Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Síða 28

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Síða 28
(37) ★ Hvaða leikmaður 1. deiidar er mest vanmetinn að þínu mati? 16 svöruðu Kristinn R. Jónsson 16 svöruðu Hörður Magnússon 6 svöruðu Jón Sveinsson 5 svöruðu Magni Blöndal Pétursson 5 svöruðu Atli Einarsson 69% vildu fækka þeim, láta þá dæma fleiri leiki í 1. deild og greiða þeim laun 19% vildu óbreytt ástand 9% vildu gera eitthvað annað 3% svöruðu ekki 25% leikmanna tóku ekki afstöðu en Kristinn R. Jóns- son og Hörður Magnússon fengu flest atkvæði, eins og sjá má. Alls fengu 47 leikmenn í Samskipadeildinni atkvæði og flestir þeirra 1-3 atkvæði. Þessar niðurstöður er dálítið athyglisverðar. Meirihluti leikmenn vill fækka dómurum, að þeir bestu dæmi oftar og að þeim séu greidd laun. Það er staðreynd og hefur komið í Ijós í sumar að þrír dómarar, að minnsta kosti, ráða engan vegin við það að dæma í Samskipadeildinni og slíkt gengur ekki til lengdar þegar eitt mark skilur jafnvel á milli þess að verða íslandsmeistari eða ekki. Vafasömum dómum verður að fækka, leikmenn verða að geta treyst dómurum og meiri samræmi verður að vera í dómgæslunni. Margar athyglisverðar tillögur bárust frá þeim sem merktu við valkostinn „annað — hvað". Hér er nokkrar: ★ Gera þarf meiri kröfur til dómara. Eftirlitsmenn þurfa að vera virkari og dómarar eiga að geta „dottið út" á miðju sumri ef þeir standa sig ekki. Einnig þarf að borga þeim betur. ★ Hafa 10 dómara og greiða þeim laun. Hafa eftirlit strangara og þeir eiga að geta fallið á milli deilda. ★ Þjálfa þá betur með sömu línuvörðum. Láta dómara frá „minni" félögum dæma til að koma í veg fyrir hlut- drægni. ★ Taka upp strangt eftirlitskerfi og ef þeir standa sig ekki á að vera hægt að skipta þeim útaf eins og leikmönn- (38) ★ Hvaða leikmaður 1. deildar er mest ofmetinn að þínu mati? 20 svöruðu Ríkharður Daðason 15 svöruðu Atli Eðvaldsson 12 svöruðu Hörður Magnússon 11 svöruðu Sævar Jónsson 9 svöruðu Pétur Ormslev 8 svöruðu Pétur Pétursson 8 svöruðu Ólafur Gottskálksson 7 svöruðu Helgi Björgvinsson 6 svöruðu Þorvaldur Örlygsson Leikmenn í 1. deild telja Ríkharð Daðason, leikmann Fram, mest ofmetna leikmann 1. deildar. „Gamlir jaxl- ar" eins og Atli Eðvaldsson, Sævar Jónsson, Pétur Orm- slev og Pétur Pétursson komast líka á blað en það er jafnan svo um þá sem eru mikið í umræðunni. Þeir Atli, Sævar og Pétur Ormslev hafa allir leikið mjög vel með sínum félagsliðum í sumar en fá engu að síður nokkur atkvæði. Hörður Magnússon hefur líklega verið mest allra leikmanna í umræðunni í sumarog þvíkemurekki á óvart að hann sé bæði talinn ofmetinn og vanmetinn leikmaður. Slíkt umtal fylgir allri umræðu. Alls fengu 28 leikmenn atkvæði um þennan vafasama heiðuren 17% leikmanna svöruðu ekki spurningunni. (39) ★ Hvaða leiðir á að fara í dómaramálum 1. deildar? ★ Senda þá erlendis í þjálfun. (40) ★ Hver er grófasti leikmaður 1. deildar? 38 svöruðu Þorvaldur Örlygsson 11 svöruðu Janni Zilnik 7 svöruðu Atli Eðvaldsson 7 svöruðu Þorsteinn Þorsteinsson 5 svöruðu Atli Helgason 18% leikmanna svöruðu ekki en Þorvaldur Örlygs- son, leikmaður Fram, er talinn grófasti leikmaður deild- arinnar af þeim sem tóku afstöðu. Þorvaldur hefur greinilega skólast í Englandi, þann tíma sem hann het'ur leikið þar, en þar eru leikmenn fastir fyrir. Eini leikmað- urinn í deildinni sem fékk tvö rauð spjöld, Birgir Sigfús- son, Stjörnunni, fékk aðeins 1 atkvæði. 33 leikmenn voru nefndir. 28

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.