Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 62
HUGMYNDAFLUG
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari íslandsmeistara Njarðvíkur í
körfubolta, fékkst til þess að gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn fyrir ÍÞRÓTTABLAÐIÐ. Hann var beðinn um að segja
hvað sér dytti fyrst í hug þegar hann læsi ákveðin orð.
REIÐÍ: Tapaður leikur, spil eða hvaðeina sem hægt er að
tapa (þoli ekki að tapa).
POPPKORN: Partý hjá Rondey Robinson.
FREISTING: Eitthvað sem ég hugsa en framkvæmi ekki.
DAVÍÐ ODDSSON: Sjálfstæðisflokkurinn hárprúði.
HELGI: íþróttir í sjónvarpi.
LEIKDAGUR: Hvaða „trick" ég geti notað á strákana í kvöld?
BIKAR: íslandsmeistarabikarinn 11. apríl 1991.
MICHAEL JORDAN: Sá sem svífur um loftin blá og getur allt.
ÁST: Ungt par í tilhugalífinu.
MAMMA: Besti kokkur í heimi.
SÓL: Eitthvað sem brennir mig alltaf svo heiftarlega.
ÚTLÖND: Sonur minn sem býr í Svíþjóð.
DAUÐI: Endir á einhverju og byrjun á einhverju öðru.
TÍSKA: Vinur minn og dómarinn Kristján Möller.
IBK: Erkióvinur sem verður að sigra — hvað sem það kostar.
Friðrik Ingi Rúnarsson.
COE í MARAÞONHLAUP
Heimsmeistarinn í 800 metra hlaupi,
Sebastian Coe, tók áskorun um að taka
í fyrsta skipti þátt í maraþonhlaupi sem
fór fram í London í apríl síðastliðnum.
Ákveðinn aðili hét því að greiða tölu-
verða fjárupphæð til kynningarstarf-
semi á mikilvægi heilbrigðs lífernis ef
Coe tæki þátt í hlaupinu og honum
fannst hann ekki geta skorast undan.
Coe, sem hleypur að jafnaði um 90 km
á viku, sagðist ekki búast við því að
koma með fyrstu mönnum í mark en
hann einsetti sér að renna skeiðið á um
þremur klukkutímum. ÍÞRÓTTABLAÐ-
IÐ hefur ekki fregnað hvernig Coe stóð
sig f hlaupinu.
Sebastian Coe.
ZOLA VAKNAR TIL
LÍFSINS
Hlaupastjarnan Zola Budd (hún
heitir núna Zola Pieterse), sem lítið
hefur látið á sér bera á undanförnum
árum, virðist vera að koma sterk til
leiks að nýju. Zola, sem er 24 ára gömul
og frá Suður-Afríku, tók þátt í 3000
metra hlaupi í febrúar síðastliðnum og
fékk tímann 8:42.26. Sá tími hefði dug-
að henni í 3. sæti yfir besta árangurinn í
greininni á árinu 1990. Zola er mun
líkamlega sterkari en áður og hefur nýr
þjálfari, Nauder van Zyl, tekið hana
upp á arma sína.
GÓÐAR TEKJUR
Atvinnumenn í golfi fá ekki ein-
göngu háar fjárupphæðir fyrir það
eitt að vera atvinnumenn og standa
sig vel á mótum heldur þéna þeir
ágætlega með því að vera gesta-
spilarar á hinum ýmsu mótum.
Bernhard Langer hefur, það sem af
er þessu ári, fengið 3,2 milljónir
króna fyrir það eitt að mæta á mót
og leika sér með hinum keppend-
unum. Kollegar hans, Severiano
Ballesteros og Nick Faldo, eru
greinilega vinsælli en Langer því
þeir hafa fengið, hvor í sinn hlut, 6,5
milljónir króna á þessu ári fyrir að
„láta sjá sig og leika“ á golfmótum.
62