Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 21

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 21
Roberto Baggio hlaut bronsið í HM á Ítalíu í fyrra ásamt félögum sínum í ítalska landsliðinu. um það en okkur langar að eignast fleiri börn, kannski tvö til viðbót- ar. Við getum sagt að ég hætti ekki fyrr en ég hef eignast son!" — Þú ert álitinn fallegasti knatt- spyrnumaðurinn á Ítalíu, hvað segirðu um það? „Ég held að fólk ætti að fá sér gleraugu! Ég hef lesið um það hversu fallegur ég er, en satt að segja bregður mér þegar ég lít í spegilinn. Það skiptir engu máli, finnst mér, hvort fólk er fallegt eða Ijótt. Fegurðin kemur hvort sem er innan frá og annað hvort geislar hún af þér eða ekki. Hvort þú ert með stórt eða lítið nef, brún, græn eða blá augu, skiptir engu máli ef þú hefur enga útgeislun. Þótt fólki kunni að þykja þaðótrúlegt, hef ég aldrei haft áhuga á nokkurri ann- arri konu en Andreinu. Áðuren við giftumst hafði ég orð á mér fyrir að vera mikið kvennagull og miklar sögur spunnust upp um hinn villta Roberto Baggio. Þæreru uppspuni frá rótum. Ég hef fundið konuna sem ég elska og eitt af markmiðum mínum í lífinu er að vera henni trúr. Það er líklega mikilvægara fyrir sjálfan mig en Andreinu, en þannig er það." — Segðu okkur svolítið frá því þegar þið kynntust. „Við vorum 15 ára og ég bað hana að koma með mér í bíó kvöldið áður en ég fór til Vicenza. Ég hafði fylgst vel með henni í skólanum og reynt að blikka hana en hún virtist ekki taka eftir mér og þarsem égvaráförum daginn eftir ákvað ég að nú væri annað hvort að duga eða drepast. Ég mannaði mig upp íað bjóða henniútog hún þáði boðið. Mér létti óstjórnlega og hafði þá strax á tilfinningunni að hefði hún sagt nei, hefði ég misst af konunni í lífi mínu." Er agaður en finnst gott að lúra á morgnana — Hvernig er dæmigerður dag- ur hjá Roberto Baggio? „Ég vakna alltaf snemma, klukk- an 7:30, það er að segja þegar það eru æfingar. Mér þykir gott að lúra frameftir en þegar ég þarf að vinna skiptir miklu máli fyrir mig að vakna snemma. Ég fæ mér capp- ucino og snúð í morgunmat (það skal tekið fram að það er algengari morgunmatur á Ítalíu en ristað brauð og musli-grautur. innsk. blm) og borða morgunmatinn upp- úr klukkan 8. Síðan fer ég á æfingu og kem heim í hádegismat. And- reina er fyrirmyndarkokkur og eld- ar góðan ítalskan mat. Séu æfingar á morgnana borða ég klukkan eitt, en þegar æfingar eru eftir hádegi borða ég klukkan tólf. Það besta, sem ég borða, er spaghetti og lítið steiktar nautalundir. Með matnum drekk ég vatn og einstöku sinnum rauðvín. Salat og ávextir eru alltaf hluti af matnum og á eftir fæ ég mér rótsterkt expresso-kaffi. Séu engar æfingar eftir hádegi fer ég til dæmis út að ganga með Andreinu eða ég leggst einfaldlega uppí sófa og hlusta á tónlist eða horfi á sjónvarp. Mér þykir best að borða léttan kvöldmat, mozzar- ellu-ost og skinku til dæmis og ég hef líka mjög gaman af því að fara út að borða og þá fer ég helst á pizzu-stað. Kvöldunum eyði ég yfirleitt heima fyrir framan sjón- varpið, og fer ekki út nema þegar einhverjar áhugaverðar leikhús- sýningar eða bíómyndir freista mín. Ég hlusta líka oft á tónlist á kvöldin ogferaðsofa uppúr klukk- an 23." — Ef þú ættir töfrasprota og mættir nota hann einu sinni, hverju myndir þú breyta? Roberto hefur sterka útgeislun og er vinsælasti maður á ltalíu í skoð- anakönnunum hjá ítölsku kven- þjóðinni. „Ég mundi breyta viðhorfum fólks. Þau skipta öllu máli. Fólk er óhamingjusamt vegna viðhorfa sinna til hlutanna og atburðanna sem verða á vegi þess. Ef maður reynir að gera sér grein fyrir mann- legu eðli, og að maðurinn er ekki fullkominn, er allt miklu einfald- ara. Maður á að setja markið hátt en það þýðirekki að maðureigi að vera óánægður yfir því að gera ekki hlutina á fullkominn hátt. Kannski mundi ég galdra góðan búddískan texta í hendurnar á öllu fólki í heiminum, og gefa því þar með tækifæri til að öðlast nýja inn- sýn í lífið." 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.