Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 10

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 10
Reyndir landsliðsmenn höfðu á orði að það væru undarleg vinnubrögð að þeir væru ekki spurðir álits á þjálfara- skiptunum — og lái þeim það hver sem vill. Landsliðsfyrirliðinn las um fréttina í blöðunum og rak í roga- stans. Skömmu áður hafði hann lýst því yfir í dagblaði að Bo væri besti þjálfari sem hann hefði haft á knatt- spyrnuferlinum. Menn höfðu á orði að Bo hefði verið látinn fara og var skírskotað til árangurs landsl iðsins á síðustu tveimur árum. Bo og Eggert Magnús- son, formaður KSI, sögðu að um sam- komulag hefði verið að ræða og er engin ástæða til þess að rengja það. En hvað segir Bo sjálfur? Er hann sátt- ur við að fara frá íslandi — og hvað tekur við hjá honum? hvarflað að þeim að reyna slíkt. Það mikilvægasta sem þjálfari verður að búa yfir er að treysta á eigin dóm- greind og láta ekki hafa áhrif á sig hvað varðar val á leikmönnum. Um leið og maður get'ur færi á sér hvað það varðar er maður á hálum ís. Auð- vitað finnur maður alls staðar fyrir pressu, bæði hvað varðar val á leik- mönnum, leikaðferðir og fleira, en slíkt fylgir starfinu og maður sjóast fljótt í því. Ég hiusta kurteisislega á allar tillögur og ábendingar og ber virðingu fyrir skoðunum annarra en ég tek síðan sjálfstæðar ákvarðanir. A fundum með stuðningsmannaklúbbi landsliðsins, „Klúbbi 120" sem ég hitti jafnan fyrir landsleiki skiptast menn á skoðunum og spyrja mig spurninga en ég læt það ekki hafa „ÞAÐ VORU ALDREI NEIN LEIÐINDI OKKAR Á MILLI" - ÞEGAR ÞAÐ VAR TILKYNNT AÐ ÞÚ VÆRIR HÆTTUR SEM LANDSLIÐSÞJÁLFARl VAR SAGT AÐ UM SAMKOMULAG HEFÐI VERIÐ AÐ RÆÐA - ER ÞAÐ RÉTT? „Já, það er rétt. Mér skilst að KSI hafi viljað fá ódýrari þjálfara og þess vegna ekki boðið mér nýjan samn- ing. Það kom aldrei til tals hvort ég hefði áhuga á því að starfa hér lengur. Erlendir þjálfarar eru dýrir og þeim fylgir ákveðinn aukakostnaður. Ég hef þegar verið lengi frá fjölskyldu minni og vinum og finnst því tíma- bært að snúa aftur heim. Astæða þess að ég hætti sem þjálfari áður en keppnistímabilinu lauk er sú að bæði gefst mér tími til þess að leita mér að nýju starfi og sömuleiðis gefur það nýjum landsliðsþjált'ara tíma til þess að koma til starfa áður en vetrarmán- uðirnir ganga í garð. Ég og Eggert Magnússon áttum mjög vingjarnlegt spjall þegar þessi staða kom upp og það voru aldrei nein leiðindi okkar á milli." ÞÚ VARST SEM SAGT EKKl REK- INN EINS OG MARGIR HALDA? „Nei, ég var ekki rekinn." - REYNDI EINHVER INNAN KSÍ EÐA AÐRIR AÐ HAFA ÁHRIF Á ÞIG VARÐANDI VAL Á LANDSLIÐINU? „Aldrei nokkurn tímann. Menn þekktu mig það vel að það hefði ekki 10 áhrif á mig. Ég vel liðið en virði þó skoðanir annarra. Þegar maður er að byrja sem þjálfari lætur maður aðra hafaeinhveráhrif á sigog gerirstund- um mistök en með tímanum lærir maður eitt og annað. Það er svipað með þetta starf og önnur — maður veðrast og verður reynslunni ríkari." - ÞÚ ERT SEM SAGT SÁTTUR VIÐ ÞAÐ AÐ VERA HÆTTUR SEM LANDSLIÐSÞJÁLFARl? „Já, ég er það en auðvitað á ég eftir að sakna allra þeirra traustu aðila sem ég hef kynnst á íslandj. THfinn- ingarnar spila alltaf inn í þegar maður yfirgefur einhvern stað og skiptir um starf. Ég á góðar minningar frá ís- landi, trausta vini og það mun ylja mér íframtíðinni. Það hefur þóekkert með þá ákvörðun að gera að ég hætti með landsliðið." - FANNST ÞÚ ALDREI FYRIR ÞVÍ AÐ UNNIÐ VÆRI GEGN ÞÉR Á BAK VIÐ TJÖLDIN? „Nei, égfann aldrei fyrir þvíheldur þvert á móti. Mér fannst þeir, sem ég umgekkst, almennt vera ánægðir með störf mín. Ef einhverjir hafa unn- ið gegn mér hljóta það að hafa verið aðilar sem hafa verið óánægðir með frammistöðu landsliðsins. Verstu úr- slit landsliðsins undir minni stjórn var tapið gegn Albaníu ytra en þeir sem voru á staðnum skilja einir hvers vegna liðið spilaði illa. í Albaníu- leiknum tefldi ég fram mörgum nýj- um og ungum leikmönnum því í liðið vantaði marga góða leikmenn. Af þeim 16 leikmönnum sem voru í landsliðinu gegn Spáni í fyrra voru aðeins 6 með í Albaníu. Samt voru gerðar sömu kröfur til liðsins. ísland er ekki það sterk knattspyrnuþjóð að hún hafi efni á því að tefla ekki fram nokkrum af bestu leikmönnum landsins en heimta samt alltaf sigur. I kringum þjálfarastarfverðuralltaf orðrómur og núna er því meira að segja haldið fram í Kalmar í Svíþjóð, þar sem ég bý, að ég sé farinn að skipta mér af uppstillingu á liðinu þar. Ástæða þess er sú að ég kíkti á æfingu hjá liðinu til þess að heilsa upp á vin minn sem þjálfar liðið."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.