Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 44

Íþróttablaðið - 01.05.1991, Side 44
A LIIMUIMIVII LOGI ÓLAFSSON, ÞJÁLFARI VÍKINGS í FÓTBOLTA Má búast við því að leikmenn Víkings sýni Svanavatnið í hálfleik á leikjum Víkings í sumar? (Logi lét leikmenn Víkings stunda ballettæfingar tvisvar í viku, í sex vikur á vormánuðum)? „Nei, ætli við tökum ekki frekar sódavatnið! Ástæða þess að við fór- um út í þetta er sú að við vildum styrkja ákveðna líkamshluta sem láta stundum undan á löngu og ströngu keppnistímabili. Hér er um að ræða nára, ökkla og hné. Við vorum kannski að leitast eftir því að fá stál- liðbönd eins og ballerínur eru með. María Gísladóttir, ein besta ballett- dansmær Islands fyrr og síðar, sá um að þjálfa strákana og æfðum við í Listaháskóla Þjóðleikhússins. María talaði við mig nýlega og sagðist sakna okkar óskaplega. Við vorum auðvitað ekki í þessum klassísku æf- ingum heldur vorum við í styrktaræf- ingum, eins og áður sagði, og teygju- æfingum. Teygjuæfingarnar voru frá- brugðnar því sem við höfðum kynnst áður og fólust þær í því að tveir og tveir teygðu saman og þrýstu hvor öðrum niður. í fyrra æfðum við eróbikk en í því er meiri „djöflagangur". Við vorum búnir að hlaupa, lyfta og „djöflast" nógu mikið þannig að við vildum gera eitthvað allt annað. Það er mjög ákjósanlegtað geta brugðið útafvan- anum og gert eitthvað allt annað. Eg held að fótboltamenn geti sótt margt til æfinga frjálsíþróttamanna og ball- ettdansara. Ég hef átt mörg góð sam- töl við Stefán Jóhannsson frjáls- íþróttaþjálfara, og hann hefur látið migfá æfingar sem eiga að auka styrk og snerpu leikmanna. Eftir þeirri æf- ingaáætlun æfum við meðal annars núna." 44 Logi Ólafsson, þjálfari LIIMUIMIMI GUÐNI KJARTANSSON ÞJÁLFARI KR í KNATTSPYRNU Lærbir þú einhverja sigurformúlu í Þýskalandi í vetur? (Guðni dvaldi í Þýskalandi og fylgdist með knattspyrnuþjálfun í Kölnarháskóla) „Ákveðin sigurformúla er varla til. Allavega hef ég ekki fundið hana ennþá. Jú, ég ætla að vona að ég hafi lærteitthvað af dvölinni í Þýskalandi. Mér líst vel á mannskapinn hjá KR. Þetta eru allt sterkir leikmenn en síð- an er það spurning hvað þeir gera sem liðsheild. Ég held að KR-ingar verði ítoppbaráttunni einsogundan- farin ár ef leikmenn sleppa við meiðsli. Ég hef það á tilfinningunni Guðni Kjartansson. að toppbaráttan komi til með að vera á milli Vals, Fram og KR. Víkingar virka sterkir en svo er það spurning hvort ÍBV og Stjarnan nái að fylgja eftir góðum árangri í fyrra. Það getur allt gerst í þessari baráttu eins og hverri annarri. Annars vinn ég þannig sem þjálfari að ég vil að menn skilji hvað þeir eru að gera; að þeir leiki ekki bara í blindni. Mér líst líka vel á KR sem félag. Því er vel stjórnað og engin vandamál í gangi." GUÐMUNDUR KARLSSON, ÍSLANDSMEISTARI í SLEGGJUKASTI Hvað ætlarðu að kasta langt í sumar, Guðmundur? (íslandsmet Guðmundar Karls- sonar í sleggjukasti er 63,60 metrar) „Ég vona að sleggjan lendi, tíma- lega séð, örlítið síðar en í fyrra. Tak- markið hjá mér er að kasta 67 metra í ár. Þeir, sem eru í þeim gæðaflokki að keppa á Ólympíuleikunum, kasta 72 metra og lengra. Ef ég næ að kasta svo langt er ég kominn í hóp þeirra sem geta eitthvað í íþróttinni. Ég stefni að því að ná Ólympíulágmark- inu næsta vor. Maður verður jú að hafa einhver markmið."

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.