Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 34

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 34
(63) ★ Hefur þú verið frá keppni vegna meiðsla? 73% svöruðu játandi 27% svöruðu neitandi Þótt mjög alvarleg meiðsl séu frekar fátíð í íslenskri knattspyrnu hefur mikill meirihluti leikmanna í Sam- skipadeildinni verið frá keppni vegna meiðsla. (64) ★ Gætir þú hugsað þér að leika knattspyrnu allt árið um kring á Islandi ef aðstæður væru fyrir hendi? 73% svöruðu játandi 25% svöruðu neitandi 2% svöruðu ekki Þetta eru ánægjulegar niðurstöður og bera íslenskum knattspyrnumönnum vitni um metnaðogáhugaá þvíað ná langt í í knattspyrnu. Nú þarf bara að reisa nokkur einföld stálgrindahús, með upphituðum knattspyrnu- völlum og aðstöðu fyrir áhorfendur — og koma á fót mótum að vetrarlagi. í kjölfar þess getum við farið að tala um að ná árangri á alþjóðlegum vettvangi. (65) ★ Hefur þú fallið með liði niður um deild? 51% svöruðu játandi 49% svöruðu neitandi Meirihluti leikmanna í 1. deild hefur fallið með liði niður um deild en það hlutfall er ótrúlega hátt. Leikmenn hafa því ekki allir átt sjö dagana sæla með liðum sínum í lok einhvers tímabils. (66) ★ Hefur þú haldið áfram að leika með því liði sem hefur fallið? 92% svöruðu játandi 8% svöruðu neitandi Rúmlega níu að hverjum tíu leikmönnum, sem hafa fallið með liðum sínum niður um deild, hafa haldið tryggð við félagið og ekki skipt um félag. Aðeins 8% þeirra sem hafa fallið með liði hafa ákveðið að skipta um félag. (67) ★ Myndir þú halda áfram að leika með liði þínu ef það félli í ár? 83% svöruðu játandi 7% svöruðu kannski 4% svöruðu neitandi 6% svöruðu ekki Hlutfall þeirra sem svöruðu þessari spurningu játandi er minna en þeirra sem svöruðu spurningunni játandi, hvort þeir hafi haldið áfram að leika með því liði sem hefur fallið. Ástæða þess getur verið sú að falli leikmaður með liði sínu niður í 2. deild, á sama tíma og hann er á þröskuldi þess aðvinnasérsæti í landsliðinu, hlýturhann að hugsa sinn gang. Svo er það staðreynd að félagskennd leikmanna er ekki eins sterk og hún var fyrir nokkrum árum. (68) ★ Værir þú hugsanlega hlynntur því að hvítt spjald yrði tekið í notkun af dómurum? Það hefði hálft vægi guls spjalds og yrði sýnt þeim leikmönnum sem sýndu óprúðmannlega framkomu, brúkuðu kjaft og pikkuðu bolta í burtu þegar andstæðingur ætti aukaspyrnu. 68% svöruðu neitandi 30% svöruðu játandi 2% svöruðu ekki Þótt fæstir séu hlynntir hvíta spjaldinu er hugmyndin á bak við það ekki svo slæm. í raun er það fáránlegt að leikmaður, sem pikkar bolta í burtu, skuli fá sömu refs- ingu og leikmaður sem tæklar með þeim hætti að sá sem fyrir því verður verði hugsanlega frá knattspyrnuiðkun í marga mánuði. Það er vel athugandi, þrátt fyrir niður- stöðurnar, að kanna hvort hvíta spjaldið eigi ekki rétt á sér. (69) ★ Finnst þér að dagblöðin ættu að gera frammistöðu dómara að meira umtalsefni í umfjöllunum sínum um leiki? 65% svöruðu játandi 34% svöruðu neitandi 1% svöruðu ekki Satt best að segja eru dómarar hálf utanveltu í knatt- spyrnunni þótt þeir séu ómissandi. Þeirfá litla sem enga athygli, nema þegar þeirgera mistök. Þeirfá sjaldan hrós þegar þeir gera vel en verði þeim á í messunni verða þeir fyrir skítkasti úr öllum áttum. Staðreyndin er sú að leik- menn gera mun fleiri mistök í leik en dómarar. Er ekki kominn tfmi til þess að vega störf þeirra og meta á réttlát- an hátt? 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.