Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 62

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 62
HUGMYNDAFLUG Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari íslandsmeistara Njarðvíkur í körfubolta, fékkst til þess að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn fyrir ÍÞRÓTTABLAÐIÐ. Hann var beðinn um að segja hvað sér dytti fyrst í hug þegar hann læsi ákveðin orð. REIÐÍ: Tapaður leikur, spil eða hvaðeina sem hægt er að tapa (þoli ekki að tapa). POPPKORN: Partý hjá Rondey Robinson. FREISTING: Eitthvað sem ég hugsa en framkvæmi ekki. DAVÍÐ ODDSSON: Sjálfstæðisflokkurinn hárprúði. HELGI: íþróttir í sjónvarpi. LEIKDAGUR: Hvaða „trick" ég geti notað á strákana í kvöld? BIKAR: íslandsmeistarabikarinn 11. apríl 1991. MICHAEL JORDAN: Sá sem svífur um loftin blá og getur allt. ÁST: Ungt par í tilhugalífinu. MAMMA: Besti kokkur í heimi. SÓL: Eitthvað sem brennir mig alltaf svo heiftarlega. ÚTLÖND: Sonur minn sem býr í Svíþjóð. DAUÐI: Endir á einhverju og byrjun á einhverju öðru. TÍSKA: Vinur minn og dómarinn Kristján Möller. IBK: Erkióvinur sem verður að sigra — hvað sem það kostar. Friðrik Ingi Rúnarsson. COE í MARAÞONHLAUP Heimsmeistarinn í 800 metra hlaupi, Sebastian Coe, tók áskorun um að taka í fyrsta skipti þátt í maraþonhlaupi sem fór fram í London í apríl síðastliðnum. Ákveðinn aðili hét því að greiða tölu- verða fjárupphæð til kynningarstarf- semi á mikilvægi heilbrigðs lífernis ef Coe tæki þátt í hlaupinu og honum fannst hann ekki geta skorast undan. Coe, sem hleypur að jafnaði um 90 km á viku, sagðist ekki búast við því að koma með fyrstu mönnum í mark en hann einsetti sér að renna skeiðið á um þremur klukkutímum. ÍÞRÓTTABLAÐ- IÐ hefur ekki fregnað hvernig Coe stóð sig f hlaupinu. Sebastian Coe. ZOLA VAKNAR TIL LÍFSINS Hlaupastjarnan Zola Budd (hún heitir núna Zola Pieterse), sem lítið hefur látið á sér bera á undanförnum árum, virðist vera að koma sterk til leiks að nýju. Zola, sem er 24 ára gömul og frá Suður-Afríku, tók þátt í 3000 metra hlaupi í febrúar síðastliðnum og fékk tímann 8:42.26. Sá tími hefði dug- að henni í 3. sæti yfir besta árangurinn í greininni á árinu 1990. Zola er mun líkamlega sterkari en áður og hefur nýr þjálfari, Nauder van Zyl, tekið hana upp á arma sína. GÓÐAR TEKJUR Atvinnumenn í golfi fá ekki ein- göngu háar fjárupphæðir fyrir það eitt að vera atvinnumenn og standa sig vel á mótum heldur þéna þeir ágætlega með því að vera gesta- spilarar á hinum ýmsu mótum. Bernhard Langer hefur, það sem af er þessu ári, fengið 3,2 milljónir króna fyrir það eitt að mæta á mót og leika sér með hinum keppend- unum. Kollegar hans, Severiano Ballesteros og Nick Faldo, eru greinilega vinsælli en Langer því þeir hafa fengið, hvor í sinn hlut, 6,5 milljónir króna á þessu ári fyrir að „láta sjá sig og leika“ á golfmótum. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.