Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 56

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 56
Valdimar var kjörinn besti leikmaður nýafstaðins keppnistímabils á lokahófi handknattleiksmanna á dögunum. um ástæðum hélst hann allan tímann á fjórum hjólum og ég hélt dauða- haldi í stýrið. Allan tímann var þessi hugsun mér efst í huga: Ekki láta þá deyja. Ég gatekki hugsaðmérað þeir myndu farast af mínum völdum. Ég vildi frekar fara sjálfur. Loks enda- stakkst bíllinn og stöðvaðist í einum rykk. í högginu skall ég með andlitið á hnúana þar sem ég hélt um stýrið svo gíeraugun brotnuðu og blóð lag- aði úr mér. í rauninni var ég heppinn að halda auganu því fyrst var ég hræddur um að glerbrotin hefðu stungist inn í það. Það kom mikið óðagot á pabba og Guðbjörn þeir héldu að ég væri mikið slasaður. Stuttu síðar gátum við stöðvað bíl sem átti leið framhjá og báðum um far með honum til byggða. í sama mund og bíllinn kom þarna leið yfir pabba af höfuðhöggi sem hann hafði fengið við slysið. Bróðir minn slapp hins vegar alveg og þegar upp var staðið hafði enginn okkar hlotið var- anleg meiðsli. Glerbrotin fóru ekki inn í augað á mér og höfuðhöggi pabba fylgdu engin eftirköst. En þarna fékk ég alvarlega viðvör- un. Þetta atvik kenndi mér það að gera alltaf ráð fyrir því að aðstæður geta breyst snögglega. Þarna kom ég akandi á um 90 km hraða og gerði ekki ráð fyrir neinni hálku miðað við hvernig veðrið var á heiðinni en skyndilega breyttust aðstæður með áðurnefndum afleiðingum. Maður verður alltaf að vera varkár og má ekki treysta blint á óbreytt ástand þó að útlitið sé gott þá og þá stundina. Ég mun örugglega verða varkárari í framtíðinni eftir þessa upplifun." ÓRÁÐIN FRAMTÍÐ EN ÝMSIR MÖGULEIKAR „Ég hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera næstu árin en það er eitt og annað að brjótast um í mér. Auðvitað freistar hrein atvinnumennska í handbolta, að spila t.d. á Spáni, Frakklandi eða í Þýskalandi. Hins vegar hef ég líka mínar framtíðar- áætlanir um nám og þetta þarf helst að fara saman. Ég er t.d. að gæla við þá hugmynd að fara íframhaldsnám í iðnaðartæknifræði í Svíþjóð og Ijúka meistaragráðu í rekstrarverkfræði og leika í sænsku deildinni. Ég hef það hins vegar á móti mér að vera horna- maður, það er einfaldlega meiri eftir- spurn eftir útiskyttum. Þær eru að margra áliti mikilvægari fyrir liðin en hornamenn." Valdimar á eitt barn, litla stúlku sem heitir Esther Ösp. Sambýliskona hans er Kristín Gísladóttir, fyrrver- andi íslandsmeistari ífimleikum. „Ég held að hún eigi fleiri verðlaunapen- inga en ég enda var hún oft nefnd fimleikadrottning," segir Valdimar. Aðspurður segist hann vissulega vera ánægður með lífið og tilveruna enda hafi hann enga ástæðu til annars þessa dagana, nýkrýndur íslands- meistari og um það bil að Ijúka námi. Hann hefur í sífellt vaxandi mæli haft sjálfsaga og metnað að leiðarljósi og telur sig vera í hópi þeirra sem þurfa að hafa fyrir hlutunum. Hann hefur Valdimar með íslandsbikarinn sem Valur vann í 3 sinn á 4 árum. Valdi- mar skoraði flest mörk allra í 1. deild í vetur. uppskorið í samræmi við erfiði sitt og framtíðin er björt. En jafnframt þessu hefur hann lært að ógæfan getur beð- ið við næsta horn ef menn gá ekki að sér. Stundarlánið má ekki leiða til kæruleysis og sá lærdómur er honum nýr liðsauki í þeirri keppni sem lífs- baráttan og hamingjuleitin eru. 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.