Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Page 4

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Page 4
Efnisvfirlit ÍÞRÓTTABLAÐIÐ gekkst fyrir víð- tækri skoðanakönnun meðal knatt- spyrnumanna í 1. deild karla og eru niðurstöðurnar birtar í þessu blaði. Svörun leikmanna var mjög góð og nú geta lesendur íþróttablaðsins séð hvaða álit knattspyrnumennirnir hafa á hinum ýmsu málum. Alls voru 68 spurningar lagðar fyrir leikmennina og var viðfangsefnið kynlíf, matar- æði, greiðsla fyrir knattspyrnuiðkun og fleira. Þetta er í fyrsta sinn sem svo víðtæk skoðanakönnun er gerð með- al knattspyrnumanna og ættu margir að geta nýtt sér niðurstöður hennar. „Ég var ekki rekinn," segir Bo Johansson, fyrrum landsliðsþjálfari í knattspyrnu, í viðtali við ÍÞRÓTTA- BLAÐIÐ. Bo lét óvænt af störfum í sumar og álitu flestir að hann hefði verið látinn taka pokann sinn. I við- talinu segir hann frá samskiptum sín- um við KSÍ, íslenskum knattspyrnu- mönnum og þeirri þróun sem hefur átt sér stað í boltanum á Islandi síð- astliðin tvö ár. Þrátt fyrir ófremdarástand hjá HSÍ kemur ekkert í veg fyrir að hand- boltavertíðin hefjist á réttum tíma. Flestir atvinnumanna íslands leika í deildinni að nýju og verður hún því líklega lífleg fyrir bragðið. Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari, velt- ir fyrir sér möguleikum liðanna í vet- ur og Hanna Katrín Friðriksen, lands- liðsmaður, skrifar um 1. deild kvenna.

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.