Íþróttablaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 10
nefndarinnar er sú að ferðaþjónustan
eigi að vera ferðaskrifstofa með öll-
um þeim skyldum sem slíkum skrif-
stofum fylgir en okkur fannst nauð-
synlegt að hafa þetta óformlegra
fyrsta árið til að kanna hug manna og
í hvaða mæli slík aukin þjónusta
íþróttahreyfingarinnar yrði nýtt.
Ferðaþjónusta sem þessi ætti að leita
tilboða fyrir umbjóðendur sína og
leita samstarfs við ferðaþjónustuað-
ila á hinum opna markaði." Guð-
mundur leggur ríka áherslu á að
ferðaþjónusta eins og sú, sem nefnd-
in markaði hugmyndir um, ætti að
hafa á einni hendi sérhæfðar upplýs-
ingar sem henta iþróttahópum er
hyggja á ferðalög innanlands og ut-
an. Dæmi um slíkt eru upplýsingar
um æfingaaðstöðu, sérfargjöld,
skólagistingu o.fl.
Það kemur fram í máli Guðmund-
ar að hann telur að fargjaldasamn-
ingurinn milli ÍSÍ og Flugleiða þjóni
ekki lengur tilgangi sinum. En hvers
vegna? „Þessi samningur hefur þjón-
að okkur að vissu marki," segir hann,
„en mér finnst að Flugleiðir hafi al-
gerlega hafnað þessum samningi nú
og félagið virðist ekki vilja vinna
samkvæmt honum. Ég tel að Flug-
leiðir kæri sig ekki um að veita
íþróttahreyfingunni neina sérstaka
þjónustu. Slíkt hlýtur að kalla á það
að ÍSÍtaki til eigin ráða í krafti stærðar
sinnar og styrks og stofni ferðaskrif-
stofu."
Hver voru viðbrögð framkvæmda-
stjórnar ÍSÍ við tillögunni um stofnun
sérhæfðrarferðaþjónustu til eins árs?
„Við lögðum niðurstöður okkar
fyrir framkvæmdastjórnina til kynn-
ingar og ákvarðanatöku. Málið var
rætt en síðan var því frestað og hefur
ekki verið tekið til umræðu síðan,
hvað þá að ákvörðun hafi veriðtekin.
Það vantar augljóslega neistann í
framkvæmdastjórnina til þess að
framkvæma samþykkt ferðamála-
nefndar. Það hefur ekkert gerst og
það er mitt álit að framkvæmda-
stjórnin hafi þannig sýnt áhuga- og
kjarkleysi," segir Guðmundur alvar-
legur íbragði. „Mérfinnst sannarlega
að tími sé kominn fyrirframkvæmda-
stjórnina að taka á málinu, að taka
fram tillögur okkur og móta mjög
ákveðna stefnu í ferðamálum sem
miði að því að auka þjónustu ÍSÍ við
hreyfinguna á raunhæfan hátt með
því að stofna með formlegum hætti
sérhæfða ferðaþjónustu íþróttahreyf-
ingarinnar. Ég er sannfærður um að
ef menn tækju málið föstum tökum
nú myndi það fyrr en nokkurn grunar
koma í Ijós að rétt skref væri stigið. Ég
tel það vera eitt stærsta hagsmuna-
mál hreyfingarinnar nú að samhæfa
ferðamál hennar," segir Guðmundur
að lokum.
,,FERÐASKRIFSTOFA
ISÍ ER
FRAMTÍÐARSÝN"
Formaður Körfuknattleikssam-
bands íslands, Kolbeinn Pálsson, átti
sæti í báðum nefndunum sem skip-
aðar voru til að kanna ferðamál
íþróttasambands íslands. Hann er nú
í ferðanefnd ISÍ sem semur við Flug-
leiðir um flugfargjöld fyrir hreyfing-
una. fþróttablaðið spurði Kolbein
hvernig þeir samningar hefðu gengið
undanfarið og einnig um stöðu mála
varðandi sérhæfða ferðaþjónustu
íþróttahreyfingarinnar.
„Samningur okkar við Flugleiðir
rann út um síðustu áramót og venjan
hefur verið sú að gamli samningurinn
hefurverið ígildi þartil nýrsamning-
ur hefur verið gerður," segir Kol-
beinn. „Flugleiðir riftu hins vegar
einhliða samningnum nema að því
leyti að afsláttur til hópa á innan-
landsleiðum er í gildi en einstakling-
ar, ef þeir ná ekki að mynda tíu
manna hóp, hafa orðið að greiða
venjuleg fargjöld. Sérsamböndin
hafa verið með reglulega formanna-
fundi þar sem rædd eru ýmis sameig-
inleg hagsmunamál þeirra. Mikil óá-
nægja hefur komið fram á þessum
fundum um þá staðreynd að þegar
komið var fram í aprílmánuð var
samingum við Flugleiðir fyrir yfir-
standandi ár enn ólokið. Þetta hefur
leitt til mikils kostnaðarauka fyrir
marga innan sérsambandanna og
hefur jafnframt orðið til þess að ein-
staklingar hafa hætt við að fljúga á
áfangastaði innanlands og hafa ekið í
þess stað. Slíkt leiðir að sjálfsögðu til
tekjumissis fyrir Flugleiðir."
„Fjórir sérsambandsformenn eiga
sæti ísamningsnefnd ÍSÍ við Flugleið-
ir. Nokkrir fundir hafa verið haldnir
og í hnotskurn má segja að við hjá
íþróttahreyfingunni séum mjög óá-
nægð með tilboð Flugleiða til ÍSÍ.
Okkur er hreinlega boðið upp á mun
lakari samning en nokkru sinni fyrr!
Að mfnu mati var samningurinn í
fyrra vel viðunandi fyrirokkuren eins
og málum er háttað nú er óhætt að
segja að okkur sé ekki boðinn neinn
samningur varðandi millilandaflug-
ið. Það er einfaldlega verið að bjóða
okkur að fljúga á fargjöldum Flug-
leiða eins og þau liggja fyrir og um
mjög lítinn eða næsta engan magnaf-
slátt er að ræða. Okkur er boðinn
viðunandi samningur varðandi inn-
anlandsflugið en á það verður að
benda að slíkt getur vart talist annað
en eðlilegt vegna þess að hin innan-
landsflugfélögin bjóða oft freistandi
afslátt fyrir hópa og góða þjónustu, til
dæmis að bíða eftir keppnishópum
víða um land. Flugleiðir áttu ekki
annarra kosta völ en að bjóða okkur
„ÍSÍ á að taka til eigin ráða í krafti stærðar sinnar og styrks og stofna
ferðaskrifstofu," segir Guðmundur.
10