég held að formið sé ekkert betra en það var fyrir fimm árum. Meginástæðan fyrir þessari velgengni er þá líklega vaxandi reynsla og aukið sjálfstraust." „Ég hef alltaf tekið íþróttirnar mjög al varlega og það fer yfirleitt í taugarn- ar á mér þegar menn slá slöku við en það er sem betur fer sjaldgæft í okkar hópi. Þetta eru metnaðarfullir menn. Maður svíkur sjálfan sig og félaga sínaef maðurgerirekki sittbesta. Það hefur alltaf verið mitt mottó; að geta gengið af velli með þá vissu að mað- ur hafi gefið allt, sem maður átti, í leikinn. Þá er auðveldara að sætta sig við tap. Mér finnst erfiðara að sætta mig við það að hafa ekki staðið fyrir mínu heldur en það að andstæðing- urinn hafi verið sterkari. Þettaviðhorf mitt kemur kannski m.a. til af því að ég hef þurft að hafa fyrir hlutunum. Sumir leikmenn hafa þetta bara ein- faldlega í sér. Ég er ekki þannig. í yngri flokkunum var ég aldrei bestur, ég var alltaf vel liðtækur og komst í hópinn en það voru alltaf einhverjir aðrir í stjörnuhlutverkunum." — Og nú ertu kominn á toppinn með því að taka þetta alvarlega og hafa fyrir hlutunum. Vinnan hefur skilað sér? „Já, það má kannski segja það." Valdimar fer dálítið hjá sér við skjall- ið en tekur undir það að þetta viðhorf hans til íþróttarinnar sé umfram ann- að það sem hafi skilað honum þeim árangri sem hann hefur náð. SÉRKENNILEGT ÁHUGAMÁL Þrotlausar æfingar hafa ekki bara gert Valdimar að góðum handbolta- manni heldur líka gefið honum lík- amsvöxt sem marga dreymir eflaust um sem leggja mikið upp úr slíku; að 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.