Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 24
Það verður sjónarsviptir af Árna
Sveinssyni úr 1. deildinni. Hver veit
nema hann birtist þar að nýju með
Dalvíkingum eftir nokkur ár?
son. Liðið gerði vel ífyrra en baráttan
gæti orðið erfiðari í ár þrátt fyrir allt.
Tveir reyndir jaxlar, Magnús Bergs
og Árni Sveinsson, hafa yfirgefið
Stjörnunaen liðið hefurfengið Bjarni
Jónsson, frá KA, til liðs við sig. Það er
ákveðinn sjónarsviptir af Árna
Sveinssyni þvíhann hefur verið mjög
áberandi f knattspyrnunni í hartnær
tvo áratugi. Stjarnan kom geysilega á
óvart ífyrra og hafnaði í 5. sæti. Leik-
mennirnir eru komnir með nauðsyn-
lega reynslu og innst inni ætla þeir
örugglega að gera betur. Lárus
Cuðmundsson hefur komið vel und-
an vetri, að sögn kunnugra og finni
hann rétta leið að marki ásamt Valdi-
mar Kristóferssyni, getur allt gerst.
Valdimar skoraði einungis 2 mörk í
18 leikjum í fyrra og hann verður að
gera betur í sumar. Sveinbjörn og
Bjarni verða væntanlega prímusmót-
orar liðsins á miðjunni og það verður
fróðlegt að sjá hvernig Júgóslavinn
Coguric fellur inn í liðið. Jóhannes
Atlason ergóður þjálfari en samt sem
áður rekst liðið örugglega á fleiri
hindranir f sumar en í fyrra.
FH hefur oftast verið óskrifað blað
í 1. deildinni. Nái liðið sínum besta
leik stenst enginn þeim snúninginn
en leiki liðið illa — leikur það mjög
illa. Varnarmaðurinn sterki, Birgir
Skúlason, er farinn í Völsung en FH
hefur fengið liðsstyrk frá Selfossi í
þeim Izudin Dervic og Birni Axels-
syni. Halldór Halldórsson, mark-
vörður, hefur átt við meiðsli að stríða
en Stefán Arnarsson mun veita hon-
um harða samkeppni. Leikur liðsins
Stjarnan rekst örugglega á fleiri hindranir í 1. deildinni í ár en í fyrra.
var rysjóttur í vor og náðu framlínu-
menn liðsins illa saman. Nái Ólafur
Jóhannesson, þjálfari liðsins, að leika
með styrkist liðið til muna. Hörður
Magnússon skilar væntanlega sínum
10-13 mörkum og munar um minna.
Baráttan gæti orðið erfið hjá FH í
sumar en liðið hefur samt burði til
þess að vera um miðbikdeildarinnar.
Víkingur hafnaði í 7. sæti í fyrra og
sigraði aðeins í 4 leikjum af 18. Liðið
hefur tekið miklum breytingum og er
þvíóskrifað blað. 7 leikmenn er farn-
ir í önnur lið og munar þar mest um
Goran Micic, Aðalstein Aðalsteins-
son, Einar Einarsson og Ólaf Ólafs-
son. Þá er Trausti Ómarsson meidd-
ur. 8 leikmenn hafa hins vegar geng-
ið í raðir Víkinga og þar af nokkrir
feitir fiskar. Guðmundur Steinsson,
mesti markahrókur íslands undanfar-
in ár, á örugglega eftir að reynast
drjúgur. Hann skoraði 7 mörk í leik í
Frumraun Ormars Örlygssonar sem
þjálfara gæti reynst erfið.
Reykjavíkurmótinu og það gefur
honum aukið sjálfstraust. Liðið hefur
góðum leikmannahópi á að skipa.
Guðmundur er traustur í markinu,
vörnin öflugog léttleikandi leikmenn
í flestum stöðum. Víkingum finnstör-
ugglega kominn tími til að láta til sín
taka og hver veit nema þeir blandi sér
í toppbaráttuna.
KA hefur orðið fyrir mestri blóð-
töku allra liða í 1. deild. Alls hafa 5
fastamenn úr liðinu í fyrra leitað á
aðrar slóðir og óvíst er hvort Erlingur
Kristjánsson leiki í sumar. Reyndar
hafa 8 leikmenn bæst í hópinn en
þeir eru flestir óskrifað blað. Frum-
raun Ormars Örlygssonar sem þjálf-
ara gæti reynst erfið en hann mun
örugglega smita út frá sér með dugn-
aði sínum og krafti.
Víðir Garði leikur nú að nýju í 1.
deildogerþað mjögánægjulegt. Það
er mikill „karakter" í Víðisliðinu og
reynsla leikmannanna á eftir að vega
þungt í sumar. Liðið hefur eignast
landsliðsmann íGrétari Einarssyni og
vonandi virkar það hvetjandi. Óskar
Ingimundarson þjálfar Víði þriðja ár-
ið í röð og á hann ærið verkefni fyrir
höndum. Liðið teflir fram tveimur
júgóslövum en þeir eru óskrifað blað
eins og aðrir nýir erlendir leikmenn.
Fæstir búast við því að Víðir blandi
sér í toppbaráttuna en það er aldrei
hægt að vanmeta Víðismenn.
Breiðablik vann sér sæti í 1. deild f
fyrra eftir nokkurra ára fjarveru. Það
er kominn tími til að knattspyrnan í
Kópavogi fari að feta sig upp metorð-
astigann. Liðið hefur góðum leik-
mönnum á að skipa og margir þeirra
hafa mikla reynslu af knattspyrnunni
í 1. deild. Nægir þar að nefna Val
24