Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 37

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 37
Kristján Arason, sem sést hér heilsa þýska handknattleiksmanninum Joachim Deckarm, þjálfar og leikur með FH í vetur. Það verður gaman að fylgjast með framgöngu Kristjáns hans. eru 4 lið eftir og verður sama fyrir- komulag viðhaft til þess að skera úr um það hvaða lið leika til úrslita um Islandsmeistaratitilinn. Hugsanlega þurfa liðin tvö að leika fimm leiki til þess að knýja fram sigur því það lið sigrar sem hefur betur í þremur viður- eignum. Það lið sem lendir í 9. sæti í deild- arkeppninni lýkur þar með keppni og það lið sem lendir í 12. sæti fellur niður í 2. deild. Liðin í 10. og 11. sæti leika 2-3 leiki um það hvort liðið heldur sæti sínu í deildinni. Tveir ÉG ÁLÍT AÐ VALUR, VÍKINGUR OG FH VERÐI STERKUST í VETUR sigrar tryggja áframhaldandi sæti í 1. deild. „Það er mjög erfitt að segja til um það hvaða lið verður fslandsmeistari því úrslitakeppnin fer fram á skömm- um tíma og ef lið missa leikmenn í meiðsli á þeim tíma getur það skipt sköpum," segir Þorbergur Aðal- steinsson landsliðsþjálfari. „Ég tel að það megi skipta liðunum í 1. deild niður í þrjá hópa ef við erum að tala um hugsanlegan árangur þeirra í vet- ur. Spá mín byggist á því að þau fé- lagaskipti, sem þegar hafa verið til- kynnt, nái fram að ganga. Ég álít að lið Vals, FH og Vfkings verði sterkust og komi til með að berjast um ís- landsmeistaratitilinn. í næsta hóp set ég KA, Hauka, Stjörnuna, ÍBV og Sel- foss en þessi liðeiga aðgeta settstrik í reikninginn og eru til alls líkleg. í þriðja hópnum eru Breiðablik, HK, Fram og Grótta og þeirra hlutskipti verður því væntanlega að berjast í neðri hluta deildarinnar. VÍKINGUR: Styrkur Víkings felst í mjög sterkum og breiðum leik- mannahópi. Liðið hefur nánast úr tveimur mönnum að velja í hverja stöðu og slík breidd er hverju liði mikill styrkur. í liðinu er hvergi veik- ur hlekkur en þó var markvarslan ekki nógu góð seinni hluta síðasta keppnistímabils. VALUR: Brotthvarf Einars Þor- varðarsonar er mikill missir fyrir liðið því það fara ekki allir í fötin hans. Ef Guðmundur Hrafnkelsson leikur af eðlilegri getu á hann að geta fyllt skarð Einars að mestu. Jón Kristjáns- son var mikilvægur hlekkur í liðinu en núnaer hann orðinn atvinnumað- ur og þvf spurning hvernig skarð hans verður fyllt. Líklega tekur Dagur Sig- urðsson hans stöðu en það kemur í Ijós hvort hann er tilbúinn til þess að klára heilt tímabil. Dagur er mjög efnilegur leikmaður. Valur er með flinka leikmenn í öllum stöðum, unglingastarf félagsins er gott og er að skila sér upp í meistaraflokk. FH: Liðið hefur geysilega reynslu- miklum leikmönnum á að skipa. Nægir þar að nefna Kristján Arason, Hans Guðmundsson, Guðjón Árna- son og Sigurð Sveinsson, sem skipti í FH úr KR. FH hefur tekist betur upp með hraðaupphlaupin en öðrum lið- um og það er styrkur liðsins. Leik- menn liðsins eru mjög fljótir fram. Af þessum sökum hefur ávallt verið skorað mikið af mörkum í leikjum FH. Það er slæmt fyrir liðið að missa Guðmund Hrafnkelsson yfir í Val en Bergsveinn er þó mjög frambærileg- ur markvörður. KA: Ég reikna með KA ítoppbarátt- unni en það er spurning hvernig leik- mönnum liðsins tekst að stilla streng- ina fyrir veturinn. Alfreð Gíslason er kominn heim og Stefán Kristjánsson skipti úr FH í KA. Erlingur Kristjáns- son er mikilvægur hlekkur í liðinu og það er Ijóst að ekkert lið gengur að tveimur stigum vísum á Akureyri. HAUKAR: Liðið verður erfiðara viðureignar í vetur en síðastliðinn vetur. Haukar eru með svipaða úti- leikmenn og áður en þeir Halldór, Bamruk og Páll Ólafsson verða alls- ráðandi í þeim stöðum. Það er erfitt að leika gegn þessum leikmönnum því þeir skjóta á markið um leið og þeir látasig vaða inn ívörnina. Hauk- ar gætu átt í vandræðum með varnar- leikinn í vetur. ÍBV: Lið IBV verður væntanlega ÍBV MEÐ MEIRI REYNSLU svipað að styrkleika og í fyrra nema hvað leikmenn liðsins búa yfir tölu- vert meiri reynslu. Þeir hafa væntan- lega fengið aukið sjálfstraust við það að verða bikarmeistarar á síðasta keppnistímabili. Heimavöllur liðsins er mjög erfiður andstæðingunum en leikur liðsins á væntanlega eftir að standa og falla með frammistöðu Sig- urðar Gunnarssonar. ÍBV hefur feng- ið ungverskan leikmann til liðs við sig og hann ætti að styrkja liðið. SELFOSS: Selfyssingar hafa á að skipa mjög skemmtilegu liði. Einar Þorvarðarson og Sigurður Sveinsson koma til með að leika stór hlutverk í liðinu en auk þeirra eru Einar Sig- urðsson og Gústaf Bjarnason mjög góðir leikmenn. Ég reikna með að liðið eigi mjög litríkan vetur í vænd- um. 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.