Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 44

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 44
A LIIMUIMIVII LOGI ÓLAFSSON, ÞJÁLFARI VÍKINGS í FÓTBOLTA Má búast við því að leikmenn Víkings sýni Svanavatnið í hálfleik á leikjum Víkings í sumar? (Logi lét leikmenn Víkings stunda ballettæfingar tvisvar í viku, í sex vikur á vormánuðum)? „Nei, ætli við tökum ekki frekar sódavatnið! Ástæða þess að við fór- um út í þetta er sú að við vildum styrkja ákveðna líkamshluta sem láta stundum undan á löngu og ströngu keppnistímabili. Hér er um að ræða nára, ökkla og hné. Við vorum kannski að leitast eftir því að fá stál- liðbönd eins og ballerínur eru með. María Gísladóttir, ein besta ballett- dansmær Islands fyrr og síðar, sá um að þjálfa strákana og æfðum við í Listaháskóla Þjóðleikhússins. María talaði við mig nýlega og sagðist sakna okkar óskaplega. Við vorum auðvitað ekki í þessum klassísku æf- ingum heldur vorum við í styrktaræf- ingum, eins og áður sagði, og teygju- æfingum. Teygjuæfingarnar voru frá- brugðnar því sem við höfðum kynnst áður og fólust þær í því að tveir og tveir teygðu saman og þrýstu hvor öðrum niður. í fyrra æfðum við eróbikk en í því er meiri „djöflagangur". Við vorum búnir að hlaupa, lyfta og „djöflast" nógu mikið þannig að við vildum gera eitthvað allt annað. Það er mjög ákjósanlegtað geta brugðið útafvan- anum og gert eitthvað allt annað. Eg held að fótboltamenn geti sótt margt til æfinga frjálsíþróttamanna og ball- ettdansara. Ég hef átt mörg góð sam- töl við Stefán Jóhannsson frjáls- íþróttaþjálfara, og hann hefur látið migfá æfingar sem eiga að auka styrk og snerpu leikmanna. Eftir þeirri æf- ingaáætlun æfum við meðal annars núna." 44 Logi Ólafsson, þjálfari LIIMUIMIMI GUÐNI KJARTANSSON ÞJÁLFARI KR í KNATTSPYRNU Lærbir þú einhverja sigurformúlu í Þýskalandi í vetur? (Guðni dvaldi í Þýskalandi og fylgdist með knattspyrnuþjálfun í Kölnarháskóla) „Ákveðin sigurformúla er varla til. Allavega hef ég ekki fundið hana ennþá. Jú, ég ætla að vona að ég hafi lærteitthvað af dvölinni í Þýskalandi. Mér líst vel á mannskapinn hjá KR. Þetta eru allt sterkir leikmenn en síð- an er það spurning hvað þeir gera sem liðsheild. Ég held að KR-ingar verði ítoppbaráttunni einsogundan- farin ár ef leikmenn sleppa við meiðsli. Ég hef það á tilfinningunni Guðni Kjartansson. að toppbaráttan komi til með að vera á milli Vals, Fram og KR. Víkingar virka sterkir en svo er það spurning hvort ÍBV og Stjarnan nái að fylgja eftir góðum árangri í fyrra. Það getur allt gerst í þessari baráttu eins og hverri annarri. Annars vinn ég þannig sem þjálfari að ég vil að menn skilji hvað þeir eru að gera; að þeir leiki ekki bara í blindni. Mér líst líka vel á KR sem félag. Því er vel stjórnað og engin vandamál í gangi." GUÐMUNDUR KARLSSON, ÍSLANDSMEISTARI í SLEGGJUKASTI Hvað ætlarðu að kasta langt í sumar, Guðmundur? (íslandsmet Guðmundar Karls- sonar í sleggjukasti er 63,60 metrar) „Ég vona að sleggjan lendi, tíma- lega séð, örlítið síðar en í fyrra. Tak- markið hjá mér er að kasta 67 metra í ár. Þeir, sem eru í þeim gæðaflokki að keppa á Ólympíuleikunum, kasta 72 metra og lengra. Ef ég næ að kasta svo langt er ég kominn í hóp þeirra sem geta eitthvað í íþróttinni. Ég stefni að því að ná Ólympíulágmark- inu næsta vor. Maður verður jú að hafa einhver markmið."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.