Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 16

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 16
us Baggio frá Fiorentina fyrir hæstu upphæð sem greidd hefur verið fyrir leikmann fyrr og síðar. Roberto Baggio, sem hafði „alist upp" hjá Fiorentina bar sterkar taugar til Flórens, borgarinnar, knattspyrnufélagsins og aðdáenda þess. Aðdá- endurnir ætluðu vitlaus- ir að verða þegar uppá- haldsleikmaðurinn þeirra ákvað að taka gylliboði Juventus. „Ég geri þetta peninganna vegna," sagði hann við blaðamenn og til að hugga aðdáendurna sagði hann: „en hugur minn er hjá Fiorentina. Ég mun alltaf vera í Fior- entina-búningi innan undir búningum annarra liða sem ég leik með." Þetta hefði hann bet- ur látið ósagt því Juventus-aðdá- endur urðu vægast sagt öskureiðir út í hinn nýja leikmann. Áfyrstu æfingu landsliðsins fyrir HM mættu Fiorentina- aðdáendur og létu öllum illum látum: „Þú ert verri en gleðikona og selur þig hæstbjóðanda" öskruðu þeir. Ju- ventus-aðdáendur kölluðu hins vegar: „Vertu áfram hjá Fiorentina fyrst þú ert íbúningnum þeirra inn- an undir öðrum búningum!" Síðan hentu þeir á víxl steinum, dósum og öðru álíka inná æfingavöllinn og til slagsmála kom á milli aðdá- endahópanna. Forsvarsmenn landsliðsins sáu sér því þann kost vænstan að banna áhorfendum að fylgjast með æfingum. Einnig bentu þeir Baggio á að gæta tungu sinnar betur þegar hann ræddi við blaðamenn. „Þetta var leiðinda- mál sem orsakaðist af mistúlkun blaðamannsins," sagði Baggio við útsendara íþróttablaðsins þegar málið bar á góma, en það virðist vera algengt hjá leikmönnum á íta- líu að skella skuldinni á blaða- menn ef leiðindi koma upp í kjöl- far ummæla þeirra. Búddatrúin hefur gert mig að betri manni Roberto Baggio er sérfræðingur í að snúa út úr spurningum sem hann vill einhverra hluta vegna ekki svara og snýr þá gjarnan um- ræðunni upp í grín. Undir léttleik- anum leynist þó djúpt þenkjandi maður sem hefur leitað svara við tilgangi lífsins íBúddatrú. Baggio er ákaflega léttur í lund og bregður hér á leik með vini sínum. eru mikilvægir þættir í lífi mínu. Ég hef enga trú á að ég sé að raska lífkeðjunni um of," segir hann. Hann kynntist Búddatrú fyrst fyrir fjórum árum og segist síðan hafa lesið allar bækur sem fjalla um þessi trúarbrögð og heimspekina sem í þeim felst. „Ég hugleiði ekki og ferekki með möntrur, en þessi trúarbrögð hjálpa mér að horfast í augu við lífið eins og það er; taka á vandamálum af raunsæi og leyfa mér að vera sorgmæddur þegar svo ber undirogglaður þegar ég hef ekki ástæðu til að vera sorgmæddur!" BAGGIO GAT EKKI Á SÉR SETIÐ OG SPILAÐI FÓTBOLTA VIÐ GESTINA í EIGIN BRÚÐKAUPS- VEISLU — Ertu Búddatrúar? „Nei, en ég sæki lífsstefnu mína í austræn fræði og Búddatrúin hef- ur tvímælalaust gert mig að betri manni," segir Baggio. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir tvískinn- ungshátt, því hann hefur mikið yndi af því að veiða villibráð, en ein af grundvallarkenningum Búddatrúar kveður á um að menn skuli ekki drepa neitt kvikt. „Veið- in og útiveran, sem henni fylgir, Braut rúður og spegla heima hjá sér Roberto Baggio fæddist 18. febr- úar!967 nálægt borginni Vicenza. Hann á sjö systkini og er sonur bif- vélavirkja, Fiorindo að nafni og Matilde konu hans sem hefur helg- að líf sitt uppeldi barnanna. Fjöl- skyldan bjó í Caldogno, litlu ró- legu þorpi þar sem börnin gátu leikið sér úti í guðsgrænni náttúr- unni ólíkt því sem börn stórborg- anna þekkja. „Ég byrjaði að spila fótbolta við systkini mín og strák- ana í þorpinu," segir Baggio. „Það er reyndar sama byrjun og hjá flestum okkar sem höfum náð langt í þessari íþrótt. Við höfum allir byrjað á götunni eða litlum leikvöllum fyrir börn. Ég átti það líka til að æfa mig heima við litlar vinsældir móður minnar. Mér þóttu aðstæðurnar í íbúðinni frá- bærar. Þar var langur gangur, sem við systkinin notuðum til að leika okkur í, meðal annars í fótbolta. Eftir að hafa brotið ótal marga spegla, rúður og Ijósakrónur vor- um við send út í portið fyrir framan bifreiðaverkstæðið hans pabba. Þar brutum við oft gler í rúðum með þrumuskotum og ég held að foreldrar okkar hafi verið í þann mund að gefast upp á okkur." Hinn frjálsi leikur á götunni er ein af skemmtilegustu minningum Robertos frá barnæsku og þegar hann á þess kost fer hann og spilar við ættingja og vini í frítímanum 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.