Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 54

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 54
Valdimar er að mati handboltasérfræðinga, einn af bestu hornamönnum heims. vera í senn þungur og grannur. Hann er 180 cm á hæð en vegur u.þ.b. 82 kg. Hann er mittisgrannur en með vöðvastælta handleggi og fótleggi. Hann lyftir um 100 kg í bekkpressu. Hann stundar lyftingar af krafti einn mánuð á ári en telur að það séu aðrar æfingar sem skili þessum massa, þrekæfingar án lóðs og átök í leik þar sem ekki reynir síður á efri hluta lík- amans en þann neðri. En hvað með mataræðið? Valdi- mar virðist ekki hafa jafn afdráttar- lausar skoðanir á því og oft heyrist meðal íþróttafólks. „Égverð að viður- kenna að ég er óskaplegur sælkeri. Kökur, ostar og fleira þess háttar freistar mín. Aðalatriðið er að fá nóg af hollum mat, hitt má síðan koma sem viðbót. Allt óhóf er hins vegar til skaða. Þegar ég drekk of mikið kaffi fyrir æfingu næ ég varla andanum þegar ég byrja að hlaupa." — Hvað með áfengi? „Það gefst ekki mikill tími til skemmtana þegar maður stundar keppnisíþróttir. Ég hef hins vegar ekkert á móti því að fá mér í glas þegar það á við í góðra vina hópi." TÝNDI PASSINN OG STARFSSVIÐ MARKVARÐA Valdimar er beðinn um að rifja upp einhver spaugileg og minnis- stæð atvik frá ferlinum og eftir dálitla umhugsun grefur hann upp nokkrar sögur. Við látum tvær fljóta með: „Þetta gerðist eftir Friðarleikana í Moskvu 1986. Eftir 16 daga dvöl vor- um við landsliðsmennirnir farnir að hlakkatil að komastheim. Við vorum staddir á Moskvuflugvelli að morgni dags og ætluðum að fljúga til Lon- don. Við tékkuðum farangurinn inn og síðan tók vegabréfsskoðunin við. Hún virtist ætla að ganga snurðulaust fyrir sig en við Geir vorum síðastir í röðinni. Ég var með minn passa en Geir fann ekki sinn. Hann leitaði í öllum vösum en fann hann ekki. Hann fór nú að verða stressaður og sagði við mig: „Komdu með passann minn, þú hlýtur að vera með hann." „Hvað, égerekkert með þinn passa," sagði ég sem satt var. Nú gáði Geir í snyrtitöskuna sína, reif allt upp úr en án árangurs. Þá var náð í ferðatösk- urnar hans út í flugvél og rifið upp úr þeim en ekkert vegabréf fannst. Geir var orðinn náfölur og farinn að sjá fyrir sér ársdvöl í Moskvu. Það var skelfilegt að sjá svipinn á honum. Fararstjórinn gerði sér nú ferð út í flugvél þar sem menn voru að koma sér fyrir. Þetta var snemma morguns og sumir ekki almennilega vaknaðir ennþá. Síðan sagði fararstjórinn: „Strákar mínir, athugið nú allir hvort þið séuð nokkuð með passann hans Geirs." Menn tóku heldur dræmt í þetta og Þorbergur Aðalsteinsson, núverandi landsliðsþjálfari en þáver- andi leikmaður liðsins, sagði geð- vonskulega um leið og hann reif eitt- Mjólk er góð! lloVV °9 góð\ MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA 800 SELFOSSI • PÓSTHÓLF 247 • SÍMI 98-21600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.