Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.10.1991, Side 59

Íþróttablaðið - 01.10.1991, Side 59
ins til sundiðkana, þannig að vatnið verði sem best og aðlaðandi fyrir þá sem vilja dvelja þar á góðviðrisdegi. Síðan mætti í því sambandi hugsa sér að hita upp hluta vatnsins, og setja skeljasand í botninn sem t.d. tak- markaðist með steyptum garði, eða hlöðnum grjótgarði. Bæta þarf að- stöðu við vatnið og skapa betri að- stöðu til siglinga, róðrar og vatna- skíðasports. Gufubaðið verði stækkað og að- staða og búningsklefar gerð meira aðlaðandi. í því sambandi mætti nýta „konungshúsið". Helming þess fyrir búningsaðstöðu fyrir gufubaðið og hinn helminginn til veitingareksturs, sem mætti t.d. tengjast Eddu hótel- inu og ferðamálayfirvöldum. Byggja þarf í náinni framtíð fleiri íþróttahús, því nýjar fþróttagreinar ryðja sér til rúms, sem nýta mætti fýrir íþróttakennaraskóla íslands og hina frjálsu íþróttahreyfingu, með því móti er hægt að auka íþróttalega aðstöðu fyrir sem flestar íþróttir. Prekþjálfunarstöð þarf að efla og gefa sem flestum tækifæri til að nýta hana. Tryggja þarf nægjanlegt rými fyrir íþróttamenn og að almenningur eigi möguleika á að verja sívaxandi frítíma sínum til hollra og þroskandi viðfangsefna. Það þarf að gera Laugarvatn það aðlaðandi að bæði innlendir og er- lendir íþróttamenn sækist eftir að koma þangað til dvalar. Pað er nauðsynlegt að vel verði staðið að íþróttalegri uppbyggingu Laugarvatns. Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ Námskeið Fræðslunefnd ÍSÍ auglýsir nám- skeið á: A-stigi ÍSÍ 11. 12. og 13. október Grunnstigi ÍSÍ 8. 9. og 10. nóv- ember Námskeiðin verða bæði haldin í íþróttamiðstöð ÍSÍ í Laugardal og hefjast kl. 16:00 föstudagana 11. okt. og 8. nóv. Kennt verður laugardag og sunnudag frá kl. 09:00 - 16:30. Ahersla er Iögð á að þátttakendur mæti stundvíslega. Námskeiðsgjald er kr. 2.500 fyrir hvort námskeið og eru námsgögn innifalin í því. Þátttakendur utan af landi fá ókeypis gistingu á Hótel ÍSÍ meðan húsrúm leyfir. (Tilkynnist með viku fyrirvara). ISI býður öllum þátttakendum há- degisverð og kaffi á laugardag og sunnudag. Þátttökutilkynningar berist eigi síð- ar en þremur dögum fyrir hvort nám- skeið til skrifstofu ÍSI, sími: 91- 813377, ásamt staðfestingargreiðslu kr. 1.000,-. NAMSKEIÐSSTIGIN í ÞJÁLFARAMENNTUN Í.S.Í. OG SÉRSAMBANDA UNGLINGAÞJALFARI ÞJALFARI III Al-stig ÍSÍ Samræmt bóklegt 26x40 mín. Bl-stig scrsambanda 26x40 min. Cl-stig sérsambanda 26x40 min. D-stig sérsambanda A2-stig scrsambanda 26x40 min. B2-stig sérsambanda 26x40 mín. C2-stig sérsambanda 26x40 min. i áfóngum Samtals 80 st. ATH. sérstaklega: Skráningu á A-stigsnámskeið verður lokað kl. 17:00 þriðjudaginn 8. okt. og á Grunnnámskeið þriðjudag- inn 5. nóv. kl. 17:00. Fræðslunefnd ÍSÍ Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ F. 10. október 1928 D. 16. september 1991 Sveinn Björnsson, forseti íþróttasambands íslands, lést í Reykjavík 16. september síðastliðinn, 62 ára að aldri. Sveinn var snemma virkur félagsmaður í íþróttahreyfing- unni, fyrst sem keppnismaður í íþróttum, en síðan sem forystumaður um margra áratuga skeið. Hann var kosinn í stjórn íþróttasambands íslands árið 1962, var varaforseti ÍSÍ1972-1980 ogforseti frá 1980. Fyrir utan öll hans miklu störf fyrir íþróttahreyfinguna starfaði hann mikið að öðr- um félagsmálum, bæði að borgarmálum og í samtökum sinnar starfsstéttar, en hann var kaupmaður. Stjórn íþróttasambands íslands þakkar af heilum hug öll hans miklu og óeigingjörnu störf fyrir íþróttahreyfinguna og vottar eiginkonu hans, Ragnheiði G. Thorsteinsson, og börnum samúð sína. (íþróttablaðið mun í næsta tölublaði gera nánari grein fyrirferli ogstörfum Sveins Björnssonar innan íþróttahreyf- ingarinnar.) 59

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.