Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 57

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Qupperneq 57
Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, sæmir Matthías Á. Mathisen heiðursorðu ÍSÍ. Matthías Á. Mathiesen heiðraður. Fimmtudaginn 22. ágúst mætti Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, á fund hjá framkvæmda- stjórn ÍSÍ og var tilefnið það að fram- kvæmdastjórnin hafði ákveðið að sæma hann heiðursorðu ISI fyrir mik- il og góð störf í þágu íþróttahreyfing- arinnar. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, bauð Matthías velkominn og hélt síð- an stutta tölu og sæmdi hann síðan heiðursorðunni. Frá Fræðslunefnd ÍSÍ Fræðslunefnd ÍSÍ býður héraðs- samböndum og íþróttabandalögum að halda tvennskonar leiðbeinenda- námskeið á þeirra vegum í haust og í vetur, að svo miklu leyti sem tími vinnst til og aðstæður leyfa: 1. Grunnstig ÍSÍ fyrir leiðbeinend- ur barna og unglinga í íþróttum. Þetta er 26 tíma námskeið (föstudagskvöld til sunnudags) þar af 18 tímar fræði- leg kennsla og 8 tímar kennsla í fjöl- þættum leikjum og kennslufræði leikja. Námskeiðið er undanfari 26 tíma námskeiðs sem sérsamböndin halda hvert í sinni grein. NÁMSKEIÐIN ERG SÉRSTAK- LEGA MIÐUÐ VIÐ ÍÞRÓTTAUPP- ELDI BARNA OG CJNGLINGA, 6-16 ÁRA. 2. A-stig ÍSÍ, samræmdur bókleg- ur hluti fyrir allar íþróttagreinar, ætl- aður fyrir leiðbeinendur og miðast við þjálfun 17 ára og eldri. Námskeiðið er 26 tímar (föstudagskvöld til sunnu- dags). Peir er ljúka þessu námskeiði geta síðan sótt 26 tíma námskeið sér- sambands og þannig öðlast rétt til að sækja námskeið á B-stigi (þjálfari I) í viðkomandi íþróttagrein. Námskeiðsgjald fyrir hvort nám- skeið er kr. 2.500 á mann og eru námsgögn og kennsla innifalin í því. Lágmarksfjöldi nemenda er 20. Auk þess bjóðum við Félagsmála- námskeið. Frá og með 15. september 1991 býður fræðslunefndin námskeið í fé- lagsmálum íþróttahreyfingarinnar, þ.á.m. samskiptum aðilana við ÍSÍ. Þetta er 8 stunda námskeið = 1 dagur. Námskeiðsgjald er kr. 1.500 og eru námsgögn innifalin í því. Lág- marksfjöldi nemenda er 15. Æskilegt er að sem flestir aðilar sameinist um hvert námskeið og að einhver þeirra, sem býr við góðar að- stæður, taki að sér umsjón þess. Við viljum vinsamlegast biðja ykkur að hafa samband við öll íþróttafélög á ykkar svæði varðandi þessi námskeið og þá hugsanlega nærliggjandi hér- aðssambönd, ef það mætti verða til hagræðingar. (Jndirritaður er við á skrifstofu ÍSÍ virka daga f.h. í síma 91-813377 og er fús til að veita upplýsingar og að- stoða eftir því sem unnt er og auðvit- að að taka við umsóknum. Fræðslunefndin hefur ákveðið að í framtíðinni skuli námskeiðahald á hennar vegum fara fram á tímabilinu 1. september til 1. maí, ár hvert. Við treystum því að þið viljið vera með í að gera raunhæft átak í fræðslumálum innan ykkar héraðs- sambands/íþróttabandalags. F.h. Fræðslunefndar ÍSÍ Karl Guðmundsson Gnglinganefnd semur við Osta- og smjörsöluna sf. Nú nýlega gerði unglinganefnd ÍSÍ samning við Osta- og smjörsöluna sf. um samstarf við að efla íþróttir barna og unglinga og auka hollustu í fæðu- vali. Er stefnt að því að gefa út bækl- ing í byrjun nóvember um þessi mál, sem yrði dreifttil allra bama á landinu í yngri bekkjum grunnskóla. Þá er fyrirhugað að halda ráðstefnu hjá hverju héraðssambandi um þessi mál og byrja í Reykjavík með ráð- stefnu í desember næstkomandi. Þessi samningur er góður og ánægjulegur fyrir unglinganefndina þar sem tekist hefur að fá fyrirtæki, er framleiðir hollar og góðar matvörur, til samstarfs við að efla íþróttir barna og unglinga og að hvetja þau til að velja holla fæðu. Samningur þessi gildir í tvö ár, þ.e. til 1993. Nefnd um kvennaíþróttir á fundi. Frá vinstri: Vanda Sigurgeirsdóttir, Gnn- ur Stefánsdóttir, form. nefndarinnar, Edda Jónsdóttir, starfsmaður nefndarinnar og Svanfríður M. Guð- jónsdóttir. Á myndina vantar þau Lovísu Einarsdóttur og Hreggvið Þorsteinsson sem einnig eru í nefnd- inni. Vel sótt námstefna. Nefnd ÍSÍ, sem vinnur að umbót- um í kvennaíþróttum, gekkst fyrir námstefnu fyrir þjálfara, leiðbeinend- ur og áhugafólk um íþróttir kvenna, laugardaginn 7. september s.l. Yfirskrift námstefnunnar var „Sér- kenni kvenna með tilliti til þjálfunar og keppni í íþróttum". Námstefnan var byggð upp á fyrirlestrum þar sem fjallað var um þessi sérkenni frá ýms- um sjónarhornum. Fyrirspurnum var svarað eftir hvern fyrirlestur. Mikill áhugi reyndist vera á nám- stefnunni og sóttu hana yfir 80 manns. Námstefnustjóri var Þórdís Gísla- dóttir, íþróttafræðingur, en fyrirlesar- ar voru auk hennar: Dr. Ingimar Jóns- son, Svandís Sigurðardóttir, sjúkra- þjálfari, Martha Ernstdóttir, sjúkraþjálfari, Þráinn Hafsteinsson, íþróttafræðingur, íris Grönfeldt, íþróttafræðingur, Birgir Guðjónsson, læknir, og Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.